Lofoten löngu búinn

Og undirritaður bara með tærnar upp í loft á Íslandi.

DSC_0982

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já við kláruðum þorskkvótann þarna í mars og fórum svo með bátinn í heimahöfn og svo var skrepputúrt til Íslands að veiða Arnarfjarðarrækju en planið gekk ekki alveg upp reyndist erfitt að fá kaupanda af rækjunni svo fyrsta vikan fór bara í það sem og að fá haffæri á bátinn. Var haldið í fyrsta róður föstudaginn 31 mars og er búið að fara í fimm róðra og fá um 12 tonn af rækju. Núna í dag er komið vika síðan við lönduðum síðast en vegna tunglstöðu komu páskar akkúrat inn í þegar ég ætlaði að veiða rækjuna og  svo þetta var frekar erfitt púsluspil.

DSC_0989

 

Annað sem er öðruvísi nú er að nú verðum við á Andra að sigla með aflann til Þingeyrar já við löndum rækjunni á Þingeyri og er það heljarferðalag á Andra því hann er ekki viljugur til að fara of hratt yfir svo sigling með löndun og aftur á veiðislóðir tekur svona ca 10 tíma.

 

 

 

 

DSC_0998

 

Sigling með aflann til Þingeyrar þarna er við með 8,5 tonn 5,5 tonn í lestinni og 3 tonn á dekki. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annað sem ég reiknaði ekki með var að fá vetrar veður í apríl að maður myndi þurfa að standa og hreinsa þessar rækjupöddur í blindbyl og austan kalda.

DSC_0997 

Mjög kuldalegt i apríl mánuði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alveg greinilegt að það er búið að vera mikill fiskur í Arnarfirði í vetur og stendur rækjan mjög innarlega og hefur hún ekki verið svona innarlega á þessum tíma síðan ég byrjaði að stunda þessar veiðar. Svo það er ekkert gaman að eiga við þetta einnig hefur verð á rækju lækkað mjög mikið er það nú þessari blessaðri krónu að kenna og honum Boris Johnson fyrir að koma þessari Brexit i gegn sem varð til þess að pundið féll og verð á rækju lækkaði því nánast öll rækja fer til Bretlandseyja allavega er verð til okkar miðað við sterlingspund þó við fáum rækjuna borgaða í íslenskum króna svona hefur þetta verið í mörg ár. Svo nú er þetta allt á sömu bókina lagt: léleg rækja, lítil kvóti og lélegt verð. Við köllum þetta L inn þrjú og þegar þau koma öll á sömu vertíð er það  versta martröð rækjusjómannsins.

DSC_0993

  

Eins og sagt er í auglýsingunni er er 1944 fyrir sjálfstæða íslendinga kokkurinn tekur þetta mjög alvarlega og er þetta í öll mál hjá okkur á vertíðinni hér er réttur mánaðarins.

 

 

 

 

 

 

Já þetta átti að vera skreppitúr ætlaði að fara út strax eftir páska að reyna veiða lúðu áður en grálúðan hefst í lok maí. En núna sýnist mér að ég eigi eftir allavega eina viku eftir páska á veiðum hér heima áður en hægt verður að halda út til Noregs. Nú verður bara sumarið að vera gott hjá okkur bæði á grálúðu og ýsunni seinna í sumar en við reiknum með sama útgerðarmynstur eins og undanfarin ár hjá okkur grálúða í maí og júni og svo flotlína í júlí og ágúst. Svo reynt við ufsa á línu í september, okt, nóvember.

DSC_0949

 

Framleiðslan hjá mér í Norge svona er þetta þegar maður er kominn með sitt eigið útgerðarhús eða sjohus eins nojarinn segir. En í vetur keypti ég mér bryggju og Sjóhus fyrir útgerðina og má segja að allt sé orðið fullt og verð ég að fara að huga að stækkun.

 

 

 

 

P3220277

 

 

Bryggjuhúsið okkar í Norge.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jakobsson við bryggjuna í Våg.

P3220266


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ágætt lýsing á veiðiskap í tveimur löndum. Hvernig þú ferð að þessu er ekki á færi margra. Hvað þá að vera í tveimur óbilgjörnum skattkerfum. Skapa verðmæti og grundvöll fyrir fjölda starfa. Langt stím inn á Dýrafjörð, er ekki bílfært frá Bíldudal til Þingeyrar?  Hvað með að sigla á milli vertíða langt norður í Noregshaf?

Þú talar um grálúðu, sigin þorsk og rækju, allt herramanns matur. Asíubúar sem hingað koma lofa fisk úr óspiltum höfum og kunna að matreiða hann án þess að tapa bragðefnum. Fiskisúpa eða glóðsteiktur fiskur á dekki um borð í útsýnisskipi um Arnarfjörð væri toppurinn. Sama og þeir gera í Stykkishólmi. Góðar stundir í miðnætursól við Lofótein.

Sigurður Antonsson, 13.4.2017 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 134499

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband