Slippurinn í Repa.

Já í gær fór ég bryggjurúnt og tók þá í leiðinni myndir af slippnum sem þeir hafa í Repa, væri nú gott að hafa svona slipp heima á Bíldudal þar sem hægt væri að renna alla vega Andra BA-101.

reipa og fleira 009

 

 

 

 

 

 

 

Svona lítur hann út hjá þeim og eru það útgerðarmennirnir sjálfir eftir því sem mér skilst sem eiga hann og reka slippinn á samvinnufélagsgrunni.

reipa og fleira 020Og svona er hann í nærmynd frekar einfaldur og virðist ekki svona í fljótubragði hafa kostað nein ósköp.

 

 

 

 

 

 

 

reipa og fleira 021Hér svo spilið sem drífur slippinn áfram trúlega fengið úr einhverjum bátnum sem búið er að eyða.

 

 

 

 

 

 

 

 

reipa og fleira 022Og svo hér sjáum við vélina sem drífur slippinn áfram sé nú ekki í fljótibragði hvað tegund þetta er gæti verið Gemsa?. Svo við hliðina á henni er glussatankurinn. En þetta er nú bara fyrir vélaáhugamenn. Þannig að þið verðið að fyrrgefa mér þessar myndir og skrif.

 

 

 

 

 

Tók reyndar líka mynd af rækjutrolli sem var í yfirhalningu á bryggjunni, en það er af þessu rauða rækjubát sem ég var með mynd af í gær, ekki er þetta nú stór feldur sem hann notar og þið sjáið að það eru engir bobbingar því það er bannað innan fjarðar held að grensinn sé 3 sjm frá grunnlínupunktum.

reipa og fleira 010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veðrið er búið að vera mjög gott í dag yfir 20 stiga hiti og léttskýjað og höfum verið að mála og mála og erum búnir að afreka mikið í dag. Það byrjaði ekki vel því strax í morgun þegar við byrjuðum. Byrjaði að rigna svo við urðum að taka hlé en svona eftir kl 10 í morgun bara gerði þetta flotta veður og náðum við að mála það sem vantaði að mála svo núna eru bara eftir sleikjur hér og þar og ættum við að klára alla málingavinnu á morgun.

Svo vonandi fara mín mál að skýrast fljótlega eftir helgi og komast á hreint. Læt þetta næga á þessum fallega degi í Örnes.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Smá leiðrétting hérna staðurinn heitir auðvita Reipa ekki repa (Reipaa)

Jón Páll Jakobsson, 26.7.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband