En í Örnes

Ekki eru við farnir enn, Leiðindaveður á miðunum og mikill ölduhæð svo við erum bara rólegir, talaði við skipstjórann á Björnsson en hann liggur nú í Rörvik og bíður eftir betri skilyrðum, hann sagði að veðurútlitið væri bara ekki gott fyrir næstu 2 til 3 daga suðvestan hvassvirði eða stormur, það sem veldur þessu er sterk hæð yfir Stóra Bretlandi og við fáum því lægðasúpuna yfir okkur með Suðvestan og Vestan sem eru mjög leiðinlega áttir út á bönkunum sem gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur að athafna okkur. Polar Atlantic liggur líka hérna ennþá og bíður eins og við. Það væri sennilega hægt að vera að í landgrunnskantinum fyrir utan Alasund en þangað eru um 300 sjm svo við bíðum frekar, líka af því að ufsinn gengur norður eftir til að hrygna og hrygnir út á þessum bönkum Skinnabankanum, Haltenbanka og Trænabanka. Það er kominn svona nettur pirringur í mannskapinn alveg eðlilegt þegar ekkert er að gera. En við þrifum allann bátinn í dag og tókum mikið að dóti frá borði sem mátti fara, eins og frá línubeitingarkerfinu, en búið er að fjarlæga beitingarvél og rekkakerfið frá borði og á þar að út búa netastíur svo við getum verið með fleiri net sem er auðvita allt í lagi þegar búið verður að gera þetta klárt getum við verið með 800 net alveg eins og stóru dasarnir sem draga allann sólarhringinn og eru að leggja þetta 7 til 800 net á sólarhring. En þessir norsku netabátar eru algjörar þrælaskútur frá A til Ö. En annars er allt gott hérna nóg að borða og hægt að horfa á sjónvarp og liggja í tölvunni. En vonandi verði eitthvað fiskeri eftir þetta allt saman svo menn hafi eitthvað út úr þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 136715

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband