Nú fer þetta að koma.

Já nú fer þetta koma, svo virðist það vera að við getum farið á morgun því eftir spánni að dæmi verður hægt að koma sér á stað, það verður svona la la veður allt í lagi svona 10 til 15 m/sek næstu daga þannig að þetta lítur ágætlega í augnablikinu, en hann blæs hressilega núna og mun gera það fram á morgundaginn. Aage á Polar Atlantic ætlar að fara á morgun hann ætlar að setja stefnuna á Finnmörku hættur við að vera á Lofoten svæðinu. Morten skipstjóri á Polarfangst er kominn heim og skal einnig fara fiska svo bráðum verða þrír bátar frá Hr Skottheimsvik í drift í einu svo peningarnir ættu bráðum að fara streyma inn.

Ég fór og gekk frá pappírum vegna þess að ég hef ákveðið að opna reikning hérna í Noregi af því að sparisjóðurinn er farinn. Ég valdi Nordlandsbankann og svo bráðum mun ég fá reiking og netbanka svo ég get send peninga heim í gegnum netbankann það var aðal ástæðan ég valdi þennan banka hér frekar heldur en Sparebanken sem er svona svipað og Sparisjóðurinn heima. Ég hugsa það sé betra að geyma peningana inn á Norskum banka heldur í bullinu heima.

Keyrði eftir það með pólverjana til Inndyr sem er um 40 mín frá Örnes því þar hafa þeir bankareikinga í Gildeskaal Sparebank og þurftu þeir eiithvað að hitta og ganga frá hlutum, svo var mér boðið í mat um borð í Polar Atlantic var ágæt að fara og hitta mínu nordisku vini eins og segi alltaf við þá þegar við hittumst, eftir matinn fórum við svo í sund inn í Glomfjord fínn sundlaug alveg rétt hitastig til þess að synda svo var sauna á eftir. Verðið var kannski í hærri kantinum 82 krónur norskar og þegar ég sagði við mína nordisku vini dyrt þá sögðu þeir nej billig ikke saa dyrt! okkar þætti dýrt að borga 1600 íslenskar í sund en þetta er bara lítið dæmi um hvað þeirra kaupmáttur er miklu hærra heldur en hjá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já félagi eina vitið að leggja inn monningana þarna úti heldur en hér heima - vona að allt gangi í orden, já hann er lognhægur hér á ísó var góður í morgun en svo kom bara allt í einu vetur og hefur blásið hressilega í allan dag

Elfar Logi Hannesson, 8.3.2011 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 136714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband