Komið nýtt blogg

Langt síðan ég hef skrifað hér inni, eða 7 mánuðir, margt hefur gerst í mínum málum Jakobsson+ N-19-G var seldur og heitir núna John Martin og er skráður í Batsfjord. Ég réri Magny sem var 15 metra timbur bátur haustið 2018. Frá Janúar hef ég nánast verið í Stykkishólmi þar sem nýi báturinn okkar er byggður, átti hann að vera tilbúinn í janúar en nú er komið apríl og smíðin er á lokametrunum.

IMG_20190413_163709

 

 

 

 

 

 

Báturinn hefur fengið nafnið Jakob eftir föður mínum og hefur fengið fiskinúmerið N-5-G, vonast ég til að geta siglt honum heim til Noregs eftir páska. Í byrjun april fékk ég norskann ríkisborgararétt og afsalaði ég mínum íslenska ríkisborgararétti þar sem Noregur býður ekki ennþá upp á tvöfald ríkisfang. Þar sem ég er orðinn norskur ríkisborgari get ég nú eignast báta yfir 15m og stærri kvóta. En ég gat ekki átt meira en 40% í hlutafélagi í norskum sjávarútvegi sem erlendur ríkisborgari svo þessi staða var farin áhrif á hlutafélagið mitt en nú er ég orðinn norskur og get eignast félagið allt þess vegna. 

IMG_20181110_130010

 

Gamli Jakobsson orðinn blár og fengið nafnið John Martin F-19-BD

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_20190220_160747

Svanur Þór fékk bátinn sinn Lovísu skráðann sem fiskibát og hefur hann fengið skráningarnr N-29-G, er því komnir tveir fiskibátar í fjölskylduna hér úti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_20181201_055451

 

Magny N-444-ME við koma úr róðri af Nordkappbanka, Og var allt fullt þarna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Andraútgerðin liggur í dvala og virðist ekkert liggja fyrir en Andri fari í brotajárn er dálítill eftir sjá eftir þeim fína báti en hann liggur á Bíldudal og er farinn að verða dálítið rústaður og farinn gera sér grein fyrir örlögum sínum Hef þetta ekki lengra að sinni og ætla reyna að vera duglegri að blogga í sumar á nýja bátnum

IMG_20181228_124750

Sigling á Lovísu í Sörfirðinum þar sem við höfum haft vetursetu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband