4.4.2011 | 03:13
Á leiðinni til löndunar
Já nú eru við á landleið eftir langann túr en við fórum út föstudaginn fyrir rúmri viku og byrjuðum að veiða á laugardaginn fyrir viku, þannig að þetta verða átta dagar á veiðum og níu dagar í heildina. Við erum með ca 45 til 50 tonn, sem eru svona 6 tonn á dag. En veiðin í túrnum sveiflaðist frá 1,5 tonnum (í gær) til 12 tonn (fimmtudaginn) svo stundum var lítið. Veður var mjög gott í túrnum má segja að 90% af honum hafi verið í blíðu. Nú erum við 30 sjm frá Veidholmen og erum að fara inn í sundið milli eyjanna Froeya og Hitra og verðum í höfn um kl 9. Búinn að vera svo mikill mótstraumur nánast alla leiðina svo gangurinn hefur bara verið svona um 7 sjm á klst en núna er straumurinn kominn í afturendann svo farið að ganga betur. Við lögðum áður en við lögðum af stað en ég færði mig aftur norður eftir og setti svo tvær trossur á sjálfann bankann það lóðaði svona smá við botninn. En í gær sunndag var aflinn vægast sagt dapur eða 400 ufsar í 120 net og nokkrar löngur og nokkrir lýr. Þannig að þetta lóð sem ég sá var greinilega ekki ufsi. Við ættum að vera komnir að stað um þrjú leitið í dag aftur á miðin.
Á í erfiðleikum með að setja inn myndir veit ekki útaf hverju en myndirnar bara birtast ekki þegar ég reyni að hlaða þeim inn á síðuna, verð bara reyna betur seinna.
Að öðru ég var að tala lengi við skipstjórann á Björnson hvernig árið væri hjá honum útgerðarlega, en hann er með um 200 tonna þorskkvóta sem hann tekur yfirleitt í janúar og febrúar síðan er ufsi í mars og apríl, svo er það skötuselur á sumrin og haustið og með því fiskar hann karfa, ufsa og löngu allt í net er hann með skötuselsnetin í sjó allt sumarið og til jóla og vitjar hann tvisvar í viku en það má ekki vera með meira en 600 net í sjó á skötuselnum. En málið er það að einu kvótategundin hjá honum er þorskur. Karfi, ufsi, ýsa, langa, keila o.s.f.v er án kvóta fyrir bátaflotann hérna svo það eru svona meiri möguleikar fyrir einyrkja að spjara sig hérna heldur en heima þar sem allt er rígbundið niður. Svo finnst mér það algjör ráðgáta hvers vegna ekki er búið að ofveiða þessa stofna hérna hvers vegna er t.d. ýsan og ufsinn ekki löngu útdauð í frjálsri sókn, en reyndar má benda á það þetta á ekki við togararflotann. En samt umhugsunarvert ef heildarkvóti næst ekki hérna í nokkur ár þá eru veiðar gefnar frjálsar og samt er ýsukvótinn hérna einn sá stærsti í Atlantshafi, veit ekki með ufsann en sá kvóti er einnig mjög stór þrátt fyrir frjálsa sókn.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 76
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 136677
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.