Löndun í Napp og svo stefnan tekinn á Asgard olíusvæðið

Napp nr 2 015Svona fara þeir í Napp Fisk, taka ísinn frá. Einfald og gott ísinn fer bara í gegn um ristina og svo fer fiskurinn á vigtina, þeir hjá Napp Fish vilja helst fá fiskinn í karpa (ís og sjór) og þá er ísvatnið síað frá með þessari aðferð. Enginn Hlynur Verkstjóri (eða vigtarstjóri eða ráðsmaður eða húskall ). Vigtarmenn er bara óþarfir hérna.

Napp nr 2 016Og hér sjáum við fiskinn á ristinni og ísinn og vatnið fer í gegn og aðeins fiskur er veginn ekki ís eða vatn.

Við lönduðum í morgun veit ekki hvort ég eigi að þora segja það en það vorum 5 tonn sem við seldum fyrir 54 þúsund. Síðustu tveir dagar voru bara alveg skelfilegir svo meira verði ekki sagt. Fengum verðhækkun á karfaanum um 3,5 kr (70 kr íslenskar) mjög góð gæði rauður og fallegur og ef hann heldur áfram að vera svona gæði gæti hann jafnvel farið í með hann 2 krónur meira upp og verðið væri þá um 13 kr (260 íslenskar). En karfanum er pakkað í frauðkassa og sendur til Þýskalands og ef hann er rauður og gæðin í góðu lagi fer hann beint í fiskbúðir og þá geta þeir borgað hærra verð. Svo verðin eru í góðu lagi vantar bara fiskinn.

Noregur Maí 031Smá karfakropp. En beinn sókn er bönnuð í karfa hjá okkur  en við meigum vera með 20% sem meðafla. Svo í júlí og ágúst meigum við veiða karfa í net eins og við getum. Og mér skilst að menn geti hitt í góða veiði og margir netabátar reyna fyrir sér með karfann á þessum tíma.

Núna erum við á siglingu yfir Vestjfjorden og erum með stefnuna til Örnes þar verður einn maður að fara í land. Síðan förum við suður á bóginn til Asgardfelten en eru það ca 16 til 18 tímar þangað verðum við reyndar að taka olíu áður en við förum en við erum orðnir frekar olíulitlir höfum ekki tekið olíu síðan í febrúar svo við meigum taka olíu og kaupa eitthvað að borða. Hugsa að allar búðir eru lokaðar á morgun þjóhátíðardegi Noregs 17. maí.

Einn snurvoðarbátur var að landa í morgun um 7 tonnum eftir tvo daga sem hann fékk á grunninu við eyjuna Röst flottur bátur 15 metra. Ég fór að spjalla við hann svona um snurvoðaveiðar og bara allt og hann sagði mér að margir snurvoðarbátar væru farnir að landa fiskinum lifandi héldu honum lifandi í tönkum og lönduðu honum svo lifandi inn í vinnslunar ekkert áframeldi bara lifandi fiskur beint frá borði inn í vinnsluna og þeir bátar sem gerðu þetta fengum 20% aukningu á sínum þorskkvóta svo það er ekki svo vitlaust. Hann sagði að ekki væri hægt að vera með betra hráefni fyrir ferskfiskvinnslurnar.

Við ættum að vera í Örnes kl 20 í kvöld og svo förum við suðureftir.

Napp nr 2 013 Það má segja veðrið sé búið vera svona frá því við byrjuðum bara blíða og blíða.

En segjum þetta gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sínist að það þurfi húskalla sumstaðar  ha ha

Hlynur Verkstjóri (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband