11.4.2013 | 18:13
Henningsvær
Já nú róum við frá þessum gamla lofotenbæ " Henningsvær" þar sem hefur verið róið til fiskjar lengi eða frá því í kringum 1700. Þessi bær sem er byggður upp á hólmum og litlum eyjum einu samgöngur við fastalandið var ferjusamgöngur allt til 1983 þegar Henningsværbroa var byggð. Margir vilja meina þess vegna hafi bærinn varðveitst eins og hann er engar steinsteypublokkir byggðar í skjön við umhverfið og bæinn sjálfann.

Þessi er en starfandi hérna en þetta fyrirtæki var stofnað 1868, gaman að þessu að sjá svona gömul fyrirtæki en starfandi þó sérstaklega í sjávarútvegi.
Það er búið að vera kaldaskítur síðustu tvo daga en nú lofar hann fínu veðri næstu daga svo vonandi verður eitthvað kropp en við vorum með 2,1 tonn í dag í 50 net erum farnir að leggja aðeins meira og munum fjölga netum á morgun þannig að eftir morgundaginn verðum við komnir með 60 net. .

Og auðvita eru hjallar hérna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. apríl 2013
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar