12.5.2011 | 16:27
Búnir í dag.
Já við erum búnir að draga í dag, aflinn tæp 3 tonn af löngu, karfa og ufsa. Byrjuðum snemma að draga í morgun og má segja að hafi verið frekar jafnt í allar trossur í dag svona um 500 kg í trossu. Allt hefur gengið í eins og í sögu gott að draga gott veður öll bestu skilyrði nema fiskurinn. Og nú er bara afslöppun til kl 0630 í fyrramálið.
Kokkurinn eldaði kjúkling í dag lördagskylling(laugardagskjúkling) en það er svona ódýr kjúklingur og er hann frekar oft eldaður hérna um borð full oft fyrir minn smekk.
Nú er mikill umræða hérna í Noregi útaf frístundarfiskimönnum en þeir meiga fénýtta fiskinn sem þeir veiða held að hver og einn megi fiska eitt tonn af þorski. Og er dæmi um að hjón hafi á Lofotensvæðinu hafi náð í þennan skammt á tveimur kvöldum sem hafi skilað þeim hátt í 30 þúsund norskar (600.000 þúsund íslenskar), en þorskur var um allt í Lofoten svo það var bara nóg að fara rétt út til að ná í aflann. Síðan er líka sögur um að fiskimenn þegar þeir voru búnir með kvótann notað aðra fjölskyldumeðlimi og fengið frístundarkvóta og drýgt sinn kvóta aðeins en það er ekki löglegt þú mátt ekki veiða frístundarkvóta á skráðum fiskibátum aðeins á óskráðum bátum eða skemmtibátum þannig strangt til tekið er verið að stunda kvótasvindl. Þannig að Ívar frændi minn gæti veidd hér tvo tonn af þorski með pabba sínum á litla plastbátinn sinn og þénað vel á því. En mikill ónægja ríkir með að skráðir fiskimenn séu að notfæra sér frístundarkerfið og hafa verið miklar deilur undanfarið í norskum bloggheimi.
Grálúðutímabilið byrjar hér 29. maí og stendur í einn mánuð en þá má mega fiskibátar fiska grálúðu með netum eða línu, held að kvótinn sé um 25 tonn á bát sem er að skila ca 3-400 þúsund norskum krónum (6 til 8 miljónir) svo þetta er mikill búbót fyrir marga fiskimenn. Og fiskkaupendurnir eru byrjaðir að auglýsa á fullu það þeir séu tilbúnir að kaupa gálúðu og sumir bjóða meira segja fría beitu fyrir línubátana.
Skötuselstímabilið byrjar 15 maí og er til áramóta held ég alveg örugglega og mega allir reyna fyrir sér á skötusel en hámarkið er 300 net á bát og er því fylgt eftir með mjög háum sektum ef þú ert tekinn svo ég held að fáir geri það einnig þarft þú að melda inn trossurnar til kystvakt svo erfitt er að fara framhjá þessu og hafa fleiri net. En öll net sem eru lögð fyrir utan 4 sjm þarf að tilkynna til Kystvakten þetta á einnig við línu sem lögð er fyrir utan 4 sjm.
Segi þetta gott að sinni en við eigum von á gesti í fyrramálið en kystvakten er búinn að melda sig um borð frá skipin Kv Barentshav og liggja þeir núna á reki hérna eins og við og bíða eftir að við byrjum að draga að athuga hvort við séum að veiða þorsk en við erum búnir með þorskkvótann svo þorsk meigum við helst ekki fá.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.