16.7.2013 | 18:32
Að sjálfsögðu
Klikkaði eitthvað hjá okkur í fyrsta túr, allt gekk á afturfótunum skífan hélt en hnífurinn fór til helvítis svo við urðum að gera svo vel að draga línuna nánast á höndum, það var seinvirkt og tók langann tíma og með flotlínu er það ekki svo magnað því línan flýtur bara í hafinu. Og þar sem við vorum svo lengi að draga rákum við langt austur og flæktumst saman við færi á botnlínu og fengum 6 bala nánast í haug. En fiskerí var gott 4 tonn á 12 bala. Þannig að það var eitthvað jákvætt við túrinn. Síðan var að fá gert við spilið renna skífuna og fá nýjan hníf það var handleggur og hefur tekið tvo daga. Noregur er erfiður yfirleitt með varahluti og fá gert við hluti en júlí er alveg gjörsamlega vonlaus ekkert hægt að fá gert sumarfrí yfir allt.

Hér sjáum við Batsfjordbruket og Stromoygutt liggur þarna við kajann.
En núna vonum við að allir erfiðleikar séu að baki og hægt verði að róa eitthvað.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. júlí 2013
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 143
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 187
- Frá upphafi: 136287
Annað
- Innlit í dag: 143
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 143
- IP-tölur í dag: 119
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar