Það gengur hægt.


Já það má segja það gangi seint hjá okkur að komast af stað. Það er loksins byrjað að beita en má segja þetta væri eins og að starta fyrirtæki að koma þessi í gang.
Berlevag 003
 
 
Fyrstu balarnir komnir í frost. Við erum með tvo sem eru beita og svo eru tveir á leiðinni allt Litáar. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vonandi komumst við á Laugardaginn Verkunin tekur ekki á móti fiski á Laugardögum og sunnudögum. Já ekki er allt eins og planað var við heldum að við fengum að landa blóðguð fiski en það er nú alls ekki raunin verðum að slægja allt. Svo þetta er ekki allt eins og það átti að vera.
Berlevag 006
 
 
Beitingaskúrinn eða egnebua eins þeir norsku segja og vagninn sem sést á myndinni er fyrir balana.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo í restina koma nokkrar bátamyndir.
 
Berlevag 004
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Berlevag 012
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Berlevag 013
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Berlevag 014
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Berlevag 015
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Berlevag 012
 
 
Hérna er Eidvagfisk við hjálpuðum þessum að bæta snurvoða fyrir nokkrum dögum, það eru tveir bræður sem eiga þennan keyptum hann á rúmar 9 miljónir norskar með kvóta, fengum lán eða styrk frá sveitafélaginu sem þeir búa í sem þeir þurfa ekki að borga til baka nema þeir selji bátinn eða flytji með hann í annað sveitafélag þetta eru flottir strákar með brennandi áhuga á fiskiveiðum og öllu sem viðkemur þeim.  

Komnir á leiðarenda. Berlevaag


kl 0400 í nótt komum við til Berlevag eftir rúmlega 62 klst siglingu frá Bodö via Tromsö til að taka olíu.
Í morgun byrjuðu svo bátarnir að koma inn hver af öðrum alveg mok á snurvoðinni en slakara á línuna. Mikil loðna er upp á grunninu. Og þorskurinn líkar þessi loðnuveisla vel. Þessi dagur fór eiginlega fyrir lítið fengum ekki lykla af beitingarskúr eða af íbúðinni fyrr en seinnipartinn, svo kom í ljós að við verðum sjálfir að panta beitu og króka og auðvita fengum við að vita það of seint.
 
En við náðum þó að láta tímann líða því það kom einn snurvoðabáturinn inn með rifna snurvoð og enginn kunna að bæta um borð svo við félagarnir tókum í nál og hjálpaðum þeim að bæta nótina og við íslendingarnir vorum sko ekki lengi af því. En mjög algengt er að það séu ekki margir sem kunna að bæta á snurvoðarflotnum. Fengum við borgað 500 kr norskar á mann en við íslendingarnir voru nú ekkert á því að taka borgun fyrir en þá var peningunum bara troðið á okkur.
 
Svo nú erum við búnir að koma okkur fyrir og á morgun koma beitngarmennirnir og vonandi beitan.
 
 
Á leiðinni Norður heilsuðum við upp á Björn Björnsson ( Písa) en hann er á trillu sem er gerð út frá Kjöllefjord hérna rétt fyrir vestan okkur. Hann Bjössi er búinn að þvælast hérna í Noregi lengi og reynt margt en hann kann best við sig á trilluhorni og vera sinn eigin herra samt er hann sko ekki sjálfstæðismaður segist vera með ofnæmi fyrir flokknum og það sé stærsta ástæðan að hann flutti frá Íslandinu góða.
 
Finnmörk 2013 nr1 069
 
 
Sko hér sýnir kallinn okkur flottann þorsk sem hann fékk á skakinu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 068
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 071
 
 
Kallinn flottur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
Frá Bjössa héldum við áfram Austur. 
 
Á leiðinni mættum við þó nokkrum skipum og þegar við sigldum framhjá Honningsvaag voru þrjú farþegaskip í höfn þ.á.m. Queen Elisabeth II.
 
Finnmörk 2013 nr1 058
 
 
Held hún sé 395 m.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 057
 
 
Farþegaskipin í Honningsvag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við fórum ekki fyrir Nordkapp en við fórum í gegnum Havoysund.
 
Finnmörk 2013 nr1 026
 
 
 Að koma að Havoysund.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 030
 
 
 
Havoysundið
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 034
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 038
 
 
 
Þetta kannast maður nú síðan maður var púki gamlir bátar upp á kampi sem hægt var að leika sér í. Held það sé langt síðan þessir hafa verið í drift.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 042
 
 
Kirkjan í Havoysund.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 048
 
 
 
Komnir í gegnum Havoysund.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og nú erum við í Berlevag.
 
Finnmörk 2013 nr1 076
 
 
 
Berlevaag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 084
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Finnmörk 2013 nr1 085
 
 
Þessi bryggja var ekki byggð í gær. En ennþá notuð eitthvað. Samt ekki undir fiskflutinga varla hélt mér þegar ég gekk út á hana en við lágum við þennan kaja í nokkra tíma í dag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Þetta mjakast.


Ferðalagið norður eftir gengur vel í gærkveldi komum við Til Tromsö og þar fylltum við með olíu og fengum okkur að borða og röltum aðeins um miðbæinn. Í Tromsö vorum við tæplega hálfnaðir þ.e.a.s á ferðalaginu Bodö-Berlevag. Frá Bodo til Tromsö voru rétt um 180 sjómílur en frá Tromso til Berlevag eru 245 sjómílur.
Áætlaður komutími í Berlevag ef allt gengur að óskum er kl 0300 í nótt 17. júní.
 
Gróður hefur minnkað mikið og snjór er farinn að ná fram í fjöru þannig að Finnmörk er smátt og smátt að taka við.
 
Bodo tromso 2013 001
 
 
Vestfjorden kvaddur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bodo tromso 2013 011
 
 
Þessi mættum við á Leiðinni
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bodo tromso 2013 012
 
 
Og hérna rennur hann framhjá okkur í
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bodo tromso 2013 025
 
 
Tromsoy mættum við einnig þarna hafa íslendingar verið þ.á.m Halldór Jóhannsson sem skipstjóri.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bodo tromso 2013 030
 
 
Þessum mættum við líka á leiðinni " Nordlandsbátur" á siglingu efast nú samt um að hann sé að fara um Finnmörku á vertíð.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bodo tromso 2013 039
 
Tromsö heilsar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bodo tromso 2013 041
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í Tromsö held ég að ég hafi rekist á gamlann kunningja.
Bodo tromso 2013 058
 
 
Samt er ég ekki alveg viss, fór um borð og þóttist kannast við mig, og það sem mér fannst mest styðja þá kenningu að þetta væri Stapi BA-65 áður Árni ÓF að ég sá ummerki eftir dráttarlúguna sem við settum á bátinn út í Noregi árið 1993 en búið er að fjarlæga hana. Þetta er annað hvort Stapi BA eða Mummi GK áður Guðbjörg RE en það voru systurskip.
Ef þetta er Stapi þá er þetta fyrsta skipið sem ég var " Yfirvélstjóri á " 

Jæja

Já jæja nú má segja að siglingin á Stromoygutt sé loksins hafin en við erum byrjaðir að sigla frá Bodö til Finnmörku þar sem planið er að reyna fiska eitthvað með línu. Við lögðum af stað frá Örnes á miðvikudaginn til Bodo en þar þurftum við að láta setja nýja siglingatölvu nýja rafræna afladagbók og tengja internetið. Tók það alveg tvo daga og lögðum við af stað frá Bodo áleiðis til Tromsö fyrir rétt rúmum tveimur tímum. Áætlaðir komutími til Tromsö er kl 1500 á morgun þar munum við taka olíu eða bunker eins og norðmenn segja. Það verður stefnan sett til Hammerfest og þaðan svo austur til Berlvag eða Batsfjord þar sem báturinn verður gerður út í sumar.

Örnes-Bodo 20113 020

 

Hér erum við á leiðinni frá Örnes til Bodö á miðvikudaginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Örnes-Bodo 20113 024

 

 Arnoyeyja sú syðri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Örnes-Bodo 20113 049

 

 Þessi lág í smábátahöfninni þetta er Clepópatra 36 minni útgáfa af 38 bátnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir litlir bátar er nú að veiða Makríll fyrir utan þetta er litlir bátar sem setja svo makríllinn í lás svo kemur brunnbátur og sækir hann og fer með hann í verksmiðjuna þetta er svona mikið 10 til 15 m bátar.

Örnes-Bodo 20113 055

 

 Hér sjáum við einn af þessum snurpurum það væri nú gaman ef maður mætti veiða inn á fjörðunum heima á svona bátum en það verður örugglega aldrei leyft hentar ekki sumum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo að lokum fáum við mynd af Faksen (Faxen). Sem er mjög gamall bátur var byggður 1913 og er en í dirft reyndar ekki á fiskveiðum heldur gerir hann út á ferðamenn væri nú gaman ef við ættum svona báta

Örnes-Bodo 20113 068

 

 Hann er 50 ha Wichmann frá 1913 er eins cylender og algjörlega orginal nema það kominn við hana dynamor.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Maður getur nú ekki hætt þessu nema segja frá því að Norge var í höfn í Bodö en því miður var kóngurinn ekki með annars hefði maður nú alveg þegið sherrystaup frá honum.

Örnes-Bodo 20113 036

 

 Norge var byggður 1937 en komst í eigu konungsfjölskyldunnar árið 1947.

Ég lét nú dátann sem var að passa landganginn að skila heilsu til kóngsins frá Jóni Páli frænda hans vona að hann komi því til skila. 

 

 


Noregur einu sinni enn


Jæja þá er maður kominn aftur til Noregs eftir rúmlega mánaðar stopp á klakanum, og nú er meiningin að fara með Strömoygutt sem er 30 tonna bátur til línuveiða upp í Finnmörku. Kom ég á svæðið í morgun eftir rúmlega sólarhringsferðlag frá Bíldudal. Nú er ekkert nema koma öllum veiðarfærum um borð og koma sér á stað Norður.
 
P6070012
 
 
Hérna sjáum við Hurtigruten Lofoten sem ég fór með Frá Bodö til Örnes í nótt.
 
Lofoten var tekið í notkun árið 1964 og var í notkun alveg til 2002. En þeir varðveitu skipið settu það ekki í brotajárn eins og frændþjóðin. Og svo árið 2007 var það aftur tekið í notkun þegar annað nýrra skip var selt og er búið að vera fastri rútu síðan sigla frá Bergen norður til Kirkenes og aftur til Bergen eins og Hurtigrutan gerir með mörgum stoppum á ströndinni.
 
Það væri nú gaman ef við ættum eitt svona skip í dag.
 
 
 
 
 
 
P6060007
 
 
Svo er það nútíminn í ferjunum. Þetta er Gasferjan Væroy. Gengur fyrir norsku gasi og siglir frá Bodö til Lofoten ( Væroy,Röst og Moskenes)
 
Þessar eiga vera hagstæðar í rekstri, miklir byrjunarörðugleikar hafa verið eins og einhver sagði " tæknin eitthvað að stríða okkur".
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P6060008
 

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Júní 2013
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 86
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 136230

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband