Enn er jólafrí

Já enn er jólafrí hjá rækjusjómönnum í Arnarfirði, það var á stefnuskrá að aflétta fríinu þann 10 janúar en vegna þess að Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði var ekki tilbúinn til að taka á móti rækjunni var ekkert í stöðunni nema framlengja fríið. Tíminn hefur svo sem verið notaður vel eftir þrettándann veiðarfæri yfirfarið og hefðbundu viðhaldi sinnt. 

Og nú er þetta að verða gott og kallinn farinn að ókyrrast, því frá annari bækistöð er farið að heyrast að sjá norski (þorskurinn) sé farinn að sýna sig og bátar farnir að verða varir og ekki langt að bíða þangað til hann verður kominn og vertíð hefjist í Lofoten. Skreien kommer eins og þeir segja. Blikur er nú samt á lofti varðandi verðlag og annað en það mun ekki breyta göngum þorsksins hann mun koma og það í miklu magni. 

Þegar ég var lítill að alast upp hér á Bíldudal voru bátar alltaf teknir í fjöru til viðhalds svo sem bolskoðun á vorin eða sumrin en ekki var mikið um að bátar færu í fjöru í janúar en það gerðist nú þegar strákarnir á Brynjari BA-128 tóku hann í fjöru til lögbundinnar bolskoðunar.

DSCN3108

 

 Brynjar BA-128 í fjörunni í vikunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3110

 

En má nú segja að veðurfar þegar Brynjar var í fjörunni var ekki janúarlegt frekar að það væri vor í lofti.

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo að lokum ein mynd af Andra BA-101 tilbúinn fyrir seinni hálfleikinn í Arnarfjarðarrækjunni

DSCN3113

 


Bloggfærslur 12. janúar 2013

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 136114

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband