Dagur 3 ķ Noregi.

Jęja nś  er mašur bśinn aš fį aš vita hvers vegna žetta allt uppstand er. Mįliš er aš norska fiskistofa telur mig ekki hafa veriš löglegur sem skipstjóri um borš ķ Polarhav į vertķšinni og žar af leišandi hafa žeir tekiš veišileyfiš af bįtnum af žvķ ég hafi ekki veriš skrįšur ķ fiskimannatališ (fiskerimanntallet blad B) ég var sem sagt ekki skrįšur sem fiskimašur ķ Noregi og strangt til tekiš veršur skipstjórinn ef eigandinn er ekki um borš aš vera meš žessa skrįningu. Litiš er framhjį žessu nįnast ķ öllum tilvikum en ég hef sennilega fariš fyrir brjóstiš į žeim uppreisnargjarn ķslendingur. Žeir hafa ekki bara svipt bįtinn veišileyfi žangaš til žetta veršur lagaš heldur hafa žeir gert allann afla upptękann į mešan ég stjórnaši skipinu. En nś er sem sagt veriš aš skrį mig afturvirkt ķ fiskerimanntališ og er lögfręšingur norsku LĶŚ aš gera žetta klįrt en til žess aš žaš gangi ķ gegn verš ég aš vera skrįšur hérna meš heimilsfang. Žannig aš žetta er ašalvinnan hjį okkur ķ augnablikinu, žessu hefši aušvita veriš hęgt aš bjarga aš heiman en svona er žetta. Svo žaš er ekkert nema taka um vinnuvettlingana og gera eitthvaš į mešan žetta er aš ganga ķ gegn.

En aš skemmtilegri fréttum ég fór śt ķ bśš ķ dag og keypti mér tvęr 1/2 ltr af Solo (norskt appelsķn) og fékk žęr į frįbęru verši eša tvęr į 40 kr norskar (800 kr ) sparaši 10 kr (200). Einnig keypti ég mér hįlsmixtśru og borgaši fyrir hana 99 kr nrk (2000 kr) en mér er strax fariš aš lķša betur.

Holmvag og Solo 001Og er ég žegar bśin meš ašra flöskuna.

 

Holmvag og Solo 003Hér er svo Holmvag, Fröyskjęr og sķšan sést ašeins ķ Turbo. En sjįiš žiš hvernig bįtarnir er bundnir saman žeir koma aldrei viš hvorn annan, žvķ dįlķtiš frį bryggjunni er akkeri sem ysti bįturinn er bundinn ķ bęši aš framan og aftan og žannig haldiš frį hinum bįtunum og žannig kemur innsti bįturinn aldrei heldur viš bryggjuna. Fröyskjęr er bįtur sem bśiš er aš gera upp til žess aš bśa ķ og sigla um ströndina. Eiga nokkrir hann saman ž.į.m Torleif śtgeršarmašur og er žetta bara eins og meš sumarbśstašina žś įtt žina daga yfir sumariš.

 

 

Af bįtum śtgeršarinnar eru tveir ķ drift nśna. Polar Atlantic er ķ offshore verkefni į skarvsvęšinu og Polarfangst er einnig ķ Offshore į Asgardsvęšinu. Polarhav, Holmvag,Turbo og Öyfisk eru ķ höfn reyndar hefur Öyfisk veriš allt žetta įr og allt sķšasta įr einnig bundinn viš bryggju svo žaš er ekkert nżtt. En į žessum tķma ķ fyrra vorum viš į Polarhav ķ Offshore og hęttum ekki fyrr en ķ lok okt.

Lęt fylgja eina mynd af Öyfisk žar sem hann liggur og bara bķšur örlaga sinnaÖrnes jślķ 2011 013.

Lęt žetta vera gott ķ bili. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Aprķl 2025
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nżjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband