31.8.2013 | 16:00
Jæja.
Jæja já nú má segja að formlegri sumarlínuvertíð hjá okkur sé lokið komnir í heimahöfn og búnir þrífa bátinn hátt og lágt, búnir vaska línuna og fleira og fleira. Þetta gekk bara vel og fyrstu sumarvertíð lokið hjá mér frá Finnmörku og maður er reynslunni ríkari og á maður að segja maður er strax farinn að hlakka til næstu (kannski ekki alveg) Svo er það bara Íslandið á þriðjudaginn.

Línan þrifin og vöskuð og að sjálfsögðu notað íslenskt línuvask.

Straumeyjarstrákurinn ( Strömoygutt ) bara ánægður að vera kominn í heimahöfn.

Heimahöfnin heilsaði okkur með þessari rjómablíðu
Þessi bátur renndi sér framhjá okkur á leiðinni Íslensk smíði við vorum á 7,9 sjm hann fór framúr okkur á rétt rúmum 14 sjm.

Cleópatra 36.


Bless bless Strömoygutt en eins og stundum gerist verða þeir síðustu fyrstir og þannig var það hjá okkur líka því þegar við komum í Vestfjorden leitaði þessi vars en við strákarnir létum okkur hafa það og héldum áfram í vestankaldanum.
Kíkt í vitann gætu þessar myndir heitið.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2013 | 05:11
Ferðalagið gengur vel.






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2013 | 11:18
Á heimleið.
Já nú í þessum töluðum orðum erum við strákarnar á Stromoygutt á sigling heim á leið ekki til Íslands heldur í heimahöfn Örnes. Framundan er 2 1/2 sólarhringja stím og þegar þetta er skrifað eru 233 sjm til Tromso og svo er eitthvað svipað frá Tromsö til Örnes. Við lögðum af stað rétt fyrir níu í morgun og erum því búnir að vera á siglingu í rétt tæpa fjóra tíma og erum í þessum töluðu orðum þvert útaf Tanafjord og ekki langt til Gamvikur þar sem Perlufisksmenn eru búnir að setja sig niður með verkun og útgerð. Veður er bara logn.
Þessi vertíð gekk held ég bara þokkalega miðað við allt við fiskuðum upp kvótann og ekki með svo miklum tilkostnaði mér reiknast til að við höfum verið með 233 kg að meðaltali á hvern beitann bala, þrátt fyrir að kallinn búmaði þrisvar sinnum. Margt hefur síast inn í viskubrunninn þessa veríð varðandi flotlínu og nú getur maður hlegið af þeim mistökum sem maður gerði í upphafi en eins og maður segir maður lærir allt eitthvað nýtt vonandi allt lífið " lærir meðan maður lifir " vona þetta sé rétt.
Í gær fengum við köku frá Batfjordbruket svona í tilefni af deginum.

Þarna er ég sjálfur og Jaro búnir að taka stórt stykki úr blessaðri kökunni.

Jaro ánægður að fá kökuna.

Beitingarliðið að stokka upp í gær.

Þessi fékk flækju ekki sú fyrsta en sú síðasta á þessari vertíð.
Svo næst á dagskrá er að fá sér að borða í Tromsö ef við verðum þar á góðum tíma.

Færð ekki betra ferðaveður en þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2013 | 15:46
Bræla




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2013 | 16:58
Svona er það!





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2013 | 13:24
Ekki bloggað síðan 29. júli
Og nú er kominn 15 ágúst. Allt hefur verið með það sama við höfum verið að róa og erum farnir að sjá fyrir endann á kvótanum en það er alltaf svoleiðis þegar maður sér fyrir endann á einhverju þá gengur ekki neitt en við lönduðum 1,3 tonn í morgun á 16 bala og ef fiskeri verður áfram svona þá er nokkrir dagar til að klára kvótann. Ég held samt að ég taki mér frí mjög fljótlega orðinn drulluleiður á þessu.
Ásgeir sem hefur róið með mér er farinn og í staðinn er kominn meistari Jaro frá Póllandi. Núna erum við á leiðinni í 5. róðurinn í þessari viku aflabrögð hafa svo sem verið ágæt nema í gær þá var bara algjört búmm. Við erum búnir að vera akkúrat mánuð á veiðum frá Batsfirði en það eru komnir rúmir tveir mánuðir síðan við sigldum á stað upp eftir en fyrsti mánuðurinn fór bara í rugl því miður.

Haldið í róður í svarta þoku. Sólrún tók þessa þegar hún var heimsækja mig í síðustu viku.

Balarnir teknir á Sólskinsdegi en þeir hafa verið margir hérna í sumar búið að vera ótrúlega gott sumar.

Og en og aftur haldið í róður.

Þessi íslensk ættaði bátur Hafdis sem gerður er út frá Gamvik er búin að vera í dágóða stund upp á kaja skrúfu og öxullaus en það fór að leka hjá með skutpípunni. En Hafdis kom strax á eftir Aldisi Lind sem er gerð út af sömu aðilum.

Gömul fiskverkun í Syltefjord en það er gamall útgerðarstaður sem lagðist í eyði í kringum 1980. Það voru mest fiskkaupendur frá Lofoten sem komum upp eftir á vorin og keyptu fisk af heimamönnum og hengdu hann upp í skreið en síðan lagðist byggð af hérna en í dag er Syltefjord vinsæll meðal sumarbústaðaeigenda margir sumarbústaðir og staðurinn iðar af lífi á sumrin.

Hér sjáum við svo yfir það sem var þorpið í Syltefjorden
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 143
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 187
- Frá upphafi: 136287
Annað
- Innlit í dag: 143
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 143
- IP-tölur í dag: 119
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar