18.5.2011 | 04:20
Á leiðinni frá Örnes til Rörvikur

Nú erum við að siglingu frá Örnes til Rörvikur og erum væntanlegir kl 1000 í Rörvik, fyrir hálftíma síðan fórum við í gegnum Brönnoeysund. Veðrið er búið að vera gott logn og súld. Við eigum að taka olíu í Rörvik ekki veitir af aðeins um 7 tonn í bátnum. Eftir að við tökum olíu verður stefna sett út til Asgard til að leysa af Jonrit sem er að fara í áhafnarskifti til Kristiansund eigum við að vera komnir kl 1400 út til Asgard. Veðurspáin er frekar leiðinleg 15 m/sek frá suðvestri fáum þá tilbreytingu frá öllu logninu sem hefur verið allann maí. Við erum fjórir um borð skildum eftir 4 í Örnes. Og erum þeir núna um borð Polarfangst sem liggur við bryggju í Örnes.
Samferða mér núna eru tveir rækjubátar sem fóru frá Brönnoeysund um svipað leiti og ég fór þar í gegn ekki eru þeir búnir að kasta er á siglingu með mér eitthvað suður á bóginn.
Það eru 139 sjm frá Örnes til Rörvikur og svo frá Rörvik út til Asgard erum um 100 sjm. Og frá Lofoten til Örnes vorum um 70 sjm svo við komum til að sigla 310 sjm til að leysa bátinn af og fara alveg í þetta 6 dagar með öllu.
Sigld frá Örnes frekar tignarleg fjöll. Þegar ég kom til Noregs þann 1. maí var ekkert farið verða grænt en þegar ég kom í gær var allt orðið grænt og fallegt öll tré orðinn græn og bara orðið sumarlegt samt er ennþá snjór í fjöllum.
Þjóðahátíðardagurinn var í gær hjá norðmönnunum og var mikið um dýrðir feikna mikil skrúðganga í Örnes með lúðrablæstri söng, NRK (norska sjónvarpið) sýndi svo beint frá nánast öllu landinu og frá helstu borgum heims þar sem norðmenn búa varð reyndar ekki var við útsendingu frá Reykjavík.
Setjum eina mynd inn til að sýna Röstbankann eins og hann var daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. maí.
Var að lesa það í blöðunum í gær að kjöt er 80% dýrara heldur en í Evrópu, Brauð eru 60% dýrari og Mjólk,ostur og egg eru 54% dýrari í Noregi heldur en í Evrópu. Ekki veit ég hvernig samanburðurinn er á milli Íslands og Noregs, við keyptum kost í gær fyrir 6000 þús norskar (120 þúsund ísl) En það er fyrir 8 kalla í 7 til 10 daga þannig erfitt að átta sig á þessu en mín tilfinning er að matur sé nú dýrari hér heldur en heima við verslum reyndar í Joker svona lítil búð sem er opin langt fram á kvöld og um helgar svipað og 10/11 heima og er verðið mun meira heldur en í stórmörkuðunum myndi segja að þessi búð væri frekar dýr og það er auðvita svipað og heima það er miklu dýrara í 10/11 heldur en í Bónus. Annars spái ég lítið í þetta, eitt er ljóst að á lægstu launum sem borguð eru heima myndir þú varla lifa vikuna hérna það segir bara hvað Ísland er orðið mikið láglaunaland og komið í flokk með Lettum,Eistum og Pólverjum. Mikið er um það að pólverjarnir komi á eiginn bíll til að vinna hérna og þegar þeir koma eftir frí heima koma þeir með bíllinn algjörlega yfirlestaðann af matvöru frá Póllandi sem á að duga þeim fyrir allann tímann sem þeir vinna. Albert rússinn sem er hér um borð hann á sendibíll sem hann fer á reglulega til Svíþjóðar til að kaupa sér mat og kemur með hann troðinn af vörum. Þessu myndi ég aldrei nenna en það er svo annað mál. Hér sjáum við Polar Atlantic á reki þegar við fórum með Franklín um borð í byrjun maí en Polar Atlantic er á Skarv olíusvæðinu þar sem við vorum fyrra. Svo ég hugsa að þarna um borð séu búnir að vera margir rólegir dagar.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.