Svona er það!


Já svona er þetta þegar búið er að ákveða eitthvað þá fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis. Á Föstudaginn síðasta var ákveðið að þessi vika sem nú er að líða skildi verða sú síðasta í þessi úthaldi í bili kvótinn að verða búinn og myndi alveg örugglega klárast í þessari viku í sex róðrum, en þá gerðist það auðvita að það bilaði alternatorinn hjá okkur en allt í lagi mjög vel útbúinn bátur með tvo alternatora þannig þegar bilar þá er einn til vara. Svo undirritaður skipti auðvita yfir á vara alernatorinn allt gekk ágætlega og ég hugsaði með mér hann hlýtur að hanga þessa nokkra daga en þegar átti að fara á föstudagskvöldið þá hlóð helvítið ekki (úps má ekki blóta honum) svona hann var rifinn frá og bilunin greind kolin búin. Seint á Laugardaginn lánaði einn mér kol og við skiptum um þau og vitir menn hann hlóð og nógur straumur var og allir ánægðir þá var haldið í róður á sunnudaginn og allt eins og það átti að vera 3,8 tonn lágu á 16 bala og áhöfnin bara nokkuð lukkulega. Á mánudaginn allt í lagi og við tökum 20 bala og förum á stað en þegar við erum að klára að leggja fara bara legurnar í helvítinu, við án straumhleðslu með 20 bala í hafinu rekandi því flotlína fer bara eftir straumnum. Það var ekkert annað gera en að byrja draga og vona að hleðslan á rafgeymunum myndi duga. En til vonar og vara höfðum við samband við Soloy sem var akkúrat að klára draga og hann var til í að bíða hjá okkur því það er ekkert grín að skilja flotlínu eftir. Þegar búið var að draga 12 bala var það orðið ljóst að við myndum ekki hafa rafmagn til að klára og þá tók hann við og dróg restina af línunni fyrir okkur.
Þar sem undirritaður var orðinn nett pirraður á þessu öllu saman fékk hann rafvirkja um borð í morgun með nýjan alterntor og var honum komið fyrir og fúnkera enda alveg glænýr og svo á morgun fáum við við svo nýjan vara alterntor. En auðvita í öllum látunum brutum við nippill á lensudæla þann nippill fáum við ekki fyrr en á morgun svo þetta ætlar að vera sagan endalausa þetta hættir kannski ef ég hætti við að hætta.
 
Nú eigum við eftir að fara þrjá róðra og vonandi komust við á morgun og á fimmtudaginn og svo síðasti róðurinn á föstudaginn. Það er byrjað að stokka upp línuna og ef allt gengur upp ættum við að geta farið að sigla heim á leið í byrjun næstu viku. 7-9-13.
 
Batsfjord 16 agust 021
 
 
Kallinn sjálfur að græja færi eitt af mörgum á flotlínu
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 16 agust 020
 
 
Farið með tóma bala fram dekkið
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 16 agust 019
 
 
Línan að renna út.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 16 agust 023
 
 
Set þessa af því mér finnst hún flott þessi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo að lokum einn mynd af belssuðum rafalnum sem brann yfir og fyrir einhverja tilviljun átti rafvirkinn hérna alveg eins á lager alveg ótrúleg heppni og við fengum hann á gömlu verði 12000 norskar krónur en nýr kostar 27000 þúsund.
 
Batsfjord 16 agust 027
 

Bloggfærslur 20. ágúst 2013

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 184
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband