Kominn til Örnes

Já ég er kominn til Örnes og um borð í Polarhav þar sem hann liggur á sama stað og þegar ég skildi við hann fyrir 6 vikum og túrbína jafn biluð en aðeins búið að mála meira. Skil ekki alveg forgangsröðina hjá honum Torleif í augnablikinu. Svo mér sýnist að þessi bátur er ekki að fara á veiðar neitt á næstunni. Svo það verður rólegt framundan. Allt er eins hérna nema Holmvag er kominn hingað í heimahöfn og verður það örugglega alveg fram á næstu vertíð.

En þó það sé rólegt yfir Skotheimsvik útgerðinni þá er kominn nýr báturinn í sveitafélagið síðan ég fór heim og er hann mjög kunnugur þó sérstaklega fyrir okkur Bílddælinga.

Örnes júlí 2011 011Já Bríkin hans Gulla er kominn hingað og farin að fiska rækju hérna í fjörðunum. Spjallaði ég aðeins við eigandann en þeir voru að drífa sig á sjóinn. Eru þeir búnir að vera á veiðum í tvær vikur eftir að hann fékk hann en fór hann með hann í slipp þar sem honum var breytt fyrir rækjuveiðarnar. Fiskaði hann fyrir 150 þúsnd norskar fyrstu vikuna. Svona ca 35 þúsund á mann en þeir eru tveir á (700 þúsund). Búið að vera mjög góð veiði á norskann mælikvarða. Já Bríkin sem var smíðuð til að veiða rækju í Arnarfirði er kominn í sama hlutverk í Noregi.

 

 

Örnes júlí 2011 004Aldrei man ég eftir því að Bríkin væri með svona stóra hlera heima þegar hún mokaði um Arnarfjarðarrækju en þetta er 120" Tyboron. En eigandinn er mjög ánægður með togkraftinn og segir þá draga mjög stórt troll miðað við stærð á bát, en hér má ekki hafa bobbinga undir á innanfjarðarrækju. Þeir sjópakka rækjunni þ.e.a.s. sjóða hana og pakka henni í frauðkassa beint í smásölu.  

Búið er að breyta bátnum dálítið setja nýja trolltromlu og setja vinnslulínu fyrir rækju. Báturinn á að vera gerður út á rækju allt árið.

 

 

 

 

Örnes júlí 2011 012Svo er bara haldið á miðin aftur og komið svo í fyrramálið með nýjan skammt af rækju. En þeir landa á hverju morgni og er svo rækjan flutt með hurtigrutunni til Tromsö. 

 

 

 

 

 

 

Jæja læt þetta vera gott í bili frá Noregi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Páll. Gaman að sjá þetta. Hvað ertu að fara að veiða núna.

Guðmundur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 22:11

2 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Já Guðmundur hvað á að fara fiska, talað var um að fara á skötuselsnet og svo var líka inn í myndinni að skipið fengi ofshoreverkefni (olíubransinn). Ég fór út vegna vandamála sem gerðust í vor vorum teknir af norsku fiskistofunni ekkert alvarlegt í mínum huga en mikill mismunur var á skrifuðum afla í afladagbók og því sem við lönduðum. Litið alvarlegum augum í konungsríkinu og þá sérstaklega að íslendingur sé viðriðinn.

Jón Páll Jakobsson, 21.7.2011 kl. 08:38

3 identicon

Takk Jón Páll, gaman að sjá og frétta af gamla bátnum mínum.

Bryndís (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 20:10

4 identicon

gaman að heyra af þér :) og mikið rosalega langar mig í fisssksksksksksksksksksksksk.....sko sjófisk!

Guðrún Rebekka (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband