Sandnessjoen í nótt.

Máttum inn til Sandnessjoen í nótt fengum smá vandamál með rafmagnið rofi gaf sig við aðra ljósavélina og fengum við nýjan og var hann settur í í morgun.

Örnes-Bergen 1 002

 

Að koma inn til Ssoen í nótt.

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 004

 

Svona var S.soen í morgun

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 005

 

Kannski Kalli Garðars á nýja bátnum?

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 007

 

Mættum þessum áðan Ronja eitthvað fara með lax eitthvað.

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 009Bátar að skaka (juksa)

Örnes-Bergen 1 011


Lagður á stað.

Já við lögðum á stað frá Örnes til Bergen kl 15 í dag og eigum eftir þegar þetta er skrifað 500 sjm til Bergen áætlaður komutími þangað er kl 1125 miðvikudaginn 19 .okt samkvæmt tölvunni og ekki lýgur hún. Við erum fjögur um borð og er kynjahlutfall alveg í jafnvægi dálítið öðruvísi heldur en í fjárlaganefndinni en þar er bara víst ein kona. svo er bara vona að allt muni ganga vel.

Standby Standby

Já það er lítið að frétta af Standby skipinu Polarhav. Við liggjum en í höfn í Örnes og er allt orðið klárt og er áætluð brottför kl 15 sunnudaginn 16. okt og verður þá haldið til Bergen og eigum við að vera komnir þangað kl 15 á Miðvikudaginn 19.okt þar eigum við að leggjast að bryggju og fara í standby stöðu og bíða frekari fyrirmæla. Ég vona að það verði ekki eins og i sumar þegar Mærsk Logger var Stby í Kristiansund í nærri tvo mánuði og fóru fram áhafnarskipti tvisvar við bryggju í Kristiansund vona svo verði ekki hjá okkur því við höfum enga skiptiáhöfn Woundering. En það eru nú fínt að liggja við bryggju í BergenGrin.

 

Örnes júlí 2011 001

 

Hér sjáum við Holmvaag. Hann er að fara á síld má hann veiða 500 tonn og mun hann setja síldina í lás eða nót og kemur svo brunnbátur og dælir henni um borð og fer með hana til vinnslu. Það er alveg ævintýralegt verð núna á síldinni eða um 6 kr norskar fyrir eitt kg (120 kr íslenskar). Svo aflaverðmætið gæti orðið í kringum 60 miljónir íslenskar og hlutur á manninn milli 8 og 9 miljónir. Svo er ég að spá í að drífa mig að fara fiska Arnarfjarðarrækju og næ að fiska fyrir 10. miljónir ef ég verð heppinn sem gefur kannski 2,5 miljónir í hlut. Ég var á síld hérna fyrir þremur árum og þá fengum við 2 kr norskar fyrir kílóið svo verðið hefur þrefaldast á þremur árum svo það er bara gullgröftur að vera á síld eða uppsjávarfiski í dag. Þeir eru að vona að ná að fiska þetta á þremur til fjórum vikum svo það væri ekki slæmt að taka svona eitt stykki ágæt  íslensk árslaun á einum mánuði Grin.

 


Kominn aftur til Noregs

 

Já svona getur þetta verið. Átti nú ekki von á því að fara til Noregs í bráð en var plataður til að taka að mér verkefni í olíubransanum. Er ekki búinn að fá heildarmyndina en við eigum semsagt að fara á Polarhav og suður á Troll olíusvæðið en það er fyrir utan Bergen. Frá þeim stað sem ég eru núna eru 460 sjm eða um 60 tíma sigling. Við erum að fara vinna fyrir Subsea fyrirtækið útaf einhverjum borpalli sem var fluttur til við eigum að vakta svæðið þangað til eitthvað stórt skip kemur með grjót til að setja á botninn, og er reiknað með 4 til 5 dögum á sjó svo mér sýnist þetta geta orðið 10 dagar í það minnsta. Ég hugsa að við byrjum á morgun en erum reyndar að bíða eftir grænu ljósi frá Subsea.

Hér sjáum við Borpallinn á Troll C .

Hér sjáum við svo borpallinn á Troll A í líkingu við Eiffel turninn. Dálítill munur En einhvert þangað er ferðinni heitið.

Hér er Troll A á sínum stað og farinn að vinna gas fyrir alla evrópu.

Hér er verið að draga ferlíkið á staðinn það eru nokkrir dráttarbátar notaðir við verkið, sé nú samt ekki Polarhav þarna.

Held ég fari með rétt mál að þetta sé stærsta mannvirki sem hefur verið flutt til þ.e.a.s fært frá byggingarstaðnum og þar sem hann er núna. Pallurinn er 472 m á hæð og vigtar 683,600 þúsund tonn.


Rækjurannsókn lokið og nú er bara bíða!

Dröfn RE-35. Búin að rannsaka fyrir okkur Arnarfjörðinn, og nú á eftir að reikna út hvað mikið að rækju sé núna til í firðinum og hvort og þá hvað mikið við fáum að veiða. Mín tilfinning varðandi rannsókina að stofninn sé  eitthvað undir meðallagi en mikið að smá rækju (hlýtur að vera gott fyrir framhaldið). Ég reyndar set dálítið spurningarmerki með aðferðarfræðina sem notuð er hvort þetta rall með fyrir fram ákveðnum togum sem eru alltaf toguð og stofninn reiknaður út frá þeim, t.d togin eru aldrei tekin á sama tíma stundum í byrjun okt stundum um miðjan okt eða í lok mánaðar. T.d núna var stórstreymt þegar rannsakað var þetta allt hefur áhrif og t.d gæti verið rækja á slóðinni í dag en ekki á morgun þannig að ég held að Hafró verði bara að fara að hugsa þessar rannsóknir upp á nýtt.

En við verðum bara að bíða og sjá þegar 12. manna ráðið (Hafró ) heldur sinn fund í næstu viku og ákveður hvort við fáum að veiða hérna í firðinum. Svo þegar Hafró er búið að koma með úrskurðinn þá fer það til sjávarútvegsráðuneytið og að sjálfsögðu verða þeir að vega þetta fram og til baka svona til að sína aðeins vald sitt svo frá ráðuneytinu fer það til Fiskustofu og þeir tilkynna okkur bréflega hhvort við fáum að veiða og hvað mikið og sjá um að gefa út veiðileyfið.

Á meðan verðum við að bíða og vona það besta, bátarnir eru að verða klárir . Andri BA-101 er orðinn klár Ýmir BA, er í klössun, held að Brynjar BA, sé klár og svo er byrjað vinna í Höfrungi BA.

Að öðru hér á Bíldudal er búið að opna litla Skipasmíðastöð og er búið að taka fyrsta bátinn til endurbóta er það M/B Anna BA sem er í eigum Jóns Pósts Halldórssonar en póstflutningar hafa stóraukist svo það var ekkert annað en að ráðast í endurbætur á bátnum.

Ýmsar myndir Bíldudalur 033

 

Hér búið að taka bátinn í sundur. Ekki er búið að ákveða hvenær verklok eru eða hvenær næsti bátur verður tekin og hvort það verði endursmíði eða nýsmíði. En sá sem sér um breytingarnar er BMM-útgerð, þeir félagar Björn Magnús Magnússon og Jón Hákon Ágústsson.

 

 

 

Ýmsar myndir Bíldudalur 036

 

 

 

 

 

 

 

Ýmsar myndir Bíldudalur 038

 

Hér sjáum við ofan á bátinn.

 

 

 

 

 

 

Ýmsar myndir Bíldudalur 039

 

Svo sjáum við Andra BA-101 á sínum stað tilbúinn til rækjuveiða ef leyft verður að veiða rækjuna. Og auðvita er logn á Bíldudal. Báturinn sem liggur utan á Andra er Kristbjörg SH (ex Jörundur Bjarnason BA ). Þessi bátur er kominn hingað vestur til að fara veiða kúfskel svo það er allt að gerast á Bíldudal í augnablikinu.

 

 

 

 Ýmsar myndir Bíldudalur 040

Hér sjáum við svo aðeins betri mynd af Kristbjörgu. Lítil hreyfing hefur verið á bátnum síðan hann kom. En hann er svo sem vanur að liggja í höfninni á Bíldudal lág í nokkur ár án þess að hann væri hreyfður.

 

 

 

 

 


Lítið að frétta

Lítið að frétta hvort það sé frá Íslandi eða Noregi. Andri BA-101 klár til veiða ef við fáum leyfi til að veiða Arnarfjarðarækju. Polarflotinn liggur við kaja í Noregi í heimahöfn og verður allavega einn mánuð enn. Dröfn RE-35 ekki komin eða var ekki komin til okkar í gær. Hún fann rækju í Ísafjarðardjúpinu held ég fari rétt með að hún sé búin að landa yfir 20 tonnum af rækju af djúprækju. Það eru alveg ótrúlegar fréttir miðað við stöðuna á stofninum því í ástandsskýrslu hafró segir um Ísafjarðardjúpið " Samkvæmt stofnmælingu í október mældist
rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi nálægt sögulegu
lágmarki. Eins og á flestum grunnslóðasvæðum var
þorskgengd mjög mikil árin 2003–2005. Mikil
fiskgengd er talin hafa valdið mestu um minnkunina
frá árinu 2007. Í október 2010 mældist fjöldi af
þorski og ýsu yfir meðallagi og því ólíklegt að
rækjustofninn þar muni vaxa á næstunni. Ekki er
lagður til upphafsafli fyrir fiskveiðiárið 2011/2012."

Hafró taldi að rækjustofninn í djúpinu myndi ekki ná sér á næstu árum svo fá þeir bara mokveiði frétti að Dröfnin hafði komist í 5 tonn í einu hali. Í allri rannsókninni í djúpinu í fyrra fékk Dröfnin 401 kg. Hvernig getur stofn rétt svona svakalega úr sér frá því að vera í sögulegu lágmarki gefa  401 kg  yfir í 20 tonn á einu ári. Og ekki hefur fiskgengd í djúpinu minnkað því Dröfn hefur fengið mikinn fisk einnig. Hvernig verður þetta skýrt.

Að öðru fyrir nokkrum árum var ég sjómaður út í Danmörku eyddi tveimur sumrum sem sjómaður frá fiskibænum Hanstholm.

danmörk 053

 

Hér sjáum við Evu koma en á þessum var ég á netum

 

 

 

 

 

 

danmörk 054

 

Hér sést aftan á Evu. Þetta var svona hefðbundinn danskur kútter vel varin fyrir Norðursjónum en Norðursjórinn er eitt leiðinlegasta svæði sem ég hef verið til sjós á alltaf vindur og leiðinda sjólag.

 

 

 

 

danmörk 062

 

Löndun úr Evu. Lyftarinn var með litla bómu og svo voru kassarnir hífðir upp einn og einn í einu.

 

 

 

 

 

danmörk 063

 

Hér kemur fyrsti kassinn upp, þarna vorum við að veiða kulmule ( veit ekki hvað hann heitir á Íslensku) hann var seldur til Spánar og var mjög gott verð á honum en núna hefur verið lækkað mjög mikið vegna efnahagsástandsins á Spáni.

 

 

 

 

danmörk 067

 

Löndun lokið og ekkert annað en að færa bátinn og krakkarnir komnir um borð vilja fá smá siglingu. Þessar stíur sem þið sjáið þarna settum við öll netin við vorum með mikið að netum man ekki hvað mörg en þau voru einhver hundruð.

 

 

 

 

dk2 033

 

Hér sjáum við kannski of vel kulmula kominn á markaðinn í Hasntholm og var bíða eftir uppboði.

 

 

 

 

 

Hanstholm 035

 

Hér sjáum við Sandvik HM-123. Þessi var nú smíðaður á Akureyri hét held ég upphaflega Tjaldanes. En þennan gerði Jónatan Hallgrímsson út frá Hanstholm, held hann sé hættur og fluttur heim. Hann átti einnig þennan fyrir innan Sandvik hann hét Stromsvik.

 

 

 

 

Hanstholm 113

 

Hér sjáum við netabátinn Mechalan þessi brann svo seinna en mannbjörg varð. Keyptu svo annan gamlann togbát sem þeir breyttu til netaveiða.

 

 

 

 

 

Hanstholm 114

 

Hér sjáum við gamla Vestbank þetta er danskur rækjubátur, það eru feðgar sem eiga Vestbank og þegar þessi mynd var tekin voru þeir að bíða eftir nýsmíði sem er löngu komin í notkun í dag. Eru allt árið á rækju.

 

 

 

 

Hanstholm 162

 

Þessi er sænskur og er með beitingavél og gekk mjög vel á þennan alveg ótrúlegt ekki bátur upp á marga fiska, en það réru færeyingjar með svíanum og kom það fyrir að fresta varð brottför vegna björdrykkju skipstjóra og áhafnar.

 

 

 

 

Hanstholm 151

 

Dauðadeildin í Hanstholm fyrir nokkrum árum veit ekki hvernig staðan er á þessu í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 


Verður rækja? Dröfn Væntanleg á næstu dögum

Dröfn RE-35 er væntanleg í Arnarfjörðina á næstunni að rannsaka hvort það verði leyft að veiða Arnarfjarðarrækju á þessu fiskveiðiári, má segja að menn bíði spenntir. Set inn hérna myndir teknar á síðustu vertíð.

 

Gistiheimilið 013

 Ýmir BA- 32 að fara undirbúa að kasta trollinu í Geirþjófsfirði í janúar á þessu ári. 

 

 

 

 

 

 

Ekki farið að birta en þarna vorum við en á siglingu og ekki búnir að láta trollið fara hjá okkur.

Gistiheimilið 018

 

 

Nokkru seinna byrjaðir að toga.

 

 

 

 

 

 

Gistiheimilið 019
 
Á toginu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér sjáum við svo þegar við mætum Brynjari BA-128 nokkrum dögum seinna þá hinum megin í Arnarfirði Norðanmegin.
Gistiheimilið 023
 

 Þarna kemur hann er að beygja eiithvað út í fjörðinn fram af Ósi 

 

 

 

 

 

 

 

Gistiheimilið 024

 

Og hér kemur hann svo nálægt okkur þegar hann mætir okkur.

 

 

 

 

 

 

 

Gistiheimilið 026

 

 

Enginn á dekki en það sést glitta á skipstjórann sitja í stólnum og kíkja út um gluggann.

 

 

 

 

 

 

Já svo verðum við allavega að vona það besta með rannsóknina og það verði leyfð rækja. Andri BA-101 er allavega klár í slaginn svo auðvita ef enginn verði rækjan þá verður hann flottur í bryggjunni nýmálaður og flottur ferðamönnum til yndisauka á komandi mánuðum. 


Mission complete. Andri BA-101 kominn heim.

Fyrir rúmri viku fórum við með Andra BA-101 (bryggjublómið) í slipp í Stykkishólm. Þar sem hann var þykktarmældur,bolskoðaður,öxuldreginn og málaður. Hann var svo tekinn út af Skipaskoðun Íslands og er kominn með kvaðalaust haffæri sem er auðvita fínt í bryggjuna á Bíldudal.

IMG_4741

 

Hér komum við svo í morgun og eins og þið sjáið klikkar ekki veðrið á Bíldudal. Við lögðum af stað kl 2000 í gærkveldi frá Stykkishólmi og fengum gott veður alla leiðina og ferðin gekk bara vel. Í áhöfn voru undirritaður, Snæbjörn Árnason og Svanur Þór Jónsson.

 

 

 

IMG_4743

 

Sólin að koma upp og vogurinn spegilsléttur.

 

 

 

 

 

IMG_4747

 

Hann lítur bara vel út hjá okkur svona nýmálaður og flott veður á Bíldudal en og aftur.

 

 

 

 

 

IMG_4748

 

Og hér komum við inn í höfnina og breytingin á stýrinu virðist virka vel því það er allt annað stýra bátnum. En við stækkuðum stýrið og setum vinkil einnig vinkill aftan á það.

 

 

 

 

IMG_4749

 

Svo er ekkert eftir nema setja hann á sinn stað og bíða hvort verða einhver verkefni fyrir hann það á eftir að koma í ljós.

 

 

 

 

IMG_4752

 

Meirihlutinn af áhöfninni eftir velheppnaða heimsiglingu og eru þeir ánægðir að vera komnir í heimahöfn.


Skipsskrúfa.

Okkar vantar stærri skipsskrúfu á bátinn hjá okkur. Við erum 350 ha Volvo Penta vél og erum með Twin Disc MG-514 gír og niðurgír er 4,5:1. Hér sjáum við mynd af gömlu skrúfunni.

Slippur í Stykkishólmi 020 Upplýs í síma 8653885


Slippur í Stykkishólmi og fleira.

 

Örnes og Andri BA 041Að kvöldi þriðjudags 6 sept lögðum við í hann með Andra BA-101 í slipp og var haldið til Stykkishólms áhöfn Jón Páll Jakobsson og Snæbjörn Árnason og vorum við 14 tíma í ferðinni og komum til Stykkishólms um kl 12 á hádegi þá var fyrir upp í slippnum Dröfn RE-35 og tók þá við ca 3 tíma bið þangað til við komust upp í slippinn.

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 002Um kl 14 miðvikudaginn 7.sept byrjuðu þeir að slaka Dröfn niður og hér sjáum við þegar hún er byrjuð að renna niður nýmáluð og flott og kemur fljótlega að rannsaka Arnarfjörðinn fyrir okkur og ath hvort það sé rækja eður ei.

 

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 005

 

Og hér er Dröfn byrjuð að fljóta og farin að bakka frá sleðanum hún kom svo í smá stund upp að kaja og svo fór hún að gera klárt fyrir rækjuleiðangur.

 

 

 

 

Eftir að Dröfn var farin var sleðinn tekin upp og breytt og síðan fórum við upp, allt gekk eins og í sögu.

Slippur í Stykkishólmi 021

 

Hér sjáum við svo Andra BA-101 í gær föstudag þar sem hann stendur nýmálaður í slippnum og er nánast tilbúin vantar bara skrúfuna og stýrið.

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 017

 

Hér sjáum við hann frá bakborða. Báturinn var þykktarmældur og kom hún mjög vel út má segja að þykktarmælingin var alveg eins og þegar báturinn var mældur fyrir fimm árum.

 

 

 

 

Slippur í Stykkishólmi 014

Þessi er Stykkishólmi en þennan endurbyggðu Skipavík fyrir Þörungavinnsluna á Reykhólum. Hann heitir Flatey og er sko sannanlega búin að fá andlitsupplyftingu. En þessi er systurskip Driffells sem Jón Halldórsson átti en það er orðið lítið líkt með þessum tveimur. Hann er vélarlaus eins og er því ekki alveg að fara á næstunni.

 

Þessi væri kannski góður á strandveiðina allavega færi ekki illa um mannskapinn.

 

 

Það er lítið að frétta frá mínum manni í Noregi eftir því sem ég best veit eru allir bátarnir við bryggju í Örnes, hvort það verði einhver útgerð fyrr en eftir áramót er ekki gott að segja. Ég kom heim frá Noregi þann 26 ágúst og þessar myndir tók ég þá um morgunin áður en ég lagði í hann til Bodo.

Örnes og Andri BA 036

 

Hér er flotinn Turbo,Holmvag,Froyskjar,Polarhav,Polarfangst og Polar Atlantic. Vantar Öyfisk og Ogrunn.

 

 

 

 

Örnes og Andri BA 024

 

Þetta er ekki bátur þetta er mustanginn hans Torleifs Þessi er mjög lítið notaður svipað og með Skaren markmiðið að eiga hann. Þetta er flottur bíll er á númerum og í fínu standi. Torleif er búin að eiga þennan mjög lengi.

 

Hér segja menn að þú sért orðinn innfæddur norðmaður verði maður að eiga bát, snjóblásara og keðjusög og svo er auðvita toppurinn hjá þeim að eiga eigin bryggju og þetta á Torleif allt og meira til svo hann stendur alveg undir nafni að vera sannur norðmaður.

Örnes og Andri BA 005Hér sjáum við ferjuna Örnes og Hurtigrutuna mættast þarna er Örnes að koma og Hurtigrutuan að fara frá Örnes þetta er um kl 0730 að morgni Hurtigrutan kemur á hverjum degi alla daga ársins.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband