Liggjum í Abelvær!.

Abelvær og fleira 016Já við liggjum við bryggju í þorpinu Abelvær sem er á eyjunni Kalvoeya. Já svona getur þetta verið við vorum á leiðinni út á Asgard olíusvæðið þegar BP. Norge fattaði að þeir höfðu gefið okkur ranga dagsetningu með verkefnið við áttum að vera frammi þann 19. maí en svo kom í ljós að það var ekki fyrr en 22.maí og við fengum ekki að vita þetta fyrr en við vorum lagðir af stað frá Rörvik til að leysa af Jonrit þá fengum við símtal frá BP.Norge.

Og þar sem við skildum meirihlutann af áhöfninni eftir í Örnes vorum við bara í tómu tjóni, því var í skyndi ákveðið að láta athuga með Beckerstýrið en það hefur verið að stríða okkur, og var fenginn kafari til að athuga með það, kom þá í ljós mikið slit sem gæti orsakað hvað leiðinlegt er að stýra bátnum, var þá fengið slipppláss fyrir skipið í Abelvær sem er lítill slippur, en þegar átti að fara taka upp kom í ljós að slippurinn gat ekki útvegað varahluti í stýrið í tíma svo við liggjum bara hér Abelvær í hálfgerðu reiðileysi og verðum þangað til á Laugardaginn en þá förum við aftur á stað út til Asgard. Við höfum unnið við að þrífa bátinn háþrýsti þvo hann, og verið að grunna yfir ryð í kjölfarið svona til að gera eitthvað. En strákarnir sem við skildum eftir í Örnes eru alveg snarvitlausir yfir þessu kannski skiljanlegt.

Það vinna 3 í slippnum hérna svo ekki er þetta stór slippur minnir mig á slippinn sar inn vogum í gamla daga var það ekki Jón á 11. Og innsiglingin er mjög grunn og er myndin að ofan af henni við tókum niður þegar við komum inn hana komum reyndar á fjöru en þeir sögðu mér að þetta er bara sandbotn gæti verið einn og einn steinn svo ekkert væri að óttast. Það er reyndar 1/2.metrers kjölur undir Polarhav svo hann ristir mjög djúpt.

Þessi staður má muna sinn fífill fegri, samt er mjög fallegt þorp og húsum vel við haldið hér. Hér eru tvö stór frystihús fyrir lax sem bæði eru farin á hausinn, einnig er hér kræklingavinnsla sem er nánast að leggja upp hlaupana, þeir í slippnum vonuðust til þess að annað frystihúsið myndi opna fljótlega aftur. En þetta er mikið laxasvæði og mikið um laxeldi.

Abelvær og fleira 012Hér sjáum við laxapramma sem var í slipp þegar við komum í gærkveldi en svona prammar er mjög algengir hér í Noregi (ætli við eigum eftir að sjá svona pramma víða fljótandi í Arnarfirði. Ég er ekki með það á hreinu hvað margir búa hérna en mér sýndist mörg hús vera sumarhús þegar ég tók göngutúr um þorpið í gærkveldi en þá var alveg logn og 14. stiga hiti.

Abelvær og fleira 017Bryggjukraninn í Abelvær ekki er hann stór veit ekki hvort Hlynur húskall væri ánægður með svona krana á bryggjunni sinni heima á Bíldudal. En ekki held ég að þessi sé oft notaður.

Abelvær og fleira 021Hér ein af stærstu trillunum svo voru í smábátahöfninni í Abelvær í gærkveldi, væri alveg fínn fyrir okkur Svan á strandveiðarnar. Sennilega er þessi ekki mikið notaður eins og löndunrakraninn. Smábátahöfnin er mjög flott og nýleg og eru mikið að svona skemmtibátum og minni bátum sem liggja við hana hled það hafi verið 3. fiskibátar þarna og svo virðist vera góð aðstaða fyrir skútufólk og annað ferðafólk sem kemur siglandi aðgangur að sturtu og svo framvegis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband