Ætli neistinn sé farinn

Rólegt hefur það verið á Andra BA-101 í þessari viku ætli kallinn sé búinn að missa neistann?, en höfum við varla komist yfir 2 tonn í róðri þannig að ég held að vikuskammturinn hafi bara verið rétt rúm 11 tonn, og svo kórónaði kallinn þetta með því að taka undirbyrðið úr á fimmtudaginn og var því bætning langt fram á nótt. Svo í gær var rifið í öðru hali og misstum við því dýrmætan birtutíma í bætingu, en svona getur þetta verið þetta er ekki eintóm hamingja að vera rækjusjómaður.

 

Ýmir BA-32 er búinn með sinn kvóta og erum þá við Brynjar eftir frá Bíldudal og svo Egill ÍS frá Þingeyri. Jólafrí er framundan ætlunin var að róa á mánudaginn en eftir erfiða og svekkjandi viku gæti alveg farið svo að eina sem gert verður á mánudaginn sé að setja upp jólaseríuna.

 

rækja og fleira 2012 093

 

Egill ÍS að taka trollið í vikunni sýnist vera dálítið af L.Í.Ú fiski.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 094

 

Verið að losa frá pokanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 107

 

Kallarnir á Brynjar( eða strákarnir á Brynjar hljómar betur) að taka trollið inn á Geirþjófsfirði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 103

 

Síðasti dagurinn hjá Ýmir BA á þessari vertíð og þeir sennilega búnir að setja upp jólahúfuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 101

 

Hér má sjá kallinn í stöðinni eða símanum hvað annað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo að lokum ein mynd af þessum elskulegum fiskum sem hafa verið að koma alveg óbeðnir í veiðarfærið til að veita áhafnarmeðlimum mikla gleði.

rækja og fleira 2012 102

 

LÍÚ fiskar. 


Bloggfærslur 8. desember 2012

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 136117

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband