28.3.2011 | 18:28
Stórt núll
Jæja búið að draga í dag, mjög lélegt ca 2,5 til 3 tonn í 330 net ekki hægt að vera stoltur af því fengum 6 tonn í gær og svo er svona miklu verra í dag. Loksins komið gott veður og straumur mjög lítill þannig ef ufsinn er á svæðinu ætti hann að fara koma. Það var líf upp á bankanum í dag svo ég færði trossurnar upp á bankann Þannig að það verður fróðlegt að sjá morgun, við fáum alveg eins útreið og Björnson fékk í gær en hann var vestar á bankanum og var með lítið og færði sig upp í kantinn við Sklinna og fékk betra en allt og mikinn þorsk ég á eina trossu þarna upp frá á 90 til 60 fm verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað verður í hana á morgun ekki fannst mér það fiskilegt ekkert nema misdýpi og ekkert var að sjá á dýptarmælirinn, en við verðum að sjá á morgun.
Annars er allt í góðu ætur matur í gær og nú læt ég kokkinn daga næturvaktina og svo sefur hann til hádegis þegar er svona lítið fiskerí eins hefur verið þá er hann nánast óþarfur nema til að elda ofan í okkur en hann er nánast óþarfur í eldhúsinu líka fær ekki margar stjörnur frá mér blessaður.
Læt mynd með þessari færslu af sjálfum mér og takið eftir húfunni þori nánast að fullyrða að enginn skipstjóri á norskum netabát notar eins höfuðfat eins og ég.Já Aston Villa húfan klikkar ekki þá liðið sé í djúpum þessa dagana. En Villamaður í blíðu og stríðu.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 108
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 136709
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.