Ágætt í dag.

Fiskeríið í dag bætti upp afar slakann dag í gær. En við fengum um 9 tonn í dag af hausuðum ufsa. Í trossuna sem ég lagði í kantinn var bara mjög gott hugsa 5 tonn og kom það eiginlega allt í fyrrihelminginn, ekki hafði ég trú á því að ég myndi fá mikið í þessa trossu þegar ég lagði hana í gær en svona er þetta. þar sem ég lagði er alveg svakalega hólótt og fór frá 95 fm upp á 45 fm enginn fiskur var grynnst en í kringum 80 til 90 fm var alveg mok. Á bankanum voru svo þessi fjögur tonn sem upp á vantar svo veiðin þar var líka skárri heldur en í gær, en á móti kemur að það lóðaði dálítið þegar ég  lagði í gær var svona grams við botninn, en í dag var ekki högg á mælir svo er frekar svartsýnn með þessar trossur á morgun en við sjáum til. Veður var gott í dag og straumur lítill og spáin er góð reyndar er haugasjór í augnablikinu en hann minnka í nótt og á alveg að vera slétt á morgun (kominn tími til). Vonar er hérna ennþá og svo er togarinn Kaagtind fleiri eru ekki á þessum slóðum í dag.

Það var pizza í matinn hjá blessuðum kokknum hefði nú frekar kosið alvöru mat þegar menn eru búnir að vinna í 13 klst verða menn að fá alvöru mat allt í lagi að hafa pizzu þegar legið er í landi, búinn að reyna segja kokknum þetta en annað hvort vill hann ekki skilja eða bara skilur ekki. Annars tekur hann næturvaktina og fær svo kríu yfir daginn, strákarnir vildu frekar hafa þetta svona heldur en að skipta vaktinni eins og við höfum gert vilja frekar fá meiri svefn þó það þýði meiri vinna á meðan kokkurinn svefur hefur reyndar ekki verið þannig fiskirí að það hafi reynd á þetta fyrirkomulag. Noregur 2011 002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 108
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 136709

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband