Páskarnir búnir og

kvótinn á Minibanken kominn á seðill eins og sagt er hér í Noregshreppi. Eftir hafa skroppið til litlu eyjunnar Porto Santo fyrir páska og hlaðið rafhlöður og ná upp d vítamín skammti eftir svartann vetur.

1000013017

( tökum að sjálfsögðu lýsi á hverjum degi).

 

Svona var þetta á Porto Santo engin snjór. Porto  Santo nágranna eyja Madeira er lítil flott eyja sem verð er að heimsækja með sína 8 km löngu strönd og afslappandi andrúmsloft. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Settum við vormlínuna í hafið laugardaginn  12 apríl og drógum fyrsta sinn mánudaginn 14 apríl , og þá var ágætiskropp 2,3 tonn á 8 bala. 

Síðan urðum við að taka páskafrí enda lamast allt hér í Båtsfjord í páskavikunni allt stoppar upp og íbúanir þeysast flestir upp á fjall í litlu sumarbústaðina sína aðallega að moka snjó til koma sér inn og út. Við höfum ekki heillast að þessum lífstíl enda sýnist okkur vera bara meira en nógur snjór hérna í byggðinni sem ég hef mokað fram og tilbaka síðan í janúar og í dag 27.04 snjóar enn svo snjórinn er ekkert að hopa. Við sem sagt drógum næst annan páskadag og í dag vorum við búin með þennan litla kvóta sem við höfum á Minibanken. fiskeríð búið vera gott ca 400 kg á dreginn bala en við erum með 240 króka í balanum. kvótinn sem sagt kláraður í 4 róðrum  . Þrír í vikunni sem er að líða og einn fyrir páska. 

1000013060

 

Hér Minibanken fullur af fiski tæp 4 tonn , en þá er litli Minibanken síginn. Úgerðarmaðurinn lagar til en hallinn kom til að því að vestanvindurinn og sjórinn skapaði þennan bakborðshalla lausi fiskurinn rann of mikið yfir í bakborða.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nylonlína 3 mm þykk beitt með rækju lögð með hringjum og steinum. Steinn til halda línunni á sínum stað og hringurinn til fleyta henni frá botni við fleytum henni á vorin 4-5 fm frá botninum. Lögnin er niður landbakkann byrjað á 70-80 fm og endað ca 160 fm. Þetta er mjög þægilegur veiðiskapur fyrir miðaldrafólk eins og okkur.

1000013067

Minibanken er í opna kerfinu Sólrún  er eigandinn og er báturinn 10,06 m og fékk úthlutað í ár 8 tonn af þorski og síðan er svokallaður kystfiskkvóti sem tilheyrir eingöngu sveitafélögum sem hafa samsíkar rætur en samar eru  minnihluta þjóðflokkur sem býr í Noregi, Finnlandi , Svíþjóð og Rússlandi. Samar í Noregi skiptast svo upp í sjósama og Innsama ( landbúnaðarsamar) og það er sem sagt sjósamar sem fá kvóta sem deilis svo niður á alla báta í opna kerfinu í sveitafélögum sem hafa þessar rætur og fær Sólrún úthlutað 3 tonnum í ár. Svo samtals höfum við 11 tonn af þorski í ár. 

6,6% af heildarþorskkvóta norðmanna er í opna kerfinu en opna kerfið er opið fyrir alla sem vilja prufa sig. Skilyrðin eru þú verður eiga meirihlutann í útgerðinni og er fylgst mjög vel með því síðan verður sjómennskan vera þín aðal innkoma.

1000013064

 

Gott í lestinni á bankanum. Tek fram myndin er tekin áður en toppís var stráð yfir fiskinn. Minibanken er Viksund 33 fet þverhekkaður smíður 1973 úr trefjaplasti með vélina undir stýrishúsgólfinu 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Minibanken er sem sagt nánast eingöngu notaður til veiða þorskinn og kóngakrabbann sem við fáum  við höfum ekki veitt aðrar sortir á honum eins og ufsa og ýsu en þær tegundir hafa mikið rýmri kvóta nánst frítt fiskerí . Minibanken fer því ekki svo marga róðra á ári og held ég að í ár verði slegið met 4 róðrar að ná þorskinum og verður ca 6 róðrar að ná kóngakrabbanum en við eigum eftir 530 kg af krabba.

Má segja að útgerðin á Minibanken sé mjög arðbær í fyrra var olíukostnaðurinn 1,3 % af aflaverðmæti í ár stefnir í að hann fari undir 1% . Mininbanken er þar með einnig grænn þ.e.a.s púar út litlu af kolsýringi miðað við veidd kg og aflaverðmæti.

1000013050

 

Talandi um snjó þá er þetta svona hjá okkur í dag nóg af snjó til moka fram og tilbaka. Sólin reyndar komin hátt á loft svo ef við sjáum hana er hún fljót að bræða þetta. 


Bloggfærslur 27. apríl 2025

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000013050
  • 1000013064
  • 1000013067
  • 1000013060
  • 1000013017

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 136021

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband