Búinn að koma sér fyrir.

Já búinn að koma sér fyrir byrjað beita og búið að fara í fyrsta róðurinn.

WP_20150526_13_34_27_Pro

 

 

 

 

Já það var haldið í fyrsta róður í gær, voru teknir 8 balar þar af 3 balar með 300 króka svo það var 360 krókar á meðaltali í hverjum bala. Byrjað var á því að athuga hvort eitthvað líf væri að leggja flotlínu jú það var líf á 40 til 50 fm svo kallinn ákvað að leggja einn prufubala og athuga hvort ýsan væri komin upp í sjó ekki varð mikill árangur af þessari prufulögn 31 ýsa. Þá var ákveðið að fara með hina 7 balana og leggja þá á botninn. Eitthvað var kallinn ryðgaður á lögninni og hnýti hann saman vitlausann háls á 3 bala þ.e.a.s neðri hálsinn en ekki efri eins og á að gera þetta uppgvötvaði ég ekki fyrr en of seint þá tók ég það til ráðs að bakka og reyna redda þessu en við það fékk ég línuna í skrúfuna. Að lokum gekk þetta nú allt upp og þokkalegur afli fékkst í róðrinum.

 

Þegar ég var með línuna fasta í skrúfunni hvarflaði að mér að fara út fyrir og skera úr skrúfunni og hugsaði ég til Sigga Brynjólfs hann á áttræðisaldri gerði þetta þegar hann missti stýrið á Sölva fyrir nokkru síðan þá ætti þetta ekki að vera mikið mál fyrir mig rétt rúmlega fertugann manninn að bjarga þessu en ég guggnaði þá þessu og lét línuna bara vera og fékk svo kafara til að skera úr skrúfunni í dag þegar ég var kominn í land.

WP_20150527_15_27_08_Pro

 

 

Þetta er þriðja sumarið mitt hérna í Batsfirði en hann Svein á Minibanken er að koma hérna í fertugasta sinn og svo mig vantar dálítið upp á til að slá metið hans og kallinn er svo sannanlega mættur búinn að leggja vormlínuna og alveg örugglega farinn að láta beita flotlínuna ætlar svo sannanlega ekki að missa af sumri hérna upp frá kominn vel á áttræðisaldur og hann er eins og Siggi Brynjólfs hann er að þessu vegna þess að honum finnst þetta svo skemmtilegt.

 

Þessi tók fram úr mér í gærkveldi Osvaldsson á honum er nokkrir íslendingar þ.á.m skipperen og þeir alveg mokfiska þessir.

WP_20150527_00_14_54_Pro

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband