Skinnabanken dagur 2.

Byrjuðum að draga kl 0730 í morgun í skítabrælu Suðaustan bara stormi með snjókomu þannig ekki skyggni var ekkert, eftir tvær trossur lægði og slétti sjóinn en eftir hádegi kom hann með Norðan kalda og var þannig fram á kvöld en þá lægði hann og núna í nótt er logn, en hann á eitthvað að vinda þegar líður á daginn frá suðri á að vera kaldi seinnipartinn. Annars sýnist svo að það verði allt í lagi veður þessa viku en auðvita á það eftir að koma í ljós en svo er hann að lofa einhverju leiðindaveðri á helgi.

Það fiskaðist betur í dag heldur en í gær var þetta frá 296 til 480 ufsar í trossu og svo var hellingur af þorski með sem er ekki gott held að það hafi verið um 25 til 30% þorskur og ekki mikið eftir að þorskkvótanum. Kominn eitthvað um 7 tonn í bátinn af slægðum og hausuðum fiski mest ufsi. Virðist vera einhver ufsi hérna í kantinum frá 90 fm og niður fyrir 100 fm samt virðist ekki vera eins mikið og í fyrra hvort hann sé genginn hjá í storminum eða eigi eftir að koma ekki gott að segja en það kemur allt í ljós. kannski þarf að leita betur. Einn togari er á svæðinu og sýnist mér hann vera kominn niður í kantinn fyrir vestan okkur var upp á bankanum í dag og síðustu nótt en er nú kominn í kantinn. Einnig er Björnson hérna og er hann fyrir vestan okkur hérna í kantinum.

Við förum í land í kvöld og löndum í Rörvik á morgun og Agars fer í land og við út til að draga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

S.æll nafni

Fróðlegt að les þetta. Heyrum allt of lítið milli landa. Ég fór að lesa þig af þvi að ég sá "Skinnabanken", en hann heytir jú Sklinnabanken. minnst á hann í öllum veðurfréttum hér í den tið þegar ég bjó í Noregi.

Bestu kveðjur, 

Jón Kristjánsson, 13.3.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband