10.3.2011 | 02:24
Á eftir 32 sjm til Rörvikur
Nú eru um 32 sjm eftir til Rörvikur. Fórum framhjá Brönnoysund áðan og þar mættum við Vesteralen sem er sem er ferja í hurtigruten og máttum við því bíða því þarna í sundinu er svo þröngt að við hefðum ekki getað mæst. Búið að vera mikill vnadræði með sjálfstýringuna hún er í tómu tjóni þetta er alveg ný stýring og ég er búin að lesa bæklinginn fram og aftur og prufa allt mögulegt en hún tekur engum sönsum er kannski allt í lagi klukkutíma en svo byrjar hún svinga kannski 15 af stefnu svo við stýrum eins og fullir séum, hvimleitt að hafa ekki stýringuna í lagi svo löngum tímum hef ég handstýrt. Verð að láta kíkja á hana í Rörvik áður en við förum á stað lengra, en þar er útibú frá söluaðilanum. Það er svona kaldaskítur á móti eins og er en gengur ágætlega um 7,5 sjm . Stundum farið nálægt eins og þessi mynd sýnir.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 123
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.