Rækjukvótinn búinn.

Arnarfjarðarrækjukvótinn á Andra BA-101 er búinn. Má segja að vertíðin hafi gengið vel fyrir utan smá byrjunarörðugleika sem tafði skipið frá Veiðum. Fyrst má nefna gírinn sem hætti virka svo fór vatnsdæla á aðalvél. þessar bilanir urðu til þess að við vorum tvisvar slefað í land af sama skipinu Ýmir BA og svo að lokum þá var tíðin óvenjuslæm í nóvember. En að öðruleiti gekk vertíðin vel.

 Heildarafli á vertíðinni var rúm 112 tonn sem voru veidd í 37 sjóferðum. Besta ferðin gaf 7,5 tonn og sú lélegasta var 167 kg. Sú sjóferð var reyndar mjög stutt vegna bilunar. Meðalafli í sjóferð var því 3,027 tonn í sjóferð. Lönduðum við hjá Rækjuvinnslunni Kampa hf á Ísafirði gekk það mjög vel að öllu leiti. Tekið var langt jólafrí eða rúmur mánuður hættum við 7. des og hófum róðra aftur 14. janúar. 

 

Nú er búið að taka öll veiðarfæri frá borði og Andri kominn í langlegu, Verður að öllu óbreyttu ekki hreyfður fyrr en á næstu vertíð sem gæti hafist í lok okt á næstkomandi.

IMG_1371

 

Síðasta rækjulöndunin á vertíðinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1382

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1385

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 3. febrúar 2013

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 136114

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband