Farið að ganga þokkalega.


Allt farið að snúast eðlilega 7-9-13. Allavega erum við búnir að fara í 6 róðra núna í röð og allt hefur fúnkerað að mestu, reyndar höfum við ekki getað róið með fullann gang síðustu skiptin gengur eitthvað hægt í beitningaskúrnum ætlunin vara að róa með 24 bala en við sáum það fljótlega það gekk ekki upp svo við höfum núna síðustu þrjá róðra farið með sextán bala aflabrögð hafa verið ágæt nema í dag þá var búm rétt um 80 kg á balann, annars hefur þetta verið svona 250 kg og best 400 kg á balann.
 
Þessi flotlína er að sjálfsögðu nokkuð frábrugðin venjulegri botnlína að þeví leitinu til að hún er bara á reki í sjónum og ferðast með straum þannig að það er ekki sniðugt að týna baujunni. Það er belgur á hverjum balaskiptum og korkur á miðjunni svo stillir þú bara dýpið með lengd á færi plús þunga t.d notum við 30 fm færi þannig að línan er á ca 30 fm dýpi.
 
 
Má segja allt hefur gengið vel síðan við komum okkur til Batsfjord topp þjónusta hjá verkuninni og allt hefur bara gengið vel lýst mikið betur á Batsfjord heldur en Berlevag.
 
 
Þannig að þrátt fyrir mikla byrjunarerfiðleika og eigum við ekki að segja bara tómt rugl í byrjun má segja að þetta sé farið að rúlla heldur fram á veginn, en það getur verið að ekki sé langt eftir af flotlínutímabilinu það er yfirleitt til fram í miðjan ágúst þá er það búið og ef kemur mikið að höfrungavöðum á svæðið þá er það búið fyrr því þá forðar ýsan sér og allt búið en við skulum vona að við fáum tvær vikur enn til að láta þetta ganga upp.
 
 
Batsfjord og lina 025
 
Hér sjáum við svo korkinn sem er á miðjum bala neðan í þessum kork er 30 fm færi og svo þynging til sökkva línunni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í Batsfjord er rekin hausaverkun og hana eiga íslendingar heimamenn kvarta sárann yfir lyktinni sem hefur ilmað yfir bænum, við höfum ekki rekist á þessa íslendinga en við hittum aðra íslendinga þegar Asta B kom og byrjaði að landa hjá Batsfjordbruket.
 
Batsfjord og lina 022
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og af því að Asta B á bræður og systur sem eru minni en hún og í Batsfjord er einn bátur sem er litli bróðir Asta en hann heitir Siggi Bessa.
 
Batsfjord og lina 023
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Má segja veður hafi leikið við okkur þessar rúmu tvær vikur sem við höfum verið hérna sannkallað Bíldudalsveður með logni og sól.
 
Batsfjord og lina 030
 
 
 
Já sannkallað Bíldudalsveður.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En það má nú samt segja að það sé kominn dálítill leiði í undirritaðann hefu eignlega verið allt of lítið heima aðeins í rétt rúmar fjórar vikur síðan 15 feb það er eiginlega orðið dálítið langt og sérstaklega yfir sumartímann mæli ekki með þessu.
 
Batsfjord og lina 034
 
  

Bloggfærslur 25. júlí 2013

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 143
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 136287

Annað

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband