Nú liggjum við í Örnes.

Já við komum snemma á 25.maí til Örnes og byrjuðum strax að opna túrbínuna og það varð nánast strax ljóst að legur væru farnar og olían öðru megin þ.e.a.s afgasmegin var dökk og lyktaði af sóti. Við þessar fréttir varð auðvita ljóst að túrbínan þarf upptekt en ekkert meira hefur skeð og útgerðarmaðurinn vildi ekki að við byrjuðum að losa og fjarlæga túrbínuna hann er að hugsa málið  vildi geta sett í gang,en að öllum líkindum endar túrbínan í Tromsö í upptekt.

Á meðan á þessu öllu hefur staðið hefur áhöfnin verðið að skrappa og mála bátinn að innan og gengur það verk vel, lítið hefur verið hægt að gera að utan því af og til hefur verið rigning og verður dagurinn í dag sennilega fyrsti dagurinn sem ætlar að haldast þurrHappy.

En þar sem ég mun fara á þriðjudaginn verð ég að öllum líkindum ekki viðstaddur þegar túrbínan verður tekin.

Polarfangst 001Hér sjáum við Polarfangst snurvoða og nótabátur byggður úr plasti í Svíþjóð. Þetta er Ísbrjótur svo það er mjög þykkt í honum plastið, var hann notaður sem slíkur í Svíþjóð. Hvalbakurinn og yfirbyggingin að aftan stýrsihúsið og fleira er allt úr plasti en yfirbyggingin sjálf yfir dekkið er úr áli. Þetta er algjör gangstrókur og lítið mál að setja hann í 14 sjm. En þetta er orðinn frekar sjúskaður bátur og hefur verið eigandum dýr mikið um bilanir og svoleiðis ástand núna er hann útbúinn að snurvoð og er búinn með kvótann. Hann á síldarkvótann eftir annars er hann til sölu og hafa tveir aðilar komið að skoða.

 

Noregur Maí 020Hér svo sjálfur Polar Atlantic gamall beitingavélabátur hét lengi Fernando, held hann hafi verið byggður svona í upphafi og verið með beitningavél held að þetta hafi verið fyrsta kynslóðin af norskum beitingavélabátum. Lítur vel út og er eingöngu útbúinn á net.

 

 

 

 

Myndir frá Noregi og fleira 078Hér svo Polarhav þarf nú lítið að segja um hann góður og traustur bátur og við þekkjum hann vel var í nokkur ár heima á Íslandi sem Skotta og svo síðar sem Eldborg.

Þá vantar bara Öyfisk, Holmsvaag og Turbo og verð ég að taka myndir af þeim svo ég geti sett inn allann flotann hans Torleifs Skotheimsvik. En Öyfisk er okkur líka mjög kunnugur var smíðaður fyrir Íslendinga í Frakklandi og kláraður á Skagaströnd. Holmsvaag er svo bara týppískur vertíðarbátur af minni gerðinni smíðaður úr tré en er mjög snyrtilegur bátur að öllu leyti. Turbo er lítill rækjubátur sem lág við stjóra og slitnað í vondu veðri og rak upp á sker og nærri sökk og Torleif fékk hann fyrir lítið og er að endurbyggja smátt og smátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband