26.1.2013 | 12:10
100 tonna múrinn rofinn
Já á fimmtudaginn rufu við 100 tonna múrinn á Andra BA-101 eftir frekar rólega byrjun á nýju ári hefur gengið bara ágætlega síðustu daga. Já byrjunin var léleg hjá kallinum og hélt hann á tímabili að hann hefði gert einhvern andskotann í trollinu og var því allt yfirfarið aftur og allt reyndist eðlilegt, á tímabili hafði hásetinn orð á því að hún væri sennilega í skipsrúmi hjá Forrest Gump svo lítið fannst henni ganga. Aðal ástæðan fyrir lélegum aflabrögðum fyrstu þrjá dagana var einfaldlega það enginn rækja var þar sem kallinn ákvað toga.
En núna er staðan svo að rétt þrjú tonn eru eftir af úthlutuð kvóta í Arnarfjarðarrækju. Og tel ég nánast öruggt að við klárum þetta í næstu viku.
Höfum við verið tveir á miðunum Andri og Egill ÍS því strákarnir á Brynjar hafa ekki róið nema þrjá róðra síðan okkur var leyft að byrja eftir áramót það helgast af veikindum en flensa hefur hrjáð þá. Egill hefur hinsvegar róið alla daga.

Lítið að gera hjá hásetnum eftir áramót miðað við í haust og þá er tíminn notaður til að skoða internetið t.d Facebook.

Sólin heiðraðri okkur í vikunni og þarna er hún að rísa yfir Hokinsdalinn það var ánægjulegt að fá sólina aftur

Egill ÍS að taka trollið í vikunni.





Gíslasker.
Veiðin hefur nú nánst öll verið fyrir utan sker þ.e.a.s rækjan hefur gengið utar sem er auðvita jákvætt minna stím og mikið þægilegra veiðisvæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2013 | 12:23
Enn er jólafrí
Já enn er jólafrí hjá rækjusjómönnum í Arnarfirði, það var á stefnuskrá að aflétta fríinu þann 10 janúar en vegna þess að Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði var ekki tilbúinn til að taka á móti rækjunni var ekkert í stöðunni nema framlengja fríið. Tíminn hefur svo sem verið notaður vel eftir þrettándann veiðarfæri yfirfarið og hefðbundu viðhaldi sinnt.
Og nú er þetta að verða gott og kallinn farinn að ókyrrast, því frá annari bækistöð er farið að heyrast að sjá norski (þorskurinn) sé farinn að sýna sig og bátar farnir að verða varir og ekki langt að bíða þangað til hann verður kominn og vertíð hefjist í Lofoten. Skreien kommer eins og þeir segja. Blikur er nú samt á lofti varðandi verðlag og annað en það mun ekki breyta göngum þorsksins hann mun koma og það í miklu magni.
Þegar ég var lítill að alast upp hér á Bíldudal voru bátar alltaf teknir í fjöru til viðhalds svo sem bolskoðun á vorin eða sumrin en ekki var mikið um að bátar færu í fjöru í janúar en það gerðist nú þegar strákarnir á Brynjari BA-128 tóku hann í fjöru til lögbundinnar bolskoðunar.

Brynjar BA-128 í fjörunni í vikunni.

En má nú segja að veðurfar þegar Brynjar var í fjörunni var ekki janúarlegt frekar að það væri vor í lofti.
Og svo að lokum ein mynd af Andra BA-101 tilbúinn fyrir seinni hálfleikinn í Arnarfjarðarrækjunni

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2013 | 22:10
Jólafrí senn á enda
Jæja nú eru allar hátíðir að baki og ekkert nema bíða eftir páskunum eins og Elías sagði forðum en að sjálfsögðu kemur Þorrablótið á undan hjá okkur fullorðna fólkinu. Byrjað er að útbúa Andra BA-101 fyrir seinni hálfleikinn á Arnarfjarðarrækjunni og vonandi verður hann styttri , laus við allar bilanir og hagstæðara veðurfar.

Trollið var tekið upp á bryggju í gær og lengja og fiskilína mæld upp svo og grandarar einnig gert við gamlar syndir (leisningar og fleira)
Að öllu óbreyttu verður fyrsti dagur sem haldið verði til veiða á pödduna á því herransári 2013 10. janúar næstkomandi.

Allur snjór sem kyngdi niður á Bíldudal eftir jól er bara farinn og t.d var 7 stiga hiti í gær föstudag þegar verið var að vinna í trollviðgerðum á bryggjunni.
Já löngu jólafrí rækjusjómanna lokið eða við það að ljúka, já það er lúxus að vera á Arnarfjarðarrækju unnið í tvo mánuði og þar af annar mánuðurinn í jólafrí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 136114
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar