23.3.2011 | 07:37
Rörvik.
Nú liggjum við í Rörvik og bara bíðum eftir betra veðri hann hefur lægt í augnablikinu, en í gærkveldi var hann með upp til 33 metra á sek hér fyrir utan á Nordoyen og 27 metra á sek á Sklinna. Þetta ætlar ekki að verða einleikið með þetta veður, og það sem verra er ufsinn siglir bara framhjá hann bíður ekkert þó það sé slæmt veður. Eins og staðn er núna hugsa ég að ég geti farið og lagt á morgun, en það verður ekki gott fyrr en á föstudag og svo virðist það ætla að verða þokkalegt eftir það 7-9-13. Björnson liggur í Brönnoysund og ætlar hann að reyna fara á eftir til að draga en hann á netin í hafinu og hefur enginn kíkt í þau síðan á föstudag, ég þakka bara fyrir að ég hafi ákveðið að draga í mig og hugsa þetta íslenskt en ekki norskt, eins á Svenör sín net á bankanum en stóru bátarnir eru farnir suður þeir gáfust upp enda var ekkert fiskerí hjá þeim en NV áttin þykir ekki vera fiskiátt hérna sennilega hafa þeir farið suður á Haltenbanka eða alla leið suður á Mörekyst maður veit ekki.
Rörvik er svona 5-6000 manna staður og er höfuðstaðurinn í Vikna Komune (sveitafélaginu) veit ekki hvað margir búa í öllu sveitafélaginu en allavega er öll þjónusta hér fyrir hendi og nóg af búðum, svo mér sýnist þettta hljóta að vera svona 10 til 15 þusund manna sveitafélag en það er bara skot út í myrkrið. í gegnum Rörvik kemur öll skipaumferð sem siglir á ströndinni þannig að það er mjög mikið af bátum sem fer hérna framhjá og stoppar yfir nótt eða til að taka olíu eða vistir. Hurtigrutan kemur auðvita hér á hverjum degi og hér mættast suður og norðurleiðin eru hér á sama tíma. Hurtigbátur gengur einnig hér held að hann gangi milli Rörvikur og Namos. Hérna er flugvöllur og flýgur Wideroe hér á mörgum sinnum á dag bæði Rörvik- Trondheim og svo líka Rörvik-Bodo en þá er millilend á mörgum stöðum á leiðinni eins og Sandnessjoen og Brönnoysund. Redningskuta er staðsett hér Harald V. (Björgunarskip fyrir flotann) og eru þrír í áhöfn og þú vinnur mánuð á og mánuð í frí og eru fínn laun á þessum bátum, þar eru kafari til taks ef þú þarft að láta skera úr skrúfu og svo ef þú verður vélavana þá getur kallað eftir Redningskutu og hún kemur fljót og örugglega mjög mikið öryggi að hafa þessa báta og á þeim eru alveg toppmenn sem vita hvað þeir eru að gera. Hér eru Hansvik plastbátarnir smíðaðir kannski hægt að ná sér í góðann strandveiðibát fyrir sumarið "sennilega ekki ódýrir "
Ætlaði að setja inn myndir af Rörvik en netsambandið er svo lélegt hérna svo hægvirkt ég veit ekki útaf hverju en allavega er nánast ekkert 3G samband hérna í höfninni svo við höfum bara vanalegt gsm net sem er mjög hægvirkt og erfitt að setja inn myndir Svo það verður bara bíða betri tíma. læt þó flakka eina mynd af Harald V
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 123
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.