Önnur vikan hafin

Nóg hefur verið að gera um borð í Öyfisk að gera klárt og nú er farið að halla á seinnihlutann. Nánast allt er orðið klárt, nema netarúllan er ekki komin ennþá eins er með glussalagnir sem pantaðar voru.

Lofotenfiskeríið er ekki byrjað nema að utanverðu ekki kominn fiskur að innanverðu eða við eyjuna Röst. En sennilega gerist það í þennan straum og nú hefur hann blásið hraustlega frá SW og þá kemur fiskurinn segja þeir. Mikill ótti er með að fá löndun fyrir aflann, og er jafnvel talið að sumir fái bara ekki löndun. Aðaláherslan í Lofoten er að hengja upp í skreið og nú er talað um að um leið og hjallarnir fyllast muni verkanirnar loka vegna þess að þær hafa ekki nein kaupanda af fiskinum ( gæti verið möguleiki fyrir Íslendinga að fá fisk) í fyrra t.d fór allur umframfiskur þegar hjallarnir eru orðnir fullir í saltfiskvinnslu á Álasundssvæðið en nú hafa verkendur þar ekki eins mikinn áhuga að kaupa fisk eins áður vegna sölutregðu.

Við erum með löndun klára bæði í salt eða í skreið, skreiðaverkunin borgar heldur betur eða um 14,5 kr(290 íslenskar). á kg á meðan saltfiskverkunin borgar 12,0 (220 íslenskar).

 

P2240004

 

Hér sjáum við spilið komið á sinn stað. Vantar samt rúlluna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P2240006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Niðurleggjari kominn á sinn stað 

P2240011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo getur verið að við förum einnig á Holmvaag sem er svona venjulegur vertíðarbátur eins og þeir voru í eina tíð. Já það getur verið að við tökum kvótann á hann einnig hvort það verður fyrst eða eftir að búið verði að veiða kvótann á Öyfisk. kemur ljós í lok vikunnar.

P2240009

 

 En hér sjáum við niður á Holmvag og er hann klár til að fara á stað.

 

 


Netaspilið komið á sinn stað.


Já í dag kláruðum við að koma netaspilinu á sinn stað og núna er að byrja smiða rennur frá því og niður á millidekk. 
Norge 2013feb2 033
 
Svo er að útbúa slægingaraðstöðu og koma niðurleggjaranum fyrir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Norge 2013feb2 034
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Veður hefur leikið við okkur bæði í dag og í gær svo það hefur hentað vel til úti vinnu.
Norge 2013feb2 024
 
Hérna er ég að bíða eftir að komast að kajanum, þarf að færa Holmvag fyrst.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Norge 2013feb2 028
 
Ole Skotheimsvik að gera klárt til að færa Holmvag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hérna er svo mynd af kaiakanten þar sem ég er með litla íbúð og er skráður til heimilis
Norge 2013feb2 025
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Lítið um að vera

Já rólegt í Norge nógur tími til blogga. Öyfisk er orðinn klár fyrir næsta verkefni en það er að taka um borð netaspilið og koma því á réttann stað. Vonandi verður hægt að byrja á morgun en þá fjölgar líka í áhöfninni svo þetta er allt að koma.

Eftir vinnu var tekinn smá bryggjurúntur en  mjög gott veður var í dag.

P2170018

 

Höfnin í Reipa í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessi er greinilega búinn að læra eitthvað að íslendingum karavæddur.

P2170026

 

 Hefði nú kannski átt að kaupa minna kar heldur en 660 ltr kemst ekki niður lest nema stækka bátinn.

En hvaðan skildi nú karið koma frá.?

 

 

 

 

 

 

 

 

P2170028

 

Jú frá Ísafirði merkt því mikla aflaskipi Guðbjörgu ÍS 46. Þannig má segja að karið muni sinn fífill fegri en svo má segja að eins manns dauði er annars manns brauð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


Þá er það Noregur

Já nú kallinn kominn til Noregs og ætlunin að reyna veiða nokkra þorska koma Öyfisk í drift.

Öyfisk liggur akkúrat á sama stað og þar sem við Hlynur skildum við hann við gömlu trébryggjuna. Eftir að búið var að fara yfir það helsta í gær og í dag gangsetti ég allt í dag og allt virkaði eins og í haust. Það er búið að vera kalt hérna frostið hefur farið niður fyrir 11 gráður og eitt vatnsrörið í Öyfisk þoldi það ekki og sprakk svo nú er verið að skipta um það en á meðan er ekkert  vatn í skipinu.

Norge feb2013 013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Það má segja að það sé frekar vetrarlegt hérna snjór og kalt ekkert skilt við fyrirheitnalandið

Norge feb2013 001

 

 Veðurfræðingarnir eru eitthvað að lofa betri tíð það eigi að hlýna og byrja rigna. En í dag var hitastig við frostmark og t.d var snjókoma hérna í Örnes en þegar maður keyrði út í Reipa sem er svona ca 10 mín akstur frá Örnes var snjókoman orðin að rigningu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Norge feb2013 008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá findusvörur í búðinni í dag en ekki lasagne, þar sem ekki var til lasagne  keypti ég, mér hakk af storfe (stórgripum) hefði látið það vera ef það hefði verið að smáum dýrum .

 


Rækjukvótinn búinn.

Arnarfjarðarrækjukvótinn á Andra BA-101 er búinn. Má segja að vertíðin hafi gengið vel fyrir utan smá byrjunarörðugleika sem tafði skipið frá Veiðum. Fyrst má nefna gírinn sem hætti virka svo fór vatnsdæla á aðalvél. þessar bilanir urðu til þess að við vorum tvisvar slefað í land af sama skipinu Ýmir BA og svo að lokum þá var tíðin óvenjuslæm í nóvember. En að öðruleiti gekk vertíðin vel.

 Heildarafli á vertíðinni var rúm 112 tonn sem voru veidd í 37 sjóferðum. Besta ferðin gaf 7,5 tonn og sú lélegasta var 167 kg. Sú sjóferð var reyndar mjög stutt vegna bilunar. Meðalafli í sjóferð var því 3,027 tonn í sjóferð. Lönduðum við hjá Rækjuvinnslunni Kampa hf á Ísafirði gekk það mjög vel að öllu leiti. Tekið var langt jólafrí eða rúmur mánuður hættum við 7. des og hófum róðra aftur 14. janúar. 

 

Nú er búið að taka öll veiðarfæri frá borði og Andri kominn í langlegu, Verður að öllu óbreyttu ekki hreyfður fyrr en á næstu vertíð sem gæti hafist í lok okt á næstkomandi.

IMG_1371

 

Síðasta rækjulöndunin á vertíðinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1382

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1385

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Feb. 2013
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 136107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband