21.5.2011 | 14:55
Bless Abelvær.
Eftir ca 2 tíma við yfirgefum Abelvær og setjum stefnuna á Asgard svæðið, Það eru ca 114 sjm héðan þangað og við eigum að vera þar kl 12 á morgun spáin er orðinn fín og svo vonandi verður þetta allt í besta lagi. Gæti verið að við færum út á Skarv í smá verkefni eftir Asgard.
Hér sjáum við Brannstasjon í Abelvær fer ekki mikið fyrir henni en sjálfsagt gerir hún sitt gagn. Í dag lifnaði þessi litli bær, svo virðist sem þessi bær sé svefnbær og núna í dag var fólk að dytta að húsum og slá grasið og skera til eldivið.
Hér sjáum við hraðferjuna sem gengur til Abelvær. En þessi bátur gengur frá eyjunni Lekna til Namsos, ég held að hann sé með þrjár ferðir á dag. Svo ef þú tekur þennan til Rörvikur ertu ca 20 min en ekki alveg með það á hreinu hvað hann er lengi héðan til Namsos. Þetta er alveg ný ferja sem tekinn var í notkun í byrjun árs og heitir Foldafjord mjög flott.
Hér sjáum við brunnbát held að þetta sé Ronja Nordic, en þeir eru alltaf hér á ferðinni flytja lax fram og til baka, þær eru margar Ronjurnar hér Nordic, Harvest og fleiri. Ætli við eigum eftir að sjá svona skip sigla með lax úr Arnarfirði í framtíðinni!.
Ég gekk upp á fjallið á eyjunni og tók mynd af þorpinu að hluta til. En þessi hæðsti punktur er ekki meira en 50 m svo ekki er þetta fjöllótt eyja frekar en aðrar hér í kring þ.e.a.s kringum Rörvik.
Ég frétti það áðan að tveir úr áhöfninni hafi yfirgefið Örnes og séu hættir á bátnum hafa ekki sagt það við mig en alla vega eru þeir farnir til Leknes í Lofoten og hafa tjáð öðrum hér um borð að þeir væru hættir mjög skrýtið en svona er þetta bara og lítið við því að gera, Svo við erum orðnir 4 í áhöfn,einn rússinn farinn í frí og hjá hinum var atvinnuleyfið afturkallað, sem er mikill synd því mjög duglegur og traustur strákur. Þannig ekki veit ég hvort við förum að fiska eftir Þetta olíudæmi en í sjálfu sér er nóg að vera fjórir á löngu því hún er mjög fljót unninn og það gæti bara orðið einhverjir peningar fyrir strákana.
En alla vega þá förum við í kvöld á stað og höldum svo sennilega út á Skarv og svo til Örnes en það kemur reyndar betur í ljós seinna sennilega á þriðjudag. Einhvern veginn er þetta orðið eins og að vera á flugvelli eða í strætóskýli alltaf að bíða orðið frekar leiðinlegt, þessar afleysingar eyðilögðu mánuðinn sem fiskimánuð því miður fer bara alltof langur tími í þetta.
Svo eftir ca 12 tíma verð ég kominn út fyrir netsamband og þá verður lítið skrifað
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.