Napp

Við liggjum við kaja í Napp í Lofoten. Og lönduðum hér um 7,3 tonnum (Frown). Seldum fyrir 67 þúsund sem er nú ekki svo svakalega mikið en samt byrjun. Gæðin voru fín og við tókum um borð íslensk hálfkör svo hér er menning. Þessi staður kom mér á óvart ekki stór en greinilega mikill útgerðarstaður og stór fiskvinnsla sem er eingöngu í ferskum fiski flakaður og sendur í burtu og bátarnir landa hér blóðguðum fiski í krapa eins og heima en hér er enginn endurvigt aflinn er settur á rist til að taka ísinn þannig myndast ekkert svigrúm fyrir kvótasvindl (allavega ekki í ísprósentu eins og við þekkjum heima). Alltaf gaman að sjá alvöru fiskiþorp þar sem margir bátar og greinilega mikill drift hér yfir 40 til 50 bátar landa hér á vertíðinni en svona venjulega eru það svona í kringum 10 til 15 árið í kring. Flestir bátarnir eru með lofotenlínu og svo eru nokkrir snurvoðabátar. Það er gaman að sjá að það séu til ennþá þorp eins og þessi þar sem útgerð og vinnsla blómstrar, annað má t.d segja um minn heimastað Bíldudal. en samkvæmt kenningu Tryggva Þórs Herbertssonar eru bara til svona staðir í Noregi ennþá því norðmenn hafa efni á því en ekki við íslendingar samkvæmt honum eru þessi þorp eins og Napp, Röst og Væroy haldið úti af byggða og félagslegum aðstæðum en þar sem við höfum ekki efni á því íslenska þjóðin urðum við að slá af þorp eins og Bíldudal, Súðavík, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð og Flateyri. (hann er ekki lagi held ég). Þess má geta að íbúar á eyjunni Röst eru þeir íbúar sem eru með hvað hæðstu tekjur af öllum stöðum í Noregi og skila hvað mestu til samfélagsins í gegnum skatta.

Við erum að bíða eftir flóðinu innsiglingin er frekar grunn hérna svo við verðum að bíða þangað til svona hálf fallið að. Hún er stutt, grunn og mjó Er tekin sveigt á milli tveggja stóra klappa sem greinilega.

Veðrið er alveg dásamlegt sól og hlýtt. Napp 032

Hér er mynd af höfninni í Napp Polarhav liggur við löndunarkaja svo eru bátar í röð þarna hinum megin sem flestir eru búnir með kvótann og eru að bíða eftir að ýsan fari að gefa sig aftur til.

Napp 020 Innsigling inn í höfnina ekki löng en frekar grunn.

Napp 023 Að eiga sína eigin bryggju og verbúð er auðvita bara toppurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband