200 kg á balann í gær.


Já við á Jakob vorum með ágæt í gær en nú erum við tveir í áhöfn hann Björn Björnsson ( Písi) er kominn að hjálpa til í nokkra róðra og vorum við 14. bala í gær svo Jakobi var bara brugðið þennan róðurinn. Almennt var gott fiskerí í gær mikið 200 til 300 kg á balann ( hefði nú ekkert á móti því fá 300 kg á balann). Þetta var annar róðurinn í þessari viku en á sunnudaginn vorum við 140 kg á balann. Í nótt lendum við í smá brasi eitt flot fór af og einn bali fór í botninn sem leiddi til þess að við fengum 4 bala í eina stóra flækju svo það var smá bras í nótt hjá okkur einnig var svakalegur straumur. Á flotlínu er ekki gott að missa línuna í botninn því þá stoppar rekið og línan byrjar reka saman. 
 
Róður Jakob 001
 
 Hér sjáum við Björn spá í fyrirliggjandi lögn bleytir aðeins í bölunum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sólrún hún stjórnar öllu í beitngarskúrnum ( egnebua) greiðir flækjur sker beitu og beitir aðeins, svo erum við með hjónin Limu og Sergei sem eru frá Úkraníu og Litáen þau tala hvorki norsku eða ensku en rússnesku kunna þau, en ég er frekar slappur í rússneskunni svo látbragð svona svipað og í Útsvar er notað til að útskýra það sem þarf.  
 

Þokkalegur gangur

Já það hefur verið þokkalegur gangur í þessari viku 4 sjóferðir farnar með samtals 39 bala og aflabrögð þokkaleg eða tæp 7 tonn. 180 kg á balann. Nóg hefur verið að gera í viðhaldinu og ekki allt búið en svo í kvöld verður ekki farið á sjóinn vélarrúmsvinna en vélin viðist draga loft allavega kemur alltaf loft í racorsíuna svo einhvers staðar á lögninni er gat en vélin tekur aðalega úr botntanki sem er undir lestargólfinu svo einhvers staðar á þeirri leið er dregur vélin loft nema sjálf racorsían sé óþétt orðinn gömul.

Róður Jakob 004

 

 

Á landleið ekki fer nú mikið fyrir bölunum hægt að fara með miklu fleiri bala.

 

 

 

 

 

 

 

 

Veður hefur leikið við okku hérna síðustu daga og var toppurinn í dag eða 26 gráður. Reyndar hefur nú ekki verið svona heitt á sjónum.

 

Róður Jakob 003

 

 

Odd Lindberg frá Tromsö en hann er að róa héðan á flotlínu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sjóveður í dag.


Og ekki hægt að kvarta yfir fiskerí að þessu sinni, en haldið var í róður rétt eftir kl0630 í morgun með 8 bala en fljótlega á að fjölga bölunum í 10 þegar mannskapurinn er orðið vel slípaður. En að þessu sinni var um 250 kg á balann af góðri ýsu. Veður var þokkalegt smá blástur. Svo það var ekki kvartað að þessu sinni um borð í Jakob N-32-ME.
Sjóferð Jakob 003
 
 
 
Í áhöfn í þessu róðri var bara undirritaður svo það var enginn til að rífast við nema múkkinn en nóg var að honum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sjóferð Jakob 002
 
 
 
Svo nú er löndun í fyrramálið og svo er bara næsti róður framundan hjá okkur félögunum, og vonandi verður framhald á fiskerínu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Flotlínuvertíð formlega hafin á Jakob N-32-ME.


Já það má segja að flotlínuvertíðin sé formlega hafin á Jakob N-32-ME þó svo árangurinn hafi ekki verið svo góður en sem komið er. Á sunnudaginn fórum við feðgar í fyrstu ferð var farið með 4 bala svona til að prufa allt. Fyrst var lagður einn bali og fengust 3 ýsur á fyrsta balann síðan voru hinir þrír lagðir og fengust á þá tæp 400 kg af góðri ýsu. Daginn eftir var haldið á ný með 8. bala og fengust 500 kg af ýsu og svo í gær var farið með 8. bala og fengust á þá 1100 kg svo ef gangurinn verður svona stígandi við hvert sjóveður verður ekki kvartað á Jakob.
Sjóferð Jakob 019
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ekki verður farið í nótt spáin frekar leiðinleg fyrir Jakob en hann meldaði liten kuling frá Austri. Svo nú er bara landvinna og að sjálfsögðu þarf að sansa aðeins.
Sjóferð Jakob 020
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Start er svipaður sjarkur og Jakob nema Start er tveimur metrum styttri.
Sjóferð Jakob 009
 
 
 
Á honum er hann Olav sem ræður ríkjum. Hérna er hann á útleið með okkur í gærkveldi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sjóferð Jakob 011
 
 
 
Hérna er nýjasta nýtt í norska fhönnun14,99 metra bátur sem er byggður mjög stór en er samt lítill. En það hafa komið margir svona á síðustu árum. Frekar ljótir og hljóta að velta dálítið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á landleiðinni á mánudaginn mættum við honum Polarfangst.
Sjóferð Jakob 005
 
 
 
En hann er að landa hér í Batsfirði og hefur bara gengið ágætlega.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hann Svanur Þór hefur farið með pabba sínum tvisvar á þessari vertíð og fékk að prufa sig á rúllunni í gær.
Sjóferð Jakob 017
 

Jæja


Eftir erfiða fæðingu er gamla " Hafspil " línuspilið að skríða saman búið að skipta um naf, skífu, glussarótor og hníf eða þvargara. Allt fengið frá Beitir á Íslandi svo þetta er orðið spurning hvort spilið heiti ekki orðið Hafspil-Beitir.
Jakob að verða tilbúinn 008
 
Eftir að vera búinn að bíða eftir smiðjumönnum í næstum eina viku hafði ég bara ekki þolinmæði til að bíða lengur en þeir ætluðu að smíða fyrir mig eina rennu og ætlunin að láta þá renna fyrir mig skífuna en sem betur fer keypti ég nýja skífu hjá Hafsteini í Beiti því ekkert hefur bólað á smiðjumönnunum og ekki hefur heldur náðst í þá í síma greinilega mjög uppteknir, held að hann afi Kristinn Ásgeirsson hefði nú ekki látið þetta spyrjast út um Smiðjuna á Bíldudal hér í gamla daga.
 
 
 
 
 
 
 
Jakob að verða tilbúinn 010
 
 
 
 
Búið að smíða nýja festingu fyrir hnífinn eigum við ekki að segja vestfirzkt hugvit.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo nú er ráðgert að fara í fyrsta róður á sunnudaginn. Prufa græjurnar ekki á nú að fara með fulla setningu heldur er ætlunin að fara með 3 til 4 bala svona í fyrstu ferð.
 
Á miðvikudaginn skrapp ég til Kirkenes rétt rúmlega þriggja tíma akstur héðan þykir ekki langt í Finnmörku  að sækja betri helminginn og yngstu dóttur mína og í þeirri ferð rakst ég á tvo íslendinga ( íslensk skip) eða annan ex íslenskur en hinn ennþá íslenskur.
Jakob að verða tilbúinn 001
 
 
Stafnes lág þar greinilega merktur sem Guard Vessel.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jakob að verða tilbúinn 003
 
 
 
Ex Örvar fyrir aftan Stafnes

Stundum gengur ekki allt upp

Já stundum gengur ekki allt upp þegar verið að útbúa og það sko sannanlega reyndist rétt í dag en það lág fyrir að skipta þyrfti um rótor fyrir línuspilið og var undirritaður búinn að reyna lengi að glíma við að ná nafinu af rótornum þ.e.a.s þeim gamla en ekkert gekk svo í dag var settur kraftur í málið og kallarnir á verkstæðinu koma einnig til hjálpar með gas og súr og fleira nýtanlegt í svona verk en ekki vildi þó betur til en nafið bara hrökk í sundur. Alls ekki gott og sérstaklega ekki hérna upp í Finnmörku engir Logamenn í nágrenninu. Svo ég sá fram á einhverja sápuóperu varðandi þetta spil, en ákvað þó að slá á þráðinn til hans Hafsteins í Beitir og hann átti naf fyrir mig sem passar og það kemur fljúgandi til mín á morgun það vildi svo skemmtilega til að betri helmingurinn var einmitt að fljúga út á morgun og verður hérna í Batsfirði ef allt gengur að óskum á miövikudaginn. Fæ einnig nýja skífu frá honum.
20140623_112241

Nú er verið að sansa.


Já nú er verið á fullu að útbúa Jakob gera sjarkinn klárann til veiða. Búið að koma línuspilinu og lagningsrennunni fyrir. Eftir að láta renna skífu og laga hnífinn einnig er smotterí hér og þar skipta um rótor á spilinni setja upp múkkafælu.
Verið sansa Jakob 001
 
 
Lagingsrennan kominn á sinn stað
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Einnig er spilið komið á sinn stað en margir norðmenn hafa komið og staldrað við og spurt út í spilið, en lítið er að þessari týpu hérna og allra síst af svona gömlu en þetta er Hafspil árgerð 1988. Beitir er orðinn mjög vinsæll hérna og margir sem nota hann. Einnig er eitthvað um spil frá Sjóvélum annars er það yfirleitt bara endurhönnun af gömlu norsku rúllunni þar sem goggarinn slítur sjálfur hvern fisk af.
Verið sansa Jakob 002
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á mánudaginn ætla þeir smiðjunni hérna að smíða fyrir mig nýja rennu frá spili í blóðgunarkassann og einnig að renna fyrir mig skífuna og laga hnífinn. Svo ætla ég að skipta um rótor og fá nýjar glussaslöngur. Þá ætti ekkert að vera til fyrirtöðu að prufa græjurnar.
 
Nóg er einnig að gera í veiðarfæradeildinni fixafæri, blása upp belgi og allt sem fylgir þessu veiðarfærasansi.
Verið sansa Jakob 003
 
 
Einnig verðum við að mála stafina á bátinn áður en hann verður hreyfður. N-32-ME.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo verður bara að vona þetta fari allt að snúast og einhver innkoma verði því það er ekki laust við að það sé farið að grynnka allverulega í buddunni.
 
Verið sansa Jakob 008
 
 
 
Og að sjálfsögðu þarf beitan að vera klár þegar á að byrja að beita. Hér sjáum við Landformanninn skera makríll í dag. 

Komnir á leiðarenda.


Já eftir langt og strangt ferðalag frá Sortland til Baatsfjord erum við komnir í höfn við Baatsfjordbruket. Ferðalagið gekk ágætlega fyrir utan alveg í restina en þá gaf vatnsdælan sig og vorum við dregnir í land síðustu 2,5 sjm af rúmlega 340. Á ferðalaginu fengum allskonar veður Sól, grenjandi rigningu, haglél og svo blindbyl þannig að ekki sást nema rétt fram fyrir bátinn. Velting fengum við nóg af einnig logn. Við stoppuðum á fjórum stöðum. Finnsnes, Tromsö, Hammerfest og Honningsvag áður en við komum á áfangastað. 
 
Ferðalag Jakob 008
 
 
Hér erum við á stíminu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ferðalag Jakob 015
 
 
 
Að nálgast Honningsvag í gærkveldi þar var vetrarlegt ekki nema svona þriggja stiga hiti en samt alveg nóg af ferðamanninum enda voru þrjú farþegaskip í voginum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ferðalag Jakob 007
 
 
Svona lýtur lúgarinn út hjá okkur feðgum á ferðalaginu ekki svo mikið drasl bara smá óregla enda stundum erfitt að gera eitthvað þegar báturinn veltur mikið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og að lokum mynd sem er nú ekki skemmtileg því það er aldrei gaman að láta draga sig í land en það kemur stundum fyrir en lán í óláni að það gerðist alveg í lokin.
 
Ferðalag Jakob 017
 
 
En Vatnsdælan sagðist bara vera búin að fá nóg svo hún bara hætti að dæla. 

Lagðir á stað


 
 Bíllinn fulllestaður á leiðinni frá Örnes til Alsvag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eftir langt og strangt pappírsferli og viðgerðir þar sem skipt var um báða altantora og fundinn vatnsleki á vélinni en vatnsdæla lekur hjá okkur lögðum við af stað frá Alsvag á fimmtudagskvöldið áleiðis til Sortland þar sem við lögðum okkur yfir nóttina og á föstudagsmorgunin kl 0800 fórum við á bátnum til Eimskips og náðum í línuspilið síðan var bara lagt í hann. Í fyrsta legg var ætlunin að halda til Tromsö en í gærkveldi tókum við þá ákvörðun leggja okkur í Finnsnesi og fórum þar upp að gestakaja og lögðum okkur vöknuðum svo í morgun kl 0600 tókum sturtu og gerðum hefðbundið vélarrúmstékk og svo var bara lagt í hann til Tromsö en þar þurfum við að taka olíu og aðeins að snúast svo verður bara haldið á.
 
fyrstileggur ferðalagið Jakob 013
 
 
 Fyrsta sundið af mörgum sem við erum búnir að sigla í gegnum á leiðinni til Tromso frá Sortland. Risoyrenna.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
fyrstileggur ferðalagið Jakob 017
 
 
 
 
 Hér er svo undirritaður tilbúinn í slaginn aftur eftir kríu og kjærkomna sturtu í Finnsnes.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Á morgun er það Alsvag.

Já ef allt gengur að óskum höldum við á morgun norður til Alsvag  á morgun um borð í Jakob N-32-ME. Þar sem við gerum klárt fyrir sigling norður eftir til Batsfjord en þar höfum við ákveðið að hafa bækistöð í sumar og ef einhver hefur áhuga að koma í heimsókn þá eru allir velkomnir enda nóg pláss eina sem við förum fram á er að gestir beiti nokkra króka.

Noregur juni 2014 010

 

 

skakrúllurnar komnar í bílinn en hann Björge leigði mér þær og leigan er sú að hann fái að koma með mér í sumar í 10 daga og svo á morgun kemur meira dót en góðvinur minn Lars Göran skal lána mér mikið af dóti s.s línurennu, færi, dreka og fleira sem við þurfum til að starta línuútgerð.

 

 

 

 

 

 

Svo ef allt verður eftir planinu ættum við að vera klárir að sigla á fimmtudag eða föstudag

Noregur juni 2014 011

 

 

Eins og sést á þessari mynd hefur veður leikið við okkur hefur bara verið ekta " Bíldudalsveður " enginn innlögn.

 

 

 

 

 

 

 

 

Noregur vor 2014 og fleira 083

 

 

Hérna sjáum við svo Polarhafið en á þessum fór ég fyrst sem skipstjóri hérna í Norge en það var sumarið 2010 en þá vetrarvertíð hafið ég verið stýrimaður þarna um borð. En nú er verið að fínpússa Polarhafið fyrir offshore vinnu.

 

 

 

 

 

 

 

Snurvoð Noregur mai 2014 027

 

 

Hér sjáum við Fortuna kasta með okkur í vor. Fortuna er eini báturinn sem ég hef séð í Noregi sem notar tromlu til að taka voðina allir nota enn kraftblökk hérna og nótabátarnir nota triplex blökkina. Fortuna kastar reyndar snurvoðinni einnig útaf tromlunni reyndar notar hún tvær tromlur tekur pokann og hluta af belgnum inn á sér tromlu. Þetta er nýlegur bátur smíðaður sem norðursjávartogari sem bæði getur verið með troll og snurvoð en nú er hann gerður út á snurvð allt árið. Það er allt alvöru þarna um borð spil og græjur.

 

Snurvoð Noregur mai 2014 026

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 136591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband