26.1.2013 | 12:10
100 tonna múrinn rofinn
Já á fimmtudaginn rufu við 100 tonna múrinn á Andra BA-101 eftir frekar rólega byrjun á nýju ári hefur gengið bara ágætlega síðustu daga. Já byrjunin var léleg hjá kallinum og hélt hann á tímabili að hann hefði gert einhvern andskotann í trollinu og var því allt yfirfarið aftur og allt reyndist eðlilegt, á tímabili hafði hásetinn orð á því að hún væri sennilega í skipsrúmi hjá Forrest Gump svo lítið fannst henni ganga. Aðal ástæðan fyrir lélegum aflabrögðum fyrstu þrjá dagana var einfaldlega það enginn rækja var þar sem kallinn ákvað toga.
En núna er staðan svo að rétt þrjú tonn eru eftir af úthlutuð kvóta í Arnarfjarðarrækju. Og tel ég nánast öruggt að við klárum þetta í næstu viku.
Höfum við verið tveir á miðunum Andri og Egill ÍS því strákarnir á Brynjar hafa ekki róið nema þrjá róðra síðan okkur var leyft að byrja eftir áramót það helgast af veikindum en flensa hefur hrjáð þá. Egill hefur hinsvegar róið alla daga.

Lítið að gera hjá hásetnum eftir áramót miðað við í haust og þá er tíminn notaður til að skoða internetið t.d Facebook.

Sólin heiðraðri okkur í vikunni og þarna er hún að rísa yfir Hokinsdalinn það var ánægjulegt að fá sólina aftur

Egill ÍS að taka trollið í vikunni.





Gíslasker.
Veiðin hefur nú nánst öll verið fyrir utan sker þ.e.a.s rækjan hefur gengið utar sem er auðvita jákvætt minna stím og mikið þægilegra veiðisvæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. janúar 2013
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 136114
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar