Færsluflokkur: Bloggar

Allt gengur sinn vanagang

Hér i Batsfjord og við búin að koma okkur vel fyrir í litlu risíbúðinni fyrir ofan skrifstofu Batsfjordbruket. Erum við búin að fara 13 sjóferðir og aflinn eitthvað í kringum 20 tonn. Svo þetta fer betur af stað heldur en í fyrra og ýsan er líka mikið stærri mikið ýsa í kringum 2 til 3 kg.

P6240043

 

 

Litla fjölskylduútgerðin er sem sagt tvískipt ég sé um að róa og reyna fiska. Sólrún og Birna eru í beitingaskúrunum Svanur Þór er landmaður sér um að greiða flækjur og hafa yfirsjón með öllu í landi. Með þessu móti verður mikið að innkomunni eftir í okkar vasa en eins og kannski allir vita er línuútgerð dýr. Svo erum við með eina konu frá Litauen sem betir fjóra bala á dag. Því miður lendum við í því að við urðum að láta konuna sem var hjá okkur í fyrra fara, hún Lima sem sem stóð sig svo vel í fyrra datt bara í það og var farin að koma full í beitingaskúrinn og það fór lítið fyrir beitingu hjá kellu. Við horfðum nú framhjá þessu og héldum að þetta væri eitthvað uppáfallandi en þegar kella var búin að vera full í viku þá bara sáum við að þetta gengi ekki lengur svo hún fékk uppsagnar sms og hún Jurgita kom í staðinn ætla ég að vona hún standi sig.

P6240041 

 Við feðgar að fara taka balana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar kella var í þessu formi gekk að sjálfsögðu lítið í skúrnum og var orðið mikið óbeitt því við reyndum að halda áfram að róa. En nú er þetta komið í lag sem betur fer.

P6240047

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6240046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðasta sjóferð var sú besta hingað til í tonnum eða rétt tæp 3. tonn á 16. bala en besta sjóferðin í ár er sjóferð nr tvo sem var rúm tvo tonn á 10 bala en þá var ég einn en nú er ég kominn með félaga með mér íslending sem flutti til Tana sem er hérna fyrir fyrir innan Batsfjord inn í landi þar sem Samarnir búa. Hann er sem sagt með mér og ætlar vera eitthvað svo nú er þetta aðeins meira í betingu minna um frí, þó svo ég ligg í landi þá er nóg að gera í beitningaskúrnum.

 

Það er alltaf að fjölga íslendingum í útgerð hérna ytra menn sem hafa ákveðið að freista gæfunnar hérna. Á þessu ári hefur verið nánast flóðbylgja og maður spyr sig hvers vegna menn séu að "flýja besta kerfi heimi". En ég held að norðmönnum sé farið að láta þetta fara pínulítið í taugarnar á sér og þeir bara skilja ekkert í þessu þeir sjá í fréttum að sjávarútvegurinn á Íslandi sé í svo miklum blóma og svo er við að flýja hingað þeim finnst mikill mótsögn í þessu. Staðreyndin er sú að hér er bara mikið auðveldara að komast inn kvótar eru ódýrir miðað við Ísland og svo er opna kerfið sem er opið öllum atvinnusjómönnum.

 

Að gera út trillu hérna er enginn peningavél en það gengur vel upp og þú ert þinn eiginn herra og þú sérð árangur kannski aðeins öðru vísi en þegar ég var tildæmis að basla í því að gera út á leigukvóta á Íslandi þá sá maður aldrei til sólar var í rauninni þræll.

Það eru sjö bátar hérna sem róa með flotlínu þ.e.a.s landa hjá Batsfjordbruket. Svo eru einhverjir hjá Norway Seafood.

P6240045

 

Hér er einn af þeim sem rær hérna hann Olav á Start hann vill helst ekki nota krana til að taka bjóðin um borð heldur gerir hann þetta svona þegar það er fjara. Hér erum við feðgar að hjálpa honum

 

 

 

 

 

 

 

P6180039

M-Solhaug að draga netin um daginn en hann er bæði útbúi  til að róa með net og línu.

Þegar hann rær með línu notar hann handbeita línu er ekki með beitingarvél tekur 800 bala með sér í senn og svo fyrstir hann aflann um borð. Kemur hann svona ca einu sinni í viku að ná í bala og svo landar hann á 14 daga fresti.

 

 

 

 

P6140027 

 

Hér sjáum við M-Solhaug á landleið hann er nánast nýr kom í apríl í fyrra byggður í Tyrklandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í lokin er einn gamall trébátur hann Klogrunn fra Balstad

P6140034


Flotlínan byrjuð.

Já búið er að ná í fjölskylduna niður til Bodo svo var keyrt á nýja Peugeot bílnum frá Bodo til Batsfjord rétt rúmlega 1300 km sem við keyrðum, krossuðum Svíþjóð og Finnland á leiðinni. 

WP_20150603_15_06_19_Pro

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan þegar komið var í Batfjord var bræla og ekkert að gera nema gera nema beita, svo á sunnudaginn síðasta var farið í fyrsta róðurinn með flotlínu var farið í samfloti með Olav á Start og var árangurinn bara fínn eða rétt rúm 200 kg á balann. En tíðin er búinn að vera frekar leiðinleg svo það verða aðeins þrír róðrar í vikunni. En flotlínu er ekki hægt að stunda nema það sé gott veður og er 8 til 9 metrar á sek bara grensinn á til að einhver alvöru árangur verður. Ýsan sem veiðist er stór og bara flott ýsa.

WP_20150607_22_06_55_Pro 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þessum skrifuðu orðum er bræla hérna vestan kuling ( kaldaskítur) svo það verður ekkert sjóveður fyrr en á sunnudaginn tíminn er notður til að betrum bæta og að sjálfsögðu að beita upp.

 

 

Nú hefur komið í ljós að ýsustofninn er miklu stærri heldur en reiknað var með svo það er búið að auka heildarkvótann um 25% og búið að auka kvótann hjá bátum undir 11m um 92%. Já fiskifræðingarnir misreiknuðu hryggingarstofninn um rétt rúm 300 þúsund tonn. Þegar það var orðið ljóst var fundað með Rússum og kvótinn aukinn 25%. Kannski mættu menn taka þetta til athugunnar á skerinu.

 

Það eru komnir 30 balar í frystrinn og allt orðið klárt fyrir næstu viku. Vonandi verður framhald á fiskerínu og vonandi verða veðurguðurnir okkur hliðhollir.

 

Ég held að þetta sé annað hvort Guðbjörg GK eða Árni ÓF síðan Stapi BA-65. Ef þetta er Stapi þá var ég þarna vélstjóri í gamla daga.

WP_20150611_07_47_50_Pro

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag fórum við í Rema 1000 svona bónusverslun þeirra norðmanna og þar var ekki þverfótað fyrir íslendingum en var þar áhöfnin af Sigurbjörgu ÓF og af Norma Mary.

 

Hérna er svo einn sem var færeyingur einu sinni en er nú rússneskur gamla Skálaberg. búinn að liggja hérna í langann tíma.

WP_20150611_07_48_33_Pro

 

 


Allt að verða komið fastar skorður

Já lífið farið að komast í réttar skorður hjá okkur hérna upp í hjara veraldar. Byrjað að róa á fullu eða eigum við ekki að segja á svona 50% afköstum því það er ekki komið fullur gangur í beitniguna en það fer að komast á fullu ferðina.

róður 3 2015 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meiri segja er sumarið komið hingað og hugsa ég að sumarið sé svona þremur til fjórum vikum fyrr á ferðinni heldur en í fyrra hérna upp frá. Ef sumarið verður gott þá verður vonandi gott ýsufiskerí. 

róður 3 2015 007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú er held ég komið að því að fara prufa flotlínu að einhverju alvöru fara að leita að lóðningum og leggja heila setningu. En í síðustu viku hef ég verið að leggja á botninn. Fiskerí hefur verið þokkalegt nema í blíðunni í nótt þá var búm hjá kallinum en svona getur þetta verið ekki alltaf mok.

róður 3 2015 009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir aðeins tæpa viku í drift er komið frí hjá áhöfninni á Jakob. En ekkert verður róið mánudag, þriðjudag og miðvikudag. En ég er að fara til Reipa til að ná í bílinn og restina af beitngarfólkinu ( fjölskylduna). Síðan er planið að keyra hingað upp eftir og þess vegna er þetta svona langt frí því það tekur tíma að keyra þessa 1200 km sem vegalengdin er hingað upp eftir frá Reipa. Ég sem sagt flýg héðan á morgun til Bodö og þangað kemur fjölskyldan og við höldum þaðan hingað upp eftir aftur í sumarið.

 

 

 

Svo það mun fjölga fljótlega í kringum okkur Jakob sem er bara mjög jákvætt.

 


Búinn að koma sér fyrir.

Já búinn að koma sér fyrir byrjað beita og búið að fara í fyrsta róðurinn.

WP_20150526_13_34_27_Pro

 

 

 

 

Já það var haldið í fyrsta róður í gær, voru teknir 8 balar þar af 3 balar með 300 króka svo það var 360 krókar á meðaltali í hverjum bala. Byrjað var á því að athuga hvort eitthvað líf væri að leggja flotlínu jú það var líf á 40 til 50 fm svo kallinn ákvað að leggja einn prufubala og athuga hvort ýsan væri komin upp í sjó ekki varð mikill árangur af þessari prufulögn 31 ýsa. Þá var ákveðið að fara með hina 7 balana og leggja þá á botninn. Eitthvað var kallinn ryðgaður á lögninni og hnýti hann saman vitlausann háls á 3 bala þ.e.a.s neðri hálsinn en ekki efri eins og á að gera þetta uppgvötvaði ég ekki fyrr en of seint þá tók ég það til ráðs að bakka og reyna redda þessu en við það fékk ég línuna í skrúfuna. Að lokum gekk þetta nú allt upp og þokkalegur afli fékkst í róðrinum.

 

Þegar ég var með línuna fasta í skrúfunni hvarflaði að mér að fara út fyrir og skera úr skrúfunni og hugsaði ég til Sigga Brynjólfs hann á áttræðisaldri gerði þetta þegar hann missti stýrið á Sölva fyrir nokkru síðan þá ætti þetta ekki að vera mikið mál fyrir mig rétt rúmlega fertugann manninn að bjarga þessu en ég guggnaði þá þessu og lét línuna bara vera og fékk svo kafara til að skera úr skrúfunni í dag þegar ég var kominn í land.

WP_20150527_15_27_08_Pro

 

 

Þetta er þriðja sumarið mitt hérna í Batsfirði en hann Svein á Minibanken er að koma hérna í fertugasta sinn og svo mig vantar dálítið upp á til að slá metið hans og kallinn er svo sannanlega mættur búinn að leggja vormlínuna og alveg örugglega farinn að láta beita flotlínuna ætlar svo sannanlega ekki að missa af sumri hérna upp frá kominn vel á áttræðisaldur og hann er eins og Siggi Brynjólfs hann er að þessu vegna þess að honum finnst þetta svo skemmtilegt.

 

Þessi tók fram úr mér í gærkveldi Osvaldsson á honum er nokkrir íslendingar þ.á.m skipperen og þeir alveg mokfiska þessir.

WP_20150527_00_14_54_Pro

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kominn á leiðarenda

Eftir tæplega 5. sólarhringja siglingu með inniföldum hvíldarpásu eru við félagarnir komnir á áfangastað "Batsfjord". Hefur verið siglt að jafnaði í 18 tíma á sólarhring nema í gær þegar aðeins var siglt í 4 tíma frá Havoysund til Honningsvaag. En þar var ákveðið að taka smá brælustopp þar ekki nauðsynlegt en áhöfnin nennti bara ekki að hjakka í kaldaskít beint á móti og af því að það spáði lægandi í dag miðvikudag var ákveðið að því rólega.Svo þar var stoppað frá kl 14 í gær og lagt svo í hann kl 0200 í nótt.

Meira frá ferðalagi norður 2015 016

 

 

Honningsvaag í morgun eða í nótt þegar lagt var af stað áleiðis til Baatsfjord 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi sigling er búin að vera löng rétt rúmar 500 sjm. Meirihluti leiðarinnar er innanskerja þ.e.a.s. ekki út á ballarhafi heldur hefur maður skjól af þeim ótúlega mörgu eyjum sem klæða Noreg. Veður hefur leikið við mig alla þessa ferð spegilsléttur sjór nánast allaleið nema á síðasta leggnum Honningsvaag til Batsfjord þar fengum við félagrnir smá velting bara svona til að halda okkur í æfingu. Var á tímabili bara sólbaðsveður og lág þá undirritaður í sólbaði og lét cetrek sjálfstýringuna um stjórn Jakobs.

Meira frá ferðalagi norður 2015 009

 

 

Svo nú hefst annar kafli línuveiðar með tilheyrandi vinnu og skemmtilegheitum þú ert sko aldrei atvinnulaus þegar þú ert að róa á línu. En í sumar fæ ég góða hjálp frá fjölskyldunni svo þetta verður sannkölluð fjölskylduútgerð.

 

 

 

 

 

 

 

Meira frá ferðalagi norður 2015 005

 

Að sjálfsögðu hefur kallinn mætt mörgum skipum á leiðinni Norður og kannski ekki verið of duglegur að taka myndir en hér koma þó tvær. Neptune íslenska rannsóknarskipið og svo eitt af nýju gasflutingaskipum Norlines sem sagt keyrð á gasi eru ekki að flytja gas. Held að Norlines sé svona svipað fyrirtæki og Ríkisskip á sínum tíma og nú eru þeir að endurnýja skipin og nota þá gas sem norðmenn eiga yfirdirfið nóg af til keyra skipin 

Meira frá ferðalagi norður 2015 002


Lagður af stað

Lagður á stað í einn leiðangurinn enn sigla upp Norsku ströndina og er planið að fara til Batsfjord þar sem áætlað að róa í sumar. Þetta er nú frekar löng sigling held þetta séu rétt rúmar 400 sjm og er ég að vona geta tekið þetta á þremur sólarhringum með smá hvíldarpásum í milli.

Mai 2015 017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jakob á að vera í góðu standi, nýjar dísur í öllum spíssum, ventlar nýstilltir og ný túrbína og síðan að sjálfsögðu nýbotnhreinsaður og botnmálaður máling ofandekks verður að bíða betri tíma.

Mai 2015 008

 

 

 

Við komusr loksins upp í slippinn á miðvikudaginn síðasta og fórum svo niður á fimmtudaginn í gær var svo báturinn lestaður og eins ég sagði í byrjun hófst ferðalagið í morgun.

 


Norge

Þann 5. mai flaug ég til Noregs eftir stutt stopp á Íslandinu og í Vikersund fyrir utan Oslo keypti ég mér bíll og þaðan keyrði ég hingað upp eftir til Reipa þar sem Jakob hefur legið. Þetta voru rúmir 1300 km. Héðan er svo ætlunin að halda á stað siglandi norður eftir. Það var á áætlun að fara í slipp á föstudaginn en báturinn sem var upp fór ekki niður svo ég þurfti því að bíða yfir helgina. Búið að vera svo sem nóg að gera en í stoppinu hefur verið skipt um túrbínu og spíssar og ventlar stilltir. 

 

Báturinn sem er fyrir mér í slippnum heitir Meloysund Junior og er leikbátur eða eigum við að segja hoppybátur skipstjórans á Einar Erlend.

P5100025

 

 

 

Það væri ekki ónýtt að hafa svona leikfang útbúinn á snurvoð og nót. Báturinn er búinn að vera hér í yfirhalningu er sennilega að fara fiska makríll í sumar. Á þessum bát er hann að leika sér á þegar hann er ekki á Einari.

 

 

 

 

 

 

 

Hér í Reipa er komið sumar og flestir bátar komnir heim allir komnir sem voru á vertíð í Lofoten en þeir sem fóru upp til Finnmerku á vorvertíð er ekki allir komnir. Þar með eru flestir eru bara komnir í frí fram á næstu vetrarvertíð. Ekki margir héðan sem halda til Finnmörk í sumar aðeins Jakob N-32-ME held ég reyndar fara stóru bátarnir svo sem Einar Erlend, Meloyfjord og Stottfjord 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Vertíðarlok.

Í annað sinn á þessi fiskveiðiári voru vertíðarlok hjá okkur síðasti róður á mánudaginn  en þá kláruðum við viðbótina sem var bætt við eftir feb rannsókn. Voru þetta þrír og hálfur dagur og árangurinn rétt tæp 20 tonn. Á föstudaginn var svo haldið upp á lokin með því að taka veiðarfærin aftur frá borði og leggja Andra í langlegupláss  ( sem er svo sem ekkert til að halda upp á)  síðan var skálaði í wiskey með meðeigandanum.

PA290086

 

Afrakstur þessara vertíðar eru rétt rúm 82 tonn sem voru tekin í 22 veiðiferðum skipt í tvö tímabil frá 15. okt til 16.nov 2014 voru farnir 19 róðrar og svo frá 14.apríl til 20 apríl 2015 voru franir 3 róðrar. Lélegasti róðurinn var 767 kg og sá mesti 10.067 kg.

 

 

 

 

 

 

 

Arnarfjarðarrækjan er orðin bara svona hoppý hjá undirrituðum en má segja það sé skroppið á hana þegar undirritaður er heima í fríi vinna og frí sameinuð. Annars er búið að vera gott úthald hjá mér síðan í janúar er ég búinn að vera á Íslandinu rétt rúmar þrjár vikur og held aftur út þann 5. maí. Það er svo mikilir möguleikar í kringum trilluna Noregi að það er varla tími til að taka sér frí nú er framundan grálúða,ýsa og jafnvel fleira.

10389485_727773683971688_2491598706761538164_n

 

Nú er á stefnuskránni annað úthald sigla Jakob norður á bóginn að veiða grálúðu og ýsu. En í sumar verður breyting á fjölskyldan kemur einnig með og verður útgerðin algjör fjölskylduútgerð í sumar.

 


Frá síðustu færslu.

Hefur margt gerst, mánudaginn 6. apríl ákvað skipstjórinn á Jakob að taka pásu (frí). Og var því bátnum siglt í heimahöfn eftir  eigum við ekki að segja góða Lofoten vertíð fiskaði ég rétt rúm 42 tonn og var svo með félaga mínum á netum og fiskuðum við 250 tonn. Svo góð vetrarvertíð var lokið.

WP_20150323_16_51_57_Pro 

Algeng sjón þessa skakvertíð lóð ca 15 til 20 fm þykk.

 

 

 

 

 

 

 

 

Farið var með Jakob til Reipå þar sem hann fór í smá viðhald skipt um túrbínu, farið yfir spíssa og ventlar stilltir. Ég flaug svo heim til Íslands fimmtudaginn 9. apríl tók reyndar helgarfrí en svo var það innfjarðarrækja á Andra BA-101.

 

Við hjónin byrjuðum á innfjarðarrækjunni síðastliðinn þriðjudag en fyrr í vetur var heildarkvótinn aukinn um 100 tonn og fengum við um 19 tonn á Andra. Ekki reiknaði kallinn með neinu moki 2 til 3 tonnum á dag. En sem sagt var haldið í fyrsta róður á þriðjudaginn og var algjört mok var landað eftir daginn tæpum tíu tonnum og þá búið að fá svo stórt hal að það sprakk. Ég hugsa það hafi verið minnst 7 til 8 tonn (eða meir rækjan náði upp í skilju held ég sé með einhverja 12 metrar fyrir aftan skilju) af rækju í því hali. Við náðum rétt rúmum 3 tonnum en það var grátlegt að sjá rauða flekkinn þegar pokinn gaf sig. Já svona er þetta við áttum bara í erfiðleikum og hefðum kannski aldrei náð þessu öllu. eitthvað annað hefði kannski gefið sig.

WP_20150414_20_21_16_Pro

 

Allt orðið fullt og rækja bókstaflega yfir allt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum núna búin að fara tvo og hálfan dag og er langt komin með þessa viðbót eigum ca 4 tonn eftir. Aflinn hjá okkur núna er langt yfir tonn á togtímann. Í haust var okkur tjáð af Hafró þegar gefinn var út 250 tonna heildarkvóti að stofninn væri á mörkunum að vera sjálfbær, nú er búið að veiða næstum 350 tonn og enn er mokveiði ég held að veiðiráðgjöfin þetta fiskveiðiárið hjá Hafró sé bara eitt stórt búmm.

WP_20150414_11_15_53_Pro

 

Veður hefur leikið við okkur þessa daga sem báturinn hefur verið prufaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er helgarfrí og verður haldið á sjóinn aftur á sunnudaginn og vonandi náum við að klára þetta þá. Í framhaldinu verður svo haldið aftur til Noregs og rykið dustað af Jakob og haldið upp til Finnmark að veiða ýsu. 


Hefur ekki verið nein tími til að blogga.

 

Já það hefur ekki verið nein tími til að blogga það er bara búið að vera skakveður búið að fara 6 róðra í röð og fiska búinn að fiska ágætlega hef verið með þetta rúm þrjú tonn á dag einu sinni farið nærri fjórum tonnum svo það er farið að minnka kvótinn og væri í raun búinn ef þessar tvær aukingar hefðu ekki komið. Það er alveg ótrúlega mikill fiskur það lóðar undir bátnum allann daginn það er bara fá hann til að taka og alveg greinilegt að sumir eru flinkari en við hinir. Það sem hefur reynst mér best er að slaka niður í lóðningarnir og láta svo rúllurnar skak ca 20 fm upp fyrir lóðningarnir þá virðist maður fá fiskinn til að elta.

skaklandanir og fleira Röst 014 

 

Ég held að hendurnar á mér séu búnar að lengjast um ca 15 til 20 cm við að toga fiskinn inn fyrir og er ég farinn að dauð öfunda kallana af snikhaler eða angelvinsj myndi vera í íslensku slóðadragari sem sagt græja sem dregur fyrir þig slóðann um borð þannig að hendurnar fá frí búinn að sjá að þetta er alveg snildargræja, ein skakarnir sagði við mig ef þessi græja bilar fer ég í land svo einfalt er það. 

 

 

 

 

Skakflotinn liggur og bíður eftir löndun.

skaklandanir og fleira Röst 007

 

 

Stóri og litli bróðir nei annar er selfa og hin er viksund.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

skaklandanir og fleira Röst 005

 

Íslenskur seigur 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér fyrir neðan sjáum við Stine Helen þessi er bókstaflega alltaf með loðnuhleðslu alltaf fullur bátur milli fjögur og fimm tonn og tildæmis í dag landaði hann tvisvar var búinn að fylla sig fyrir kl tíu í morgun. Þegar þessi mynd er tekin var búið að hífa tvo strandveiðiskammta frá borði ( 12-1300 kg)

skaklandanir og fleira Röst 002


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband