1.4.2011 | 04:57
Held bara það séu komin 40 tonn
Já það var ágætt í gær ca 11 tonn af hausuðum og slægðum ufsa. Þannig að lestarstjórinn sagði að nánst komin 40 tonn, fengum mjög gott í eina trossu og svona kropp í hinar nema þær sem voru á sjálfum sklinnabankanum voru tómar 300 fiskar í tvær 80 neta trossur eða kannski 800 kg í 160 net held að myndi ekki þykja mikið á Íslandi, en í Noregi leggja menn hiklaust ef þeir fá 300 fiska í 80 neta trossu og fjölga bara netunum svo þeir nái kannski 6 til 7 tonnum á dag eru þá kannski með 700 til 800 net í sjó og draga bara og draga og á stórum bátnum er bara dregið á vöktum. Veðurútlit er gott á eitthvað að blása í kvöld af frá Suðaustri og á að vera svona liten kuling eða kaldi á morgun en suðaustan áttin er góð hérna enginn straumur og bara vindur því vindurinn kemur af landi. Ég tók trossurnar sem ég átti á bankanum og lagði eina 40 neta trossu í viðbót hér í kantinn svo nú eigum við 200 net í sjó.
Í þessum töluðum orðum er sólin að koma upp og er að byrja skína þannig að það verður sól og blíða í dag eins og síðustu þrjá daga. Nú set ég bara stefnuna á 50 tonn fram á sunnudag og við sjáum hvort það takist ekki. Er reyndar alveg viss um að einn daginn hverfur þetta hérna en hvort það verður í dag eða á morgun verður að koma í ljós en vonandi verður kropp hérna eitthvað fram í apríl. 6. apríl í fyrra hættum við og þá drógum við upp fyrir 200 fiska í 550 net það var reyndar á sjálfum Sklinnabankanum svo það eru ekki margir dagar eftir held ég en það er á meðan það er. læt hér eina mynd af Björnson með þessu bloggi
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 96
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 136697
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.