Í höfn Örnes

Við erum komnir í heimahöfn komum þangað kl 0540 í gærmorgun. Við fórum frá Örnes 9 mars og komum til baka 14 apríl. Heimsiglingin gekk vel gott veður og við fórum svo inn með ströndinni við eyjuna Trana og sigldum svo innan skerja til Örnes. Núna er allur Polarflotinn í landi. Allir búnir með kvótann, Polar Atlantic, Polarhav, Polarfangst og Holmsvaag, reyndar er Öyfisk einnig hérna og á hann eftir að fiska kvótann. Polarfangst var fljótur að taka kvótann en hann er á snurvoð hann var rúma viku að veiða 140 tonn. Það er alveg ótrúlega mikill þorskur hérna núna (eins og víðar nema hér má veiða hann ). Það var í útvarpinu í gær að norsk stjórnvöld eru að skipuleggja að setja á bifangstreglu frá 1. maí þ.e.a.s liðka fyrir því að hægt verði að veiða aðrar tegundir, megum við því vera með 20 til 30% af þorski sem meðafla á vikugrundvelli og fáum við fullt verð fyrir þann fisk ekkert hafróbull. T.d ef við komum með 20 tonn af ýsu þá megum við vera með 6 tonn af þorski. Þetta er gert vegna þess að óvenjulega mikið af þorski er á slóðinni núna t.d í fyrra um þetta leiti var þorskurinn nánast farinn frá Röst en í dag er ennþá mok og bátunum fækkar dag frá degi. Þessi bifangstregla miðast í dag við 21 m en verður að öllum líkindum hækkuð upp í 27 metra. Á hún byrja 1.sept samkvæmt lögunum en verður sennilega 1.maí eins og ég sagði áðan. Togarar og stóru bátarnir fá ekki bifangst það eru bara kystflotinn eða strandveiðiflotinn bátar undir 90 fetum (27m).

Núna eru við á fullu að gera upp ufsavertíðina. Þetta er svoldið öðruvísi heldur en heima. Svona gróft dæmi. Hvernig þetta lítur út.

Við fiskuðum fyrir :          880.000.-                                                                                                

Svo koma frádráttarliðir

Olía við notuðum 29 tonn og hún kostar 5 kr norskar (100 íslenskar) svo kemur niðurfelling á moms(virðisaukaskattur) þannig verðið verður 4,3 kr (86) Við notuð olíu fyrir 124.000.- nrk

Kostur. við keyptum mat fyrir 28.521.- nrk.

Annar frádráttur s.s sími, hafnarkostnaður,ís, og fleira: 15.000.- nrk.

Þetta er allt dregið frá heildartölunni: 880.000 - 167521= 712.479.-

Þannig 712.479 kemur til skipta og við áhöfn fáum 46% af þeirri tölu. Eða 327.774 sem skiptist á 8 staði. Einn hlutur = 40.967.- ( 819.935.- íslenskar). Einn sem fær aukahlut er skipstjóri en hann fær einn og hálfann hlut. Þannig að hluturinn hjá honum er semsagt 61.450.- norskar.

Vélstjóri fær fastaaukagreiðslu á mánuði sem er 6.500 eða 130.000 (reyndar er ekki vélstjóri hér heldur mótormaður þarf ekki vélstjóra)

Kokkur fær aukagreiðslu upp á 5.200 á mánuði.

Bedsteman (bátsmaður þurfum ekki stýrimann) fær aukagreiðslu upp á rúmar 3.000.- á mánuði.

Svo þetta er aðeins öðruvísi heldur en heima t.d er olía aðeins um 14% af aflaverðmætinu hérna en heima er tekið 30% fast sem frádrag í olíu sem hefði þýtt fyrir okkur helmingi meira frádrag. Annað sem er öðruvísi aukahlutir þekkjast ekki og er það mjög gamalt að menn fengu aukagreiðslu fyrir að sinna aukastörfum um borð og segja mér norskir sem þekkja til að þessi upphæð hafi nú ekki hækkað mikið í gegnum árin eins og hún hefði kannski átt að gera. Annað sem en er við líði hérna er lærlingar ungir strákar eða stelpur sem byrja eru ráðnir upp á hálfann aflahlut, síðan metur áhöfnin það eftir vissann tíma hvort þeir telji að að þeir séu orðnir 75% eða 100% háseti, ég hef tekið þátt í einum svona fundi í messanum þar sem fjallað var um lærling hvort það væri rétt að hækka hann úr 75% í 100%, það er áhöfnin sem ræður því og oft verða lærlingar því lengur á hálfum launum heldur en þeir eiga kannski skilið því með því að hækka þá í launum lækka launin hjá hinum . T.d ef við hefðum haft lærling hefði aflahluturinn verið 43.703 hefði hækkað um 3.703 kr, þannig að þetta geta verið þónokkur upphæð t.d á góðum uppsjávarbát eða eftir góða netavertíð.

Annað sem er allt öðruvísi hérna en heima það er með réttindamenn. Þetta skip sem ég er skipstjóri á er 27m langt er með tæplega 600 hestafla Callesen mótor. Ég er einni réttindamaðurinn um borð. Þ.e.a.s krafan er að vera með einn skipstjórnarmann þarf engann vélstjóra því vélin er undir 600 hestöflum. Ef þessi bátur væri gerður út á Íslandi þyrftum við tvo skipstjórnarmenn og tvo vélstjórnarmenn sem sagt fjóra í staðinn fyrir einn.

Já páskafrí er framundan og ég fer heim, flýg ég heim á sunnudaginn og þarf útgerðin að borga fyrir það 82.000 íslenskar krónur aðra leiðina Bodo-Reykjavik. Pólverjarnir fara til Berlínar og þarf að borga fyrir Bodo-Berlin 36.000.- Það er því rúmlega helmingi dýrara að fljúga til Reykjavikur heldur en til Berlínar ekki veit ég hvort flugið sé mikið lengra heim munar einhverju. Reyndar er páskafrí og öll flug mjög dýr og sennilega sérstaklega til Reykjavikur þar sem margir ætla heim yfir páska og ekki mörg flug í boði bara tvo á dag beint frá oslo sem er kannski orðið of lítið miðað við fjöldann sem er farinn að vinna hérna ytra. Ég hefði getað beðið fram á Þriðjudag en þá hefði ég fengið flug mikið ódýrar eða á kringum 50.000.- og útgerðarmaðurinn vildi það, svo sennilega þarf ég að borga mismuninn á milli þessara fargjalda. En við sjáum til.

Hér í Örnes er rigning og sunnanblástur en þetta er búið að vera svona veðurlag í allann vetur hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 30
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 136631

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband