30.10.2013 | 17:22
Rækjuvertíð senn lokið.
Að öllu venjulegu væru vertíðarlok í Arnarfirði í Janúar eða febrúar en ekki í byrjun nóvember. Opnað var fyrir rækjuveiðar í Arnarfirði 21 okt og nú miðvikudaginn 30 okt er búið að veiða yfir helming af kvóta reyndar var kvótinn ekki stór rétt um 200 tonn samt er þetta alveg svakalega góð byrjun því hver bátur er einungis búin að fara í 5 sjóferðir og einn bátur er reyndir búinn með kvótann Ýmir BA-32 sem er alveg fantagóð veiði en hann er með rúm 16% af heildarkvótanum, svo ekki er nú mikill kostnaður hjá þeim þessa vertíðina. Aðrir bátar eru með meiri kvóta.
Við á Andra eru búin að fiska rétt rúm 30 tonn og eigum eftir 16 tonn.

Ýmir BA-32 að taka trollið á mánudaginn.

Egill að hífa strákarnir komnir upp tilbúnir.

Ýmir og Brynjar að mætast fyrir utan Glúfrá í gær.

Ýmir BA-32.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2013 | 17:56
Rækjan hafin og gengur vel.
Já rækjuveiðar eru hafnar í Arnarfirði og er óhætt að segja að þær ganga vel. komin yfir 61 tonn á land á Bíldudal. Aflahæðstur er Ýmir með 22,4 tonn Andri með 16,8, Brynjar með 15,1 tonn svo landaði Egill ÍS hérna einu sinni 7,2 tonnum. Síðan er Egill búinn að landa tvisvar á Þingeyri. Svo ég myndi skjóta á að veiðin sé komin langt yfir 70 tonn á þremur dögum, og þess má geta að hver bátur er einungis búinn að fara þrjár sjóferðir. Sem sagt 35% af kvótanum búin á þremur dögum.
En þrátt fyrir þessa flottu veiði stefnir í styðstu vertíð í Arnarfirði trúlega síðan veiðar hófust því með þessu áframhaldi og veður leyfir gæti kvótinn nánast verið búin í lok næstu viku. Reyndar er kvótinn í sögulegu lágmarki fyrir utan þegar veiðar voru alfarið bannaðar.
Þar sem undiritaður hefur gleymt að taka með sér myndavélina á þessari vertíð verð ég að setja gamlar myndir
.

Ýmir BA fyrir ári síðan.

Arnarfjarðarrækja að renna niður lestina rauða gullið.

Egill ÍS að taka trollið.

Andri BA-101

Og Brynjar BA
Þannig að nú eru komnar myndir af öllu rækjubátnum sem hafa veiðileyfi í Arnarfirði þessa vertíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2013 | 22:13
Beðið eftir Dröfn (Dröfn kom og fór.
Já, sumir bíða eftir jólunum aðrir eftir sumrinu en rækjusjómenn í Arnarfirði bíða eftir Dröfninni þ.e.a.s rækjurannsóknarskipinu Dröfn RE-35.

Því á hverju hausti kemur Dröfn RE-35 í fjörðinn hlaðin af sérfræðingum bæði að sunnan (S.A.S) einnig fylgja með sérfræðingar frá Ísafirði.
Eftir að Dröfn kemur byrjar svokölluð sálarkreppa hjá rækjusjómönnum sumir fyllast bjartsýni aðrir svartsýni þetta ástand varir í fjóra daga eða á meðan rannsókn stendur yfir, heyrir maður t.d, þetta er búið, aldrei rækja meir og svo á jákvæðnum nótum þetta lítur vel út, þetta verður gott finn það á mér. Og á tölvuöld er reyndar hægt að fylgjast með hverri hreyfingu skipsins í gegnum A.i.s. á síðunni Marine traffic fylgjast menn þá nánst með hverri hreyfingu skipsins telja hölin heyrist þá stundum þeir voru ansi lengi að taka trollið við Urðarhlíðina ætla það hafi verið bomsa ( orð yfir stór höl á innanfjarðarrækju) svo kemur svartsýnin þetta hefur örugglega verið grjót. Svo herða menn sig upp og hringja í Gunna skipstjórann til að spæja um árangurinn.

Og hér sjáum einmitt tvo góða ræða málin eftir annan dag nr 2Hlyn rækjusjómann og Gunna skipstjóra á rannsóknarskipinu Dröfn.
En hvað um það dómsdagur kom í dag þ.e.a.s. loka dagur rannsóknar og í þetta sinn var árangur undir væntingum síðuritara og því miður fannst ekki nógu mikið af rækju og var hún á takmörkuðu svæði sem reyndar hefur verið í mörg ár. Þessi rannsókn gaf mun minni veiði heldur en rannsóknin í fyrra.
Þá hefst sálarkreppa nr 2 hjá Arnfirzkum rækjusjómönnum það er að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar tekur það yfirleitt nokkra daga frá því að rannsókn líkur en það er öðruvísi bið hjá rækjusjómönnum því við fáum svona nokkurnveginn að vita þetta mikilvægasta strax hvort rækja verður leyfð eður ei og hvort kvóti verður mikill eða lítill og í þessu tilviki verður kvótinn því miður lítill og þá er bara bíða hversu lítill hann verður það er sálarkreppa nr2.

Andri og ýmir tilbúnir í slaginn þó lítill verði.
En þó svo að rannsóknin hafi ekki farið vel þá er nú alltaf fallegt í Arnarfirði.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 184
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar