30.5.2011 | 05:47
Lítið um vera hjá okkur.
Ég vaknaði snemma og svona er lognið í Örnes í dag.
Annars er bara rólegt hjá okkur búnir með málinguna sem við notum inni og ekki hefur verið hægt að mála utandyra því það hefur verið fínn úði eða rigning svo ekki hefur verið hægt að mála mikið utandyra. Við vorum að rústberja og skrappa í gær og fengum kvörtun frá nábúanum að svona mætti ekki gera sunnudegi fólk vildi fá að slappa af og ég spurði hann hvort einhver lög í landinu sem bannaði þetta á sunnudegi þá brást hann versti við og rausaði einhverju út úr sér sem ég skildi ekki svo við bara hættum að ergja manninn.
En ég fer til Bodö í dag og svo flýg ég snemma á morgun til Osló og svo heim til Íslands og lendi í Keflavík kl 15 að íslenskum tíma.
Þetta er bara farið jafnast á við Bíldudal lognið hérna, þessi mynd er tekinn af skutnum á Polarhav og upp í fjöllin. Svona segja "heimamenn" að veðrið sé alltaf í Örnes á sumrin.
Hér sjáum við Björnson draga netin í skítabrælu og rigningu fyrir mánuði síðan smellti af honum mynd og hún kom út. Eitthvað heillandi við þessa mynd þó hún sé greinilega ekki tekin af atvinnuljósmyndara.
Þarna sjáum við grunnbrot en þarna er ég að sigla inn í skerjagarðinn í námunda við Rörvik fyrr í vetur ég er sjálfur á ca 60 fm dýpi en allt í kring er bara örgrunnt og boðar eins og þessi sem brýtur á. Veit ekki hvað er langt í þetta brot en það er ekki langt.
Hér sjáum við Kato sigla frmhjá Rörvik í apríl á leiðinni til Röst að fiska þorskvótann sinn, Kato er netabátur og fiskar alveg heilt helvíti er mjög lunkinn við ufsann og fáir sem standast honum snúning þegar að ufsaveiði kemur en þetta er mikill galeiða dregur mikið af netum svo strákarnir á honum Kato vinna fyrir laununum sýnum það er alveg ljóst. Á sumrin veiðir hann hrefnu eða hann hefur allavega leyfi til þess. Við vorum að fiska með Kato á Sklinnabankanum í fyrra og þá vorum við með tæp 380 net en hann var 680 net við lönduðum ca 60 tonnum eftir vikuna hann var með 120 tonn. Hann kom ekkert á Sklinnabankann í ár tók tvo flotta túra á Trænabankanum.
Og að lokum hér sjáum við Lofoten í fjarska rétt aður en sólin sest. Það er svona dagar sem við sjómennirnir gleymum öllum brælunum og puðinu sem hefur fylgt brælum kannski dag eftir dag. Eins og einn sjómaður sagði hérna þegar fer að vora og dagurinn lengist og veðrið batnar þá endurnýjast maður og það sé ekki að ástæðuljósu sem flest sjómannsbörn koma undir á vorin eða snemm sumars. (á ekki við mig á kannski bara við norska sjómenn
.)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.