Lélegt var það í gær!

NV stormur og enginn fiskur, kannski eitt tonn í allt heila draslið ég hafði ekki geð í mér til að leggja aftur svo ég tók allt inn og setti stefnuna á Rörvik og reddaði fari fyrir Jaro til Pólands. Ég er búinn að gefast upp að finna ufsa á þessu hafsvæði er að hugsa um að fara norður í Röst en vandamálið er þar er svo mikill þorskur að það er mjög erfitt að athafna sig þar. Alla vega sagði ég við Björn Kára á Björnson ef útgerðarmaðurinn yrði ósáttur þá væri það versta sem skeði að ég yrði sendur heim til Íslands. Nei fjögur tonn eftir 4 daga er bara alltof lítið og gengur ekki upp hvorki fyrir okkur strákana eða útgerðina að fiska fyrir kannski 10 þúsund norskar á dag gengur ekki.

Ég reddaði fari fyrir Jaro til Pólands og auðveldasta leiðin var að taka hraðferju frá Rörvik til Namsos og síðan rútu frá Namsos til Þrándheims og fljúga svo þaðan til Gdansk via Oslo, reyndar verður hann að gista eina nótt í Þrándheim á hóteli en það var auðveldasta leiðin.

Það er leiðindaveður á miðunum akkúrat núna á að lægja seinnipartinn, en núna er ég að bíða eftir upplýsingum um fiskríið kringum Röst hvort þetta sé möguleiki að fara og fiska þar í nokkra daga eða bara sigla heim og ljúka þessari hörmungarvertíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 30
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 136631

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband