komin ný vika.


Já Lífið þokast áfram hjá okkur í Bátsfirði og þar sem vinnslan var lokuð vegna þess að það var Bátsfjordfest á helginni þá urðum við einnig að taka helgarfrí. En á sunnudaginn lögðum við í hann og lögðum flotlínuna um kvöldið og lönduðum í morgun 4,1 tonn á 16 bala en eitthvað gengur illa hjá beitingaliðinu að ná að beita upp þó svo það hafi komið þarna tveir frídagar. Það vantar alveg Árna Vin minn færeying í skúrinn til að stjórna þessu. En vonandi fer þetta ganga betur.
 
 
 
 
Þegar við komum í land á föstudagsmorgunin þá lág íslendingabáturinn Aldis Lind við bryggju síðan fréttum við það í vinnslunni að báturinn hafði misst skrúfuna og verið dreginn í land af björgunaskipinu.
Fleira fra Batsfirdi 002
 
Síðar um daginn var hún hífð upp með hjálp kranabíls og það fór ekkert á milli mála að skrúfan var horfin með öllu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fleira fra Batsfirdi 003
 
 
Aldis Lind komin á þurrt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég rölti niður á kaja þegar á þessu stóð og hitti áhöfnina og þar stóð bara gamall bekkjabróðir úr stýrimannaskólanum grindjáni hr Hjalti Páll Sigurðsson.
Fleira fra Batsfirdi 007
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi var að draga fyrir ofan okkur í nótt þegar við lögðum á stað í land. Minibanken heitir hann.
 
Fleira fra Batsfirdi 013
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Farið að ganga þokkalega.


Allt farið að snúast eðlilega 7-9-13. Allavega erum við búnir að fara í 6 róðra núna í röð og allt hefur fúnkerað að mestu, reyndar höfum við ekki getað róið með fullann gang síðustu skiptin gengur eitthvað hægt í beitningaskúrnum ætlunin vara að róa með 24 bala en við sáum það fljótlega það gekk ekki upp svo við höfum núna síðustu þrjá róðra farið með sextán bala aflabrögð hafa verið ágæt nema í dag þá var búm rétt um 80 kg á balann, annars hefur þetta verið svona 250 kg og best 400 kg á balann.
 
Þessi flotlína er að sjálfsögðu nokkuð frábrugðin venjulegri botnlína að þeví leitinu til að hún er bara á reki í sjónum og ferðast með straum þannig að það er ekki sniðugt að týna baujunni. Það er belgur á hverjum balaskiptum og korkur á miðjunni svo stillir þú bara dýpið með lengd á færi plús þunga t.d notum við 30 fm færi þannig að línan er á ca 30 fm dýpi.
 
 
Má segja allt hefur gengið vel síðan við komum okkur til Batsfjord topp þjónusta hjá verkuninni og allt hefur bara gengið vel lýst mikið betur á Batsfjord heldur en Berlevag.
 
 
Þannig að þrátt fyrir mikla byrjunarerfiðleika og eigum við ekki að segja bara tómt rugl í byrjun má segja að þetta sé farið að rúlla heldur fram á veginn, en það getur verið að ekki sé langt eftir af flotlínutímabilinu það er yfirleitt til fram í miðjan ágúst þá er það búið og ef kemur mikið að höfrungavöðum á svæðið þá er það búið fyrr því þá forðar ýsan sér og allt búið en við skulum vona að við fáum tvær vikur enn til að láta þetta ganga upp.
 
 
Batsfjord og lina 025
 
Hér sjáum við svo korkinn sem er á miðjum bala neðan í þessum kork er 30 fm færi og svo þynging til sökkva línunni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í Batsfjord er rekin hausaverkun og hana eiga íslendingar heimamenn kvarta sárann yfir lyktinni sem hefur ilmað yfir bænum, við höfum ekki rekist á þessa íslendinga en við hittum aðra íslendinga þegar Asta B kom og byrjaði að landa hjá Batsfjordbruket.
 
Batsfjord og lina 022
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og af því að Asta B á bræður og systur sem eru minni en hún og í Batsfjord er einn bátur sem er litli bróðir Asta en hann heitir Siggi Bessa.
 
Batsfjord og lina 023
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Má segja veður hafi leikið við okkur þessar rúmu tvær vikur sem við höfum verið hérna sannkallað Bíldudalsveður með logni og sól.
 
Batsfjord og lina 030
 
 
 
Já sannkallað Bíldudalsveður.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En það má nú samt segja að það sé kominn dálítill leiði í undirritaðann hefu eignlega verið allt of lítið heima aðeins í rétt rúmar fjórar vikur síðan 15 feb það er eiginlega orðið dálítið langt og sérstaklega yfir sumartímann mæli ekki með þessu.
 
Batsfjord og lina 034
 
  

Að sjálfsögðu

Klikkaði eitthvað hjá okkur í fyrsta túr, allt gekk á afturfótunum skífan hélt en hnífurinn fór til helvítis svo við urðum að gera svo vel að draga línuna nánast á höndum, það var seinvirkt og tók langann tíma og með flotlínu er það ekki svo magnað því línan flýtur bara í hafinu. Og þar sem við vorum svo lengi að draga rákum við langt austur og flæktumst saman við færi á botnlínu og fengum 6 bala nánast í haug. En fiskerí var gott 4 tonn á 12 bala. Þannig að það var eitthvað jákvætt við túrinn. Síðan var að fá gert við spilið renna skífuna og fá nýjan hníf það var handleggur og hefur tekið tvo daga. Noregur er erfiður yfirleitt með varahluti og fá gert við hluti en júlí er alveg gjörsamlega vonlaus ekkert hægt að fá gert sumarfrí yfir allt.

P7150011

 

Hér sjáum við Batsfjordbruket og Stromoygutt liggur þarna við kajann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En núna vonum við að allir erfiðleikar séu að baki og hægt verði að róa eitthvað.

 

P7140001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Komnir í Batsfjord


 
Já við erum komnir í Batsfjord með bátinn og höfum verið að útbúa hann til að veiða með flotlínu og erum núna í dag í fyrsta túr.
 
Við komum hingað á þriðjudaginn og vorum klárir í gær en þá var leiðindabræla. Keypt var ný lína og svo þurfti að kaupa belgi og flot og fleira dót.
 
'Ég verð nú að segja að það er nú mikill munur á þessum tveimur stöðum Batsfjord og Berlevag. 'A skalanum 1-10 þá myndi ég gef Berlevag ca 2,5 en Batsfjord fær alveg 7,5. Við löndum hjá Batsfjordbruket og meigum koma með blóðgaðann fisk í land sem er auðvita mikill munur og nú er bara vona að við fáum einhvern fisk og komum þessu í gang fyrir alvöru. En þetta er bara búið að vera tóm steypa fram að þessu tveir róðar á 4 vikum. :(((.
 
Batsfjord 087
 
 
Ísinn tekinn í morgun.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 091
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 096
 
 
Baujuvaktin það er best að týna ekki baujunni á þessu veiðiskap því lína er bara á reki þannig að ef maður týnir baujunni þá er voðinn vís.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það má segja að ég hafi verið linur við að blogga undanfarið en það helgast af því að með fram því að útbúa bátinn hef ég verið að skera beitu fyrir beitingaliðið því hér tíðgaðst það ekki að beitingafólkið skeri beituna og allir eru með skurðarvél nema auðvita við alveg týpist og enginn leið að fá vél lánað eða keypta ekki einu sinni nýja er ekki til á lager 15 ágúst gætum við fengið hana ef við pöntuðum hana strax. Svona er þetta bara. 

Mjög langt á milli skrifa

Já mjög langt er á milli skirfa hjá undirrituðum. En allt gott er að frétta er staddur á Bíldudal í smá fríi og á meðan liggur Strömöygutt bundinn við bryggju í Berlevaag. Náðum við að fara í einn línuróður áður en undirritaður skellti sér heim á " Bíldudals grænar" ( og í leiðinni á námskeið í Sæbjörgu). Við rérum langt út í haf og fengum ca 100 kg á hvern stamp (bala). Ég er væntanlegur út á helginni Þ.e.a.s verð kominn þarna norður á mánudagskvöld. Þá er á stefnuskránni að flytja okkur frá Berlevag til Batsfjörd sem er aðeins austar.

 

En á Bíldudals grænum var farið í rækjuróður til að ná í rækju fyrir gesti sem var svo soðin á Laugardeginum. Má segja að það hafi verið fullmannað um borð í Andra BA-101, margra áratuga reynsla við rækjuveiðar í firðinum komin saman til að finna pödduna. Reyndist það líka létt og vorum við ekki lengi að veiða það magn sem þurfti fyrir hátíðina.

 

P6280006

 

Áhöfnin á Andra BA síðasta Föstudag. En í áhöfn voru fyrir utan undirritaðann. Snæbjörn Árnason, Gunnar Karl Garðarson, Heiðar Baldursson, Arnar Þórðarson, Guðmundur Kristinsson (fulltrúi Hafró sendur af yfirsuðumanni hátíðarinnar Guðmundi Bjarnasyni) og Svanur Þór Jónsson.

 

 

 

 

 

 

P6280007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6280005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6280012

 

Trollið látið fara. Heiðar með þetta allt á hreinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6280022

 

 

Lásað í hlera

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6280030

 

Trollið tekið. Reyndist vera bara ágæt í eftir 40 mín sköfu. 


Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Júlí 2013
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 131
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 136275

Annað

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband