NV-stormur

Já nú er bara leiðindaveður og við liggjum bara í Rörvik, einhverjir bátar eru úti og eru að rembast við að draga en ég blés þetta bara af og hef ákveðið að hreyfa mig ekki fyrr en á morgun. Kl 0600 var 21,8 m/sek á eyjunni Sklinna og á Nordöyan var 18,7 m/sek og var þetta Norðvestan og er ölduhæðin svona í kringum 8 metrar. Þetta er bara ekki einleikið hvað er búið að vera slæm tíð ég var að bera þetta saman miðað við í fyrra þá fengum við eina brælu sem við máttum liggja í landi í 4 eða 5 daga en í ár eru bræludagarnir að nálgast 14 sem við höfum legið við bryggju og það á eiginlega á besta tímanum mars er yfirleitt mjög góður ufsamánuður hérna á Sklinnabankanum og í kantinum í kringum Sklinna. En við þessu er ekkert að gera og við verðum bara taka því veðrinu getum við ekki stjórnað það er alveg á hreinu.

Fékk veðurspá frá BP svokallaða borpallaspá sem er mjög góð og eiginlega betri en norska veðurspáin svona ítarlegri og hún segir að það sé að koma betri tíð og næstu dagar eigi bara vera góður svo ég verð bara horfa bjarstýnn fram á veginn og reyna gera best úr þessari vertíð, við verðum að ná að fiska fyrir allavega 600 þúsund í viðbót svo það verði svona þokkaleg laun út úr vertíðinni og það er markmiðið hjá mér núna þrjá 25 tonna túra í viðbót og þá er þetta komið og allt umfram er bara bónus.

Það snjóaði hérna í gærkveldi og fram á nótt svo núna er snjór yfir öllu og sennilega brosa gröfukallar hér eins og heima þegar snjóar allavega voru þeir byrjaðir að moka kl fimm í morgun.

Var að lesa það í Fiskeribladet að það er algjör þorsksprengja fyrir utan Norðvestur Noregi eða svæðinu frá Alasund til Kristiansund en þar hafa litlu bátarnir verið að fá óhemju að þorski það er að segja skrei (skrei er gönguþorskur sem kemur úr Barentshafi) og hefur þetta ekki verið svona í mörg ár og eru þetta mjög jákvæðar fréttir fyrir trillunar því nú þurfa þær ekki að fara norður til Lofoten eða Finnmörku til að ná í þorskkvótann heldur geta fiskað hann heima hjá sér. Og að sjálfsögðu eru þetta líka jákvæðar fréttir fyrir alla að þorskurinn sé farinn að ganga aftur svona langt suðureftir til að hrygna.

Aftur sagði útgerðarmaðurinn mér í gær að kaupendur væru orðnir mjög órólegir vegna þess hvað tíðin væri slæm það kæmi bara ekki nóg af þorski að landi í augnablikinu og þeir búast við algjörri sprengju þegar loksins gefur almennilega og þá muni koma of mikill fiskur á stuttum tíma og þá muni allt stíflast og komi löndunarbið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll heilla karl.  Gaman að lesa þetta hjá þér. Flott grein á BB.  Núna fer að vora er það ekki. Gangi þér allt í haginn. Kveðja mamma.

Birna (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband