18.2.2024 | 14:19
Nýja árið byrjað
Samt enginn róður á Solrun B fyrr en 7 feb , Ég tók ákvörðun að byrja ekki fyrr en 1 feb en svo var auðvita bræla fyrstu dagana svo fyrsti róður var ekki fyrr en þann 7 feb. Ástæðan fyrir því að byrja ekki strax þetta árið var vegna mikils kvótaniðurskurðar í þorski. ástæðan var sú að ef allt er eðlilegt eykst ýsan í aflanum þegar líður á Janúar. En auðvita varð góð ýsuveiði strax í janúar, svo maður er ekki Hábeinn heppni hérna.
Við ákváðum að róa litla Minibanken í Janúar yfirleitt er besta þorskverðið í janúar í Noregshreppi , en eins og ég skrifaði hérna ofar er ég greinilega enginn Hábeinn Heppni því við hjónin veiktumst sennilega fengið kvefpestina covid-19 sem keyrði okkur bókstaflega í rúmið í 14 daga frá 8 janúar. Svo janúar flaug bara fram hjá okkur.
Við náðum þó einum róðri í janúar við fórum á fimmtudagskvöldið 25.janúar með 10 bala , árangurinn varð undir væntingum alls ekki eins og hjá Hábeini Heppna. Síðan spáir bara brælu út þennan fyrsta mánuð ársins 2024. Árangurinn varð 1 róður í janúar.
Janúar 2024 var reyndar nokkuð stór dagur í norskum sjávarútvegi ríkisstjórnin lagði fram nýtt kvótafrumvarp sem nefnist á íslensku, fólk , fiskur og samfélag . Nú átti reyna stoppa samþjöppun og færa kvóta frá þeim stóru til smáu.
Eftir hafa lesið þetta frumvarpið upplifði ég mig í myndinni Groundhogs day því ég er búinn að upplifa þetta allt saman áður á Íslandi alveg ótrúlegt hvað mannskepnan er lík þegar kemur að samfélagslegum þætti á mótum sterkum kapitalískum boðorðum.
Skuldir í norskum sjávarútvegi hafa aukist verulega síðasta áratuginn tildæmis í norska kystflotanum bátar undir 90 fet (29 m) hafa skuldirnar aukist úr 3,3 milljörðum í 9,6 miljarða sem segt um 200%. Þetta er mest útaf kaupum á aflaheimildum kunnuglegt hummm.
Eins og fyrr hefur komið fram var lítið róið í Janúar við nýtum bræluna í feb til beita nylon vormlínu og lögðum svo tvo stubba ( 3 balar í stubb) og fengum fínann afla svo það kom inn í Minibanken. Solrun B leysti líka landfestar í feb og þar var Svanur Þór Skipstjóri því kallinn var upptekinn á Minibanken og í læknastússi í Kirkenes. Svo allt er að verða eðlilegt hér eftir langt jólafrí en þegar jólafríið er langt er stutt í páskafríið.
Þegar við hjónakornin vorum að koma í land á litla Minibanken varð á vegi okkar blaðamaður frá Kyst og Fjord og úr varð þetta fínasta viðtal við okkur enda lág ágætlega á okkur eftir velheppnað róður í kaldaskít
Hér mynd af okkur hjónunum tekið úr viðtalinu
https://www.kystogfjord.no/nyheter/i/jlR1xw/med-minibanken-full-av-torsk
linkurinn á viðtalið fyrir þá sem hafa áskrift af Kyst og fjord
https://www.kystogfjord.no/nyheter/i/jlR1xw/med-minibanken-full-av-torsk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. febrúar 2024
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar