Rækja og fleira

 

Á nýju ári var haldið til Stykkishólms og var undirritaður mættur þangað 4. janúar og var þá Andri kominn einu sinni enn í slippinn og öxuldreginn aftur og i þetta skipti fungeraði allt eins og átti að gera og var báturinn tilbúinn miðvikudaginn 6. janúar en þá var ekkert ferðaveður svo það var landlega i Stykkishólmi fram á Laugardagsmorgun þegar siglt var áleiðis til heimahafnar eftir rúmlega tveggja mánuða útlegð í Stykkishólmi.

DSC_0137

 

Andri BA-101. tilbúinn til fyrir heimferð í Stykkishólmi fyrir rétt rúmri viku.

 

 

 

 

 

 

 

 

Já og rækjuveiðar á Andra BA-101 eru hafnar og er búið að fara i 5 róðra í blíðskaparveðri og hafa aflabrögð verið svona þokkalega rétt um 3 tonn á dag svo fyrstu viku var lokað á 15 tonnum. 

DSC_0149Eins og undanfarin ár eru við hjónin í áhöfn held ég þetta sé 5. rækjuvertíðin okkar.

Á togin í rjómablíðu  

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Noregi er það að frétta þar liggur Jakob og bíður eftir áhöfninni sem er væntanleg um mánaðarmótin og þá er hugmyndin að fara á stað. En mikið er um að vera hjá kallinum í Noregi er búið að stofna nýtt hlutafélag í kringum útgerðina Jakobsen Fisk AS. Og nú er verið að vinna í því að kaupa aflaheimildir og jafnvel stærri bát. Og er útgerð og útgerðarmaður fluttur til Sör Arnöy frá Örnes og er því kominn í nýtt sveitafélag.

DSC_0156

 

Og að sjálfsögðu var steikt rækja á rækjuvertíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_6942

 

 Venjulegur morgun á rækjuveiðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 134398

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband