27.3.2011 | 04:19
Á veiðum.
Já við drógum í dag og fengum kannski 4 tonn í 320 net, skilyrði voru mjög erfið í gær mikill straumur eða darlig forhold eins þeir segja hér. Var með trossur upp á bankanum og var bara ekkert í þær bara nokkrir fiskar, má segja að við hefðum fengið aflann í eina trossu en hún gaf allt í lagi afla en vegna þess hvað mikill straumur er var erfitt að koma fleiri trossum á þessar slóðir við þurfum alveg að nota 0,8 sjm á milli trossa hérna núna og þetta er smá hryggur sem virðist gefa einhverja fiska en hann er ekki stór svo í svona aðstæðum komast ekki margar trossur á hann. Þegar þetta er skrifað er bara nánast logn en mikill snjókoma í gær var annars leiðnda veður annars slagið blindbylur og kalda fýla. Mér heyrist það sé kominn uppgjöf í bátana hérna einn fór í gærkveldi en það var Ny Argo og Svenör reiknar með að láta sig hverfa eftir morgundaginn, svo er Vonar og Björnson hérna og eru þeir orðnir órólegir yfir döpru fiskerí . Það verður gaman að sjá hvort verður betra í dag með minni straum og betra veðri ef ekki þá verður maður bara taka því. Björnson fór með eina trossu upp í kantinn við Sklinna og verður fróðlegt að sjá hvort ufsinn hafi hlaupið þangað.
Alltaf sér maður eitthvað nýtt það var fiskur í matinn í gær karfi allt í lagi með það en kokkurinn heilsteikti kvikindið inn í ofni tók reyndar af honum hausinn en svo var honum bara skellt inn í ofn ekki voru margir sem höfðu lyst á þessu nema auðvita rússarnir þeir hökkuðu þetta í sig en pólverjarnir fúlsuðu við þessu en það var einn karfi á mann, ég hafði ekki mikla lyst ég sagði kokknum að ég vildi fá fiskinn flakaðann og annað hvort ofnbakað eða steikt á pönnu þá sagði hann ekki hægt að steikja á pönnu vegna veltings. Ég varð alveg orðlaus yfir þessum yfirlýsingum kokksins og lappaði inn búr og náði mér í súrmjölk og fékk mér hana í kvöldmat, nenni bara ekki að vera kroppa í einhvern karfa og beinhreinsa og svo helvítis hreistrið bara hafði ekki lyst því þetta leit ekkert vel út. Svo rússarnir munu hafa nóg að borða í dag kaldann karfa. Nei kokkurinn verður að elda mat sem allir hafa lyst á að borða og það er ekki mikið mál að flaka nokkra karfa og ofnbaka en þá hefðu allir borðað því ekki var vinnan að drepa þá í gær.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 108
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 136709
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.