Þá er það orðið nokkuð ljóst.

Já af því að við fáum ekki afgreidda rekkrullen (netarúlluna) frá Rapp-Hydema fyrr en 22 mars, og því verða ekki verða dregin net á Öyfisk fyrr en í fyrsta lagi fyrr en eftir páska. Svo við förum yfir á Holmvaag

Norge 2013feb2 024

 

Kvótinn á honum er 145 tonn af óslægðum þorski og förum við Röst og löndum hjá John Greger sem er verkun sm var stofnuð 1920 og er nú rekin af þriðja kynslóð afkomanda. Þeir verka aðallega í skreið en eru svo með samning við saltfiskvinnslu sem tekur umframfisk .

Svona útidúr hvað ætli séu margar fiskverkanir á Íslandi sem hafa verið starfandi yfir 90 ár.

 

 

 

 

Í dag vorum við að standsetja Holmvaag starta um vél kveikja á kabyssunni og svona reyna gera þetta vistlegt fyrir næstu þrjár vikur í Röst. Svo á morgun byrjum við að steina niður netin og á mánudag eða þriðjudag gætum við farið á stað, ef ég væri orðinn 100% norðmaður myndi ég skrifa færum á stað í næstu viku.

Norge feb2013 004

 

Hér er mynd af Holmvag sem er tekin fyrir tveimur vikum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrripartinn í dag var snjókoma en þegar líða tók á daginn létti til og gerði fínt veður. Seinni partinn tók ég þessar myndir.

P3020027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P3020030

 

 

 

 

 

  


Bloggfærslur 2. mars 2013

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband