Helsta nýtt

Ég hef ekki skrifað mjög lengi er trúlega lengsta ritstífla sem ég hef haft síðan ég byrjaði með bloggsíðuna mína. Eigum við ekki segja ég sé búinn að vera mjög upptekinn undarfarna mánuði. Síðasta blogg var 27.04.2018. En margt hefur gengið á síðan 27.04 þegar ég var staddur í Svolvær fá bátinn skoðann, heil sumarvertíð er búin sem inniheldur grálúðu, ýsu og þorsk.

IMG_20180904_195941

 

Heilt yfir gekk sumarið vel og er eiginlega besta sumarið hjá okkur í þessari útgerð sem spannar nú á fimmta ár. Við rérum á línu í sumar með botnlínu,flotlínu og vormlínu.  Sumarið 2018 í Finnmark var líka með besta móti og komu dagar sem maður óskaði þess að hafa loftkælingu í húsinu. Heitasti dagurinn sjónum var 22 gráður og var þá verið að draga línu útaf Persfjörð sem er fjörður rétt vestan við Vardö til gamans var kaldasti dagurinn hjá okkur á vetrarvertíðinni -18 gráður.

Eftir að vera hálfpartinn búsettur í Noregi síðustu 8 ár tók fjölskyldan öll stóra skrefið í sumar og fluttum öll varanlega til Noregs. Var það frekar skrýtið að pakka saman á Dalbraut 30 eftir 20 ár þar og komu upp margar minningar sem nánst voru gleymdar en til gera langa sögu stutta fluttum við frá Íslandi 17 ágúst og byrjuðu yngstu börnin i framhaldsskóla hér þann 20 ágúst. Í fyrsta sinn síðan feb 2011 erum við hjónin með sama heimilsfang en við höfum undanfarin 7 ár verið skráð sem hjón ekki samvistun hjá Hagstofu Íslands en nú höfum við bæði sama heimilsfang en ekki lengur hjá Hagstofunni heldur hjá Folkeregistering en við búum á litlum stað sem heitir Sörfinnset og við búum við Sörfinnsetveien 12.

 

Það var kannski skrýtið að kveðja Bíldudal eftir nánst 45 ár samfelda sögu því að sjálfsögðu á ég margar  góðar minningar en einnig nokkrar daprar sem er tengdar Bíldudal en hvort það sé staðnum sem slíkum að þakka eða fólkinu sem var með mér skapa þessar minningar er svo allt önnur saga en að  kveðja var ekki eins  erfitt og ég hélt það yrði  ég var í raun löngu síðan fluttur og nánst búinn að kúpla mig út úr því daglega. Má segja eina sem tengdi mig við Bíldudal síðustu árin var fjölskyldan, sagan og traustir vinir en eins og einhver sagði þar sem manni líður vel og hefur sína hjá sér á maður heima enda er hver staður bara punktur i stóra heiminum svo orðið heima er eiginlega smá afstætt kannski ef ég kynni að spila á gítar,syngja og drekka rauðvín eins og kollegar okkar fyrir vestan okkur segja sé eina sem Bíldælingar kunna að gera væri söknuðurinn kannski meiri hver veit.

DSC_0136

Stundum er sagt að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi kannski er það rétt þar sem ég hef sett smá spurningarmerki við Laxeldi  sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér en ég hef sagt mínar efasemdir sem reyndar eru ekki bara byggðar á sandi ég átti rauninni smá hagsmuni var og er aðili að rækjuútgerð sem hefur nýtt Arnarfjörðinn til framfleyta sér og sínum lengi undir ábyrgu eftirliti. Eftir að hafa tjáð mig aðeins um þennan málaflokk var mér bent á það frekar pent svo ég sletti smá að þetta kæmi mér hreinlega ekkert við því kennitalan mín væri ekki skráð á Bíldudal. Ég ætla vona að öll sjónarmið fái hljóma á Bíldudal í framtíðinni óháð hvar kennitalan á heima þannig að staðurinn nái þroskast og dafna með þessum nýju atvinnumöguleikum sem laxeldi er og sjái að á öllum peningum eru tvær hliðar.

Að allt öðru þá er vonandi bjart framundan hjá okkur fjölskyldunni við höfum náð að byggja upp litla fjölskylduútgerð hérna og erum við að láta smíða fyrir okkur nýjan bát sem verður afhendur í lok nóvember 2018 og verður það þriðji báturinn sem við eignumst með hjálp bankanna hérna megin við stóra fjörðinn. Og mun hann fá nafnið Jakob. Jakobsson er seldur og verður afhendur nýjum eiganda nú október.  Í september keypti Svanur Þór sonur minn sinn fyrsta bát litla trillu sem hann ætlar að fiska á en hann réri með okkur í sumar og fjárfesti hann fyrir hlutinn sinn. Mér finnst þetta alveg frábært að þetta skulli vera hægt ennþá hér að ungir menn sem hafa áhuga geta keypt sér trillu og aflað sér tekna utan borga stórfé fyrir aðganginn að fisknum.

00001IMG_00001_BURST20180902192440


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband