Lofoten löngu búinn

Og undirritaður bara með tærnar upp í loft á Íslandi.

DSC_0982

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já við kláruðum þorskkvótann þarna í mars og fórum svo með bátinn í heimahöfn og svo var skrepputúrt til Íslands að veiða Arnarfjarðarrækju en planið gekk ekki alveg upp reyndist erfitt að fá kaupanda af rækjunni svo fyrsta vikan fór bara í það sem og að fá haffæri á bátinn. Var haldið í fyrsta róður föstudaginn 31 mars og er búið að fara í fimm róðra og fá um 12 tonn af rækju. Núna í dag er komið vika síðan við lönduðum síðast en vegna tunglstöðu komu páskar akkúrat inn í þegar ég ætlaði að veiða rækjuna og  svo þetta var frekar erfitt púsluspil.

DSC_0989

 

Annað sem er öðruvísi nú er að nú verðum við á Andra að sigla með aflann til Þingeyrar já við löndum rækjunni á Þingeyri og er það heljarferðalag á Andra því hann er ekki viljugur til að fara of hratt yfir svo sigling með löndun og aftur á veiðislóðir tekur svona ca 10 tíma.

 

 

 

 

DSC_0998

 

Sigling með aflann til Þingeyrar þarna er við með 8,5 tonn 5,5 tonn í lestinni og 3 tonn á dekki. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annað sem ég reiknaði ekki með var að fá vetrar veður í apríl að maður myndi þurfa að standa og hreinsa þessar rækjupöddur í blindbyl og austan kalda.

DSC_0997 

Mjög kuldalegt i apríl mánuði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alveg greinilegt að það er búið að vera mikill fiskur í Arnarfirði í vetur og stendur rækjan mjög innarlega og hefur hún ekki verið svona innarlega á þessum tíma síðan ég byrjaði að stunda þessar veiðar. Svo það er ekkert gaman að eiga við þetta einnig hefur verð á rækju lækkað mjög mikið er það nú þessari blessaðri krónu að kenna og honum Boris Johnson fyrir að koma þessari Brexit i gegn sem varð til þess að pundið féll og verð á rækju lækkaði því nánast öll rækja fer til Bretlandseyja allavega er verð til okkar miðað við sterlingspund þó við fáum rækjuna borgaða í íslenskum króna svona hefur þetta verið í mörg ár. Svo nú er þetta allt á sömu bókina lagt: léleg rækja, lítil kvóti og lélegt verð. Við köllum þetta L inn þrjú og þegar þau koma öll á sömu vertíð er það  versta martröð rækjusjómannsins.

DSC_0993

  

Eins og sagt er í auglýsingunni er er 1944 fyrir sjálfstæða íslendinga kokkurinn tekur þetta mjög alvarlega og er þetta í öll mál hjá okkur á vertíðinni hér er réttur mánaðarins.

 

 

 

 

 

 

Já þetta átti að vera skreppitúr ætlaði að fara út strax eftir páska að reyna veiða lúðu áður en grálúðan hefst í lok maí. En núna sýnist mér að ég eigi eftir allavega eina viku eftir páska á veiðum hér heima áður en hægt verður að halda út til Noregs. Nú verður bara sumarið að vera gott hjá okkur bæði á grálúðu og ýsunni seinna í sumar en við reiknum með sama útgerðarmynstur eins og undanfarin ár hjá okkur grálúða í maí og júni og svo flotlína í júlí og ágúst. Svo reynt við ufsa á línu í september, okt, nóvember.

DSC_0949

 

Framleiðslan hjá mér í Norge svona er þetta þegar maður er kominn með sitt eigið útgerðarhús eða sjohus eins nojarinn segir. En í vetur keypti ég mér bryggju og Sjóhus fyrir útgerðina og má segja að allt sé orðið fullt og verð ég að fara að huga að stækkun.

 

 

 

 

P3220277

 

 

Bryggjuhúsið okkar í Norge.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jakobsson við bryggjuna í Våg.

P3220266


Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband